Heimdallur - 01.06.1884, Blaðsíða 12

Heimdallur - 01.06.1884, Blaðsíða 12
I l < ( < breiddist yfir allt, og þar voru toppar á háum björkum eins og syndandi og í bylgjugangi undan storminum, sem sumstaðar hafði skafið dældir en sumstaðar þyrlað upp sköflum. Jeg stóð á borð- inu og sá menn fara á skíðum ofan frá okkur niður í dal, jeg sá Finna komaþjótandi með breindýr- unum sínum út úr Rörás-skógi niður fjöllin og upp eptir aptur til okkar. Sleðarnir rugguðu af og til, og jeg gleymi því aldrei, þegar lestin stöðvaðist loksins á húsinu og út úrhverjum sleða skreið skinnböggull, sem var þá lítill og fjörugur maður sem seldi hreindýra kjöt. Jeg hef heyrt, að Kviknidælir sjeu í seinni tíð orðnir menntaðir og liðlegir menn; en þá voru Kvikniþing eitt af þeim brauðum, sem einna verst orð ljek á í öllu landinu. þ>að var ekki svo langt síðan að einn presturinn hafði orðið að hafa með sjer skammbyssur til kirkju. Einu sinni þegar annar kom frá messu, fann hann öll búsgögnin sín brotin eða rifin eptir menn, sem höfðu verið svertir í framan, og konan hans, sem var ein heima, var hálfdauð af hræðslu. Brauðið hafði verið prestlaust í mörg ár, þegar faðir minn fjekk það, og það getur verið, að hann hafi fengið það einmitt af þessu; því að hann var haldinn maður til að andæfa í ofsaveðri. Jeg man vel eptir því enn, að einn laugardags- morgun var jeg að klifrast upp stigann upp í skrifstofuna hans pabba; jeg skreið á fjórum fótum, því að það hafði verið þvegið og stiginn var lagð- ur á eptir; en þegar jeg var kominn fáein skref, hrökk jeg niður aptur dauðhræddur við hark og gauragang uppi á skrifstofunni. þar hafði þá fær- asti maðurinn í sveitinni tekið að sjer að reyna að kenna þráa prestinum siði sóknarmanna, en sjer til skelfingar sá hann, að presturinn ætlaði nú fyrst að kenna honum sína siði. Hann kom svo út að hann datt ofan endilangan stigann, brölti svo á fætur og komst út fyrir dyrnar í fjórum stökkum. Kviknidælir vissu ekki annað enn að það væri prest- urinn, sem setti þeim þau lög, sem komu frá stórþinginu. pannig ætluðu þeir að banna honum að fram fylgja skólalögunum; þeir heituðust við hann og þeir fjölmenntu á fund skólanefndarinnar, til þess að banna allt með valdi. J>rátt fyrir þrá- bænir mömmu hafði hann farið þangað, og þeg- ar enginn þorði að hjálpa honum að skipta sókn- inni í skóla-umdæmi o. s. frv., gjörði hann það sjálfur eptir beztu vitund, en mannfjöldinn stóð ógnandi í kring; en þegar hann gekk burt með fundarbókina undir handleggnum viku þeir undan og enginn snerti hann. Menn geti nærri, hvað mamma varð glöð, þegar hún sá hann koma akandi heim, rólegan eins og alltaf annars. Svona hagaði til þar sem Bleikur fæddist. Hann var undan stórri rauðri hryssu úr Guðbrands- dölum, sem var yndi allra, sem sáu hana, — og fjörugum brúnum hesti utan úr fjörðum; einu sinni þegar menn voru á ferð með hryssuna á ókunnum stað, kom sá brúni hvíandi út úr skógin- um, stökk yfir gryfjur og girðingar og tók það, sem hans var, með elskunnar rjetti. Snemma var sagt um Bleik, að hann yrði sá traustasti hestur sem í minnum hefði sjezt þar norðurfrá, og af því að jeg var svo vanur sögum um kraptamenn og áflog, skoðaði jeg litla folaldið eins og gáfaðan lagsbróður. Hann var samt ekki alltaf góður við mig; jeg ber enn í dag ör fyrir ofan hægra eyrað undan hófunum á honum; en samt fylgdist jeg stöðugt með hryssunni og folaldinu, svaf hjá þeirn úti í haga og velti mjer milli fótanna á merinni, meðan hún var að bíta. En einu sinni hafði jeg elt þau of langt. þ>að hafði verið heittum daginn ogjeghafði sofnað inni í opinni hlöðu úti í skógi, en þangað höfum við víst öll farið til að komast í skugga, hryssan og folaldið höfðu haldið áfram, en jeg legið eptir. f>að var orðið áliðið, þegar fólkið, sem hafði kallað og leitað árangurslaust, kom heim með þau tíðindi, að jeg fyndist hvergi. f>að getur hver maður ímyndað sér, hvað foreldrar mínir urðu hræddir — allir út að leita, það var kallað út um allar engjar og skóga og leitað í lækjum og gjám — þangað til einhver loksins heyrði barnsgrát inni í hlöðunni, og þar fannst jeg í heyinu. Jeg var svo hræddur, að jeg kom lengi vel engu orði upp, því að það hafði stór skepna staðið og gónt á mig með eldlegum augum. f>að er ekki gott að segja, hvort mig hefur dreymt það eða það hefur í raun og veru verið svo — en víst er það, að fyrir nokkrum árum síðan vaknaði jeg við, að sjá þessa sömu skepnu standa yfir mjer. Bráðum fengum við Bleikur nokkra fjelaga: fyrst hvolp, sem kenndi mjer að stela sykri, og svo kött, sem einn góðan veðurdag gjörði vart við sig frammi í eldhúsi, án þess að nokkur ætti von á honum. Jeg hafði aldroi sjeð kött fyr; jeg hljóp

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.