Heimdallur - 01.06.1884, Blaðsíða 7

Heimdallur - 01.06.1884, Blaðsíða 7
j l enn tómt snakk, að þjer ætlið að fara frá okkur með Gránun ? í þessu kom griðkonan, scm Sæunn liafði feng- ið til að bjálpa sjer með framreiðsluna, inn í gátt- iua, og sagði að það væri einhver maður úti í skúr, sem vildi finna húsmóður. «Æ, hver skyldi það nú vera, aldrei er friður», sagði Sæunn. «Jeg veit ekld, hann Magnús bað mig að segja ekki að það væri hann.» En í því hún sleppti orðinu hrökk hún við, æjaði upp og greip um hand- legginn. Sæunn iauk snöggt upp dyrunum, og þar stóð þá Magnús kafrjóður með stóra hattinn aptan í hnakkanum. Allt fólkið fór að hiæja. «Hann klípur, ekki nema það þó >, sagði vinnu- konan og gaf lionum olbogaskot urn leið og hún gekk framhjá honum. *Nei, ert það þú, Magnús*, sagði Sæunn, «þvi kemur þú ekki inn um götudyrnar maður? þ>að var þó inikið að þú komst, jeg var orðin dauðhrædd um að það gengi eitthvað að þjer, og kvennfólkið var á nálum um að þú kæmir ekki. Kondu nú fljótt inn, góði minn, og drekktu súkku- laöi, það er orðiö svo framorðið. Hvar liefurðu verið" ? Magnús vissi ekki hvað hann átti af sjer að gjöra. Loksins tók hann af sjer hattinn, og kom inn fyrir þröskuldinn. »,Teg ætlaði bara . . .», sagði liann lágt, *jeg ætlaði hara að tala svolítið. ...» «Vcskú, súkkulaði, Magnús!» Magnús gekk inn með hattinn í vinstri hend- inni, og rjetti ðllum gestunum þegjandi hina. «Nei, þú ert þá líka búinn að fá þjer nýjan hatt», sagði búðarmaðurinn. «Að þú skyldir ékki heldur taka einn hjá okkur, úr því þú fjekkst þjer hatt á annað borð, t. d. pípuhatt.» Stúlkurnar skelltu upp úr neraa Kristín. «,Tá, það segi jeg satt», sagði bún, *í Kaupin- böfn ganga allir «penir» herrar með pípuhatt, það veit jeg, að minnsta kosti á sunnudögunum. Lff, jeg get, ekki liðið þessa brennivínskúfa.» «peir gera sitt gagn í regni», sagði annar Möðruvellingurinn. «pað er eins og raig minni að jeg sæi hann Madsen beyki íueð einn svona», sagði búðarmaður- inn. «pú ert þó ekki að herma eptir honum ! Magnús ?» • Uss hann gekk alltaf með silkihúfu hvun- dag, og pípuhatt á sunnudögunum», sagði Kristín. ! *En hann var líka «pen» maður.» Magnús stóð enn, og var alltaf að brjóta heil- ann um hvað hann ætti að segja. pegar Madsen var nefndur horfði hann fast á Kristínu, og augun } urðu næstum því kringlótt, en þegar hann sá að hún roðnaði ekki þó að hann væri nefndur, Ijetti \ honum mikið, og loksins fannst honum við eiga að reka upp hlátur, og sagði «pípuhatt!» Síðan hengdi hann hattinn upp á snaga, og fór að drekka, i en Bárðdælingurinn tók hattinn, og skoðaði hann í krók og kring, og endurtók setninguna um, að hann «gerði sitt gagn í regni», setti hann upp, og sagðist ekki vera alveg frá því að fá sjer ef til vildi einn svona, eða líkan. «pað var gott að þjer komuð, Magnús», sagði Kristín. «pá getum við byrjað að dansa bráðum." «Alltaf vill þetta kvennfólk vera að dansa og \ tralla■, sagði búðarmaðurinn. «Mjer finnst nú alltaf svo vel til fallið, að unga fólkið lypti sjer upp», sagði húsfreyja, «og dansinn er þó alltaf saklausasta skemmtunin.» «pá ermunur að ríða út, t. d. suðrí Fjörð eða út að kirkju, finnst ykkur það ekki lika stúlkur?* Ein vinnukonan hnippti í þá, sem við bliðina á henni sat; hún laut niður, brá vasaklútnum fyrir andlitið á sjer, og hló óvart út um nefið. «Átti jeg ekki á því von», sagði búðarmaður- inn. «pjer Kristín megið absolút til með að fá yður einn fjörugan enn þá áður en þjer farið. En ! það er satt, þjer svöruðuð mjer aldrei upp á það, bvort það væri alveg víst að við misstum yður». «Já jeg fer til Kaupinbafnar», sagði Kristín. «Jeg skil ekkert í þjer að þú skulir vilja vera að fara þetta út í óvissuna , sagði búsmóðirin. »[jjt'r líður þó fullvel bjer, og þú veizt hverju þú sleppir, en ekki livað þú hreppir.» • Uss jú, þar eru allir svo nettir og þægilegir. par geta allir liaft það svo gott. Vitið þið bara hvað? par eru böll á hverjum degi, sem allir geta koinizt inn á, stúlkurnar fyrir ekki neitt, því herr- arnir eru allir svo kavaljermessugir. Ó, og |>ar er svo margt fallegt að sjá og heyra. Hjer er allt

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.