Heimdallur - 01.06.1884, Blaðsíða 15

Heimdallur - 01.06.1884, Blaðsíða 15
95 kveðið svo rarnt að því, að andvígismenn bafa ekki reynt að koma ruönnum af sínum flokki fram nema í tveimur eða þremur kjördæmum, og ætíð beðið ósigur. þretta hefur breytzt mjög á seinni árurn, einkum þó síðasta árið. í baust stofnuðu ýmsir framfaramenn hjer í borg fjelag, er þeir kölluðu «Kjöbenhavns liberale Vælgerforening»; rnark þess og mið var að vekja Hafnarbúa til pólitisks lífs og vinna þá undan stjórninni; þeim befur lengi verið brngðið um deyfð og afskiptaleysi í stjórnmálum, þótt öll pólitik vera fyrir neðan sig. Að líberala fjelaginu hafi orðið vel ágengt, sýna nú kosningarnar. Kaupmannahöfn er skipt í 9 kjördæmi, eða 10, ef Friðriksberg er talið mcð, sem má, því þar undir heyrir ekki alllítill hluti borgarinnar. í öllum þessum kjördæmum, nemaeinu, bjeldu andvígismenn fram mönnum af sínum flokki. Andvígismenn kalla jeg einu orði alla mótstöðumenn stjórnarinnar, alla sem vilja að stjórnin (eða «Estrúpparnir«, sem ráðgjafarnir nú eru almennt kallaðir af mótstöðumönnum þeirra) leggi niður völdin sem allrafyrst; það eru bæði vinstrinlenn, sósíalistar og «moderat» hægrimenn. þessiv flokkar bafa allir iagzt á eitt við kosningarnar og stutt hver annars menn. Kosn- ingarnar voru miklu fjölsóttari enn uokkru sirini áður; þær byrjuðu kl. 10 f. m., en í sumum kjördæmum var þeim ekki lokið fyr enn eptir miðnætti. Svo fór að andvígismenn unnu belming kjördæmanna; sósíalistar komu að tveimur af sínum mönnum og binir flokkarnir þremur af sínum. Hægrimenn hafamisst nokkra afsínum helztu þingmönnum; þannig fjell hæztarjettardómari Kimestad, helzti talsmaður stjórnarinnar á þingi, fyrir lcaudídat Herman Trier, ungum framfarainanni. Holm skraddari af sósíalistaflokki vann sigur á lögfræðingnum prófessorGoos, eindregnum stjórnar- sinna. í nokkrum af hinum kjördæmunum slöguðu andvígis- menn hátt upp í stórnarmeun að atkvæðisfjölda, svo tvísýnt er hvernig fara mundi, þótt þeir royndu aptur með sjer bráð- lega. — Stjórniuni fylgja nú einir nítján af 101, sein setu eiga í fólksþinginu. Hvað stjórnin nú muni gjöra, er ekki gott að gizka á; það er haft eptir Estrúp, að þótt hann missti alla Kaupmannahöfn, mundi hann eigi að heldur láta undán; hann var inntur eptir hvað hann mundi þá taka til bragðs, fyrst hann ætlaði hvergi að víkja; «þá fer jeg fyrst að stjórna*, svaraði hann. þvíverður hver að ráða, hvern skilning hann leggur í þessi orð; jeg sel þau heldur eliki dýrara enn jeg keypti. í Noregi horfir til mikilla breytinga. Hin langa og sfcranga barátta miili þings og stjórnar er á enda kljáð, að því er frekast verður sjeð; að minnsta kosti er að verða hljc á henni. Oscar konungur hefur tekið það ráð, sem vænlegast var, og boðið stórþinginu sættir, og sýnt þannig enn á ný, að liann er vitur maður og sjálfstæður, er hann kunui að hafna æsingaráðum ráðgjafa sinna og þeirra, er næstirhonum standa; að vísu hefur hanu hlítt þeim helzti Iengi, en — betra er seint enn aldrei. það var um mánað- amótin síðustu, að menn þóttust kenna einhverrar veður breytingar í Noregi, og mun