Heimdallur - 01.06.1884, Blaðsíða 3
honum, en hún svaraði: inaðurinn minn er einbeifctur.
Embættið fjekk hann ekki.
I’etta, sem hjer hefur verið sagt er stutt
ágrip at æfisögu Nordcnskjölds, sem hann hefur
sjálfur samið.
Nordenskjöld er frægur vísindamaður ogeinkar
vel að sjer í náttúrufræði, en mest er hann
kunnur fyrir uppgötvunarferðir sínar. Árin 1858
> og 61 fór hann með Tore’l I til Spitsbergen norður
í íshaf og komst að 81. stigi 42 mín. norðl. breidd-
: ar, og var það lengra enn nokkurt skip hafði
: komizt áður. 1870 fórhann að kanna Grænland, og
; aptur í fyrra sumar og kom við í Reykjavík.
Yeturinn 1872—73 hafðist hann við á Spits-
bergen. 1875- 76 kannaði hann Novoja Zemlja,
■ eyju fyrir norðan Rússland, og norðurstrendnr
: Síberíu og 1878—80 hjelt hann á gufuskipinu
Yega norður fyrir Norðurálfu og Síberíu, ígegnum
Beringssundið, sem greinir Austur- og Vesturálfuna,
og austur í Kyrrahafið, en þá leið hefur enginn
nema hann komizt. Frá Beringssundi hjelt hann
suður fyrir Asíu, í gegnum Suezskurðinn, vestur
fyrir Evrópu og heim til Svíþjóðar. Eptir þessa
för gjörði Svíastjórn hann að aðalsmanni.
Björn Bjarnarson.
Pjetr Havstein 1870.
(Svur upp á brag úr Höfðahverfi pað ár)
Nú spurðu vjcr norðan,
naut lians fyr í þrautum,
stiginn enn sem annan
öldurmann frá völdum:
kostr mun heldr hraustum
Höfðhverfingum erfa
valdsmann vígi feldau
vopnalaust á hausti.
Hælist ei þeir, er Ála
eld-tý hafa svo feldan,
hann var mörgum mönnum
mætr, úr hefðarsæti:
skáld biðr hins, að haldi
Höfðhverfingar gerva
enn við einurð sinni
afardrengi þó lengi!
Marts 1871.
Gísli Brynjúl/son.
Páll Sveinsson f 1874.
(kveðið við fregn um andlát lians).
Hættr er hönd að rjetta
hríðar- Páll um síðir
-lands, og bækr binda,
bókstörfum títt görva:
margr er góðr, þó ei greiðist
gæfan sling urn æfi:
Sveins nam mögr að mínu
mannviti það sanna.
Sumarið 1874.
Gísli Brynjúljson.
Brennivínshatturinn,
garnansaga eptir Hannes Hafstein.
Kvcld eitt í septembermánuði undir rökkur
gekk unglingsmaður suður hjá spítalanum á Akur-
eyri. fað hafði verið gott veður um daginn, kyrrt
og hlýtt, en seinni partinn fór að syrta til, og um
þetta leyti var farið að slíta úr honum nokkra
dropa, og var mjög rigningarlegt. Fáir voru úti,
en nokkrar stúlkur voru þó nýlega gengnar suður
fjöruna, og þó að þær væru allar með stór sjöl,
hafði samt sjezt, að þær voru prúðbúnar, því að þær
höfðu ekki getað stillt sig um, þótt dálitið ýrði, að
lypta við og við frá sjer sjölunum að framan eins
og stúlkum er títt, einkum þegar þær eru í spari-
fötunum, til þess að hagræða fellingunum á brjóst-
inu, sjálfum sjer til hæginda, og piltunum til
ánægju. Allt var kyrrt, nema ómur barst frá Bauk.
I>ar voru auk annara gesta nokkrir danskir hásetar
af haustskipunum að hressa sig, og tóku sjer fleiri
og fleiri bjóra, eptir því sem þeir sögðu af ergelsi yfir
| því hvað bjór gæti bæði verið dýr og vondur í einu.