það helzt hafa borið til, að ráðgjafarnir fóru að segja af sjer hver á fætur öðrum. þann 5. júni kom konungur til Kristjaníu og kallaði þegar á sinn fund Btoch prófessor, einn af merkari hægrimönnum, er jafnan hefur ráðið til sátta og samkomulags; hjet kon- ungur á hann að mynda nýtt, ráðaneyti og tók Brocli því líklega. Síðali var gjört boð cptir Jóhanni Sverdrup. Sverdrup sat uppi í þíngsal og stýrði fundi að vanda, er tnaður kom inn og kvaddi hann á konungsfund. þetta þótti þingmönnum heldur enn ekki nýlunda, að vinstri- maður, og það jafnstækur vinstrimaður sein Sverdrup, skyldi vera kallaður fyrir konung til að skeggræða við hann ; þetta hlaut að víta á eitthvað. Allir þustu út í gluggana til að sjá Sverdrup «aka til kóngs». þeir sátu á tali í tvær klukkustundir. þegar Sverdrup kom aptur upp á þing, störðu allir á bann til að vita hvort þeir gætu ekkert «grætt» á honum, og þótti hann vera heldur hlýlegri í bragði enn áður. það varð og bratt heyrum kunnugt að þeir höfðu rætt, um sættir, og orðið vel sammála. Síðan liafa þeir átt fundi med sjer konungur, Broch og Sverdrup, og er nú afráðið, að Broch myndi ráðaneyti; konungur kvað liafa látið undan í öllum aðalatriðum, er honum og þinginu hefur borið á tnilli í. þessir eru til nefndir að setjast muni í stórnina: Broch forseti, Sibbern, sendiherra Svía og Norðmanna í París; sýslumenn tveir, Daae og So- rensen, stiptprófastur Essendrop, Koren og Dahl, sem ráð- gjafar hafa verið mcð Schweigárd; þessir eru «moderat» eða tilhliðrunarsamir bægrimenn; af vinstrimönnum eru nefndir Haugland ogArctander. Öllum frjálslyndari mönnum hafa þóttþetta góðar frjettir, eigi að eins í Noregi heldur og annarstaðar á Norðurlöndum, og óska þess að aðrir konungar vildu gjöra að dæmi Oscars annars. Síðan þessar línur voru ritaðar urn Noreg, liafa þau tíðindi orðið þar, sem hefðu þótt allseudis ótrúleg fyrir mánuði síðan, og þykja jafnvel skröksöguleg enn: Jolian Sverdrup er orðinn stjórnarforseti. Broch mættu svo miklir erflðleikar er hann vildi fá mann fyrir kirkjumálin, að honum leiddist þóflð og hætti við alltsaman. þá leitaði konungur til Sverdrups. *Er heimurinn genginn af göflnnum», varðSver- drup að orði, þegar honum komu boðin um að konungur beiddi hann að mynda ráðaneyti. Hann brást þó vcl við, og nú er allt komið í kring; í gær, 26. júní, staðfesti konungur hiua nýju ráðherra í tigninni. í stjóruinni eru þessir menn : Johan Sverdrup og Richter, generalkonsúll í Lundúnum, eru »Statsministre-; situr Sverdrup íKristjaníu, en hinn í Stokkhólmi; »Statsráder» eru þeir Daae, Sörensscn, Haugland og Arctander, sem áður voru nefndir, og ennfremur sjera JakobSverdrup,bróðursonur forseta (hann er fyrir kirkju- málurn), assessor Stang og prófessor Blix. þeir eru ýmist vinstrimenn eða «moderat» hægrimenn, og vænta menn mikils af hinni nýju stjórn. Frá E'giptalandi er ómögulegt að segja neinar greinilegar frjettir; einn segir þetta, og annar hitt; en engin stórtíðindi hafa gjörzt þar síðan seinast. Enska stjórnin hefur boðið hinum stórveldunum á fund til að i

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.