Norðurljósið - 01.01.1912, Blaðsíða 2
2
Norðurljósið
Tvenskonar grundvöllur.
Um leið og þetta nýja blað
kemur jyrir almenn-
ings sjónir, œtlum
vjer að gera giögga
grein fyrir útkomu
þess og tilgangi. Ætl-
un þess er að
vera heimilisblað
til að frœða,
göfga og
| blessa
hvernein-
stakan á heim-
ilinu. Vjer vitum
vel að þessu há-
leita takmarki verð-
ur aldrei náð, nema
blaðið standi á kristi-
legum grundvelli.
Myndin á fyrstu blað-
síðu sýnir oss afdrif þeirra
tvaggja húsa, sem Kristur talar
um i fjallræðunni. Steypiregn og
vatnsflóð koma og stormar biása, og húsið,
sem á sandi er bygt, hrynur til grunna, en hitt
húsið, sem á bjargi er bygt, stendur stöðugt.
Mönnum veitir sjálfsagt hægra að byggja á sand-
inum, þvi þá þurfa þeir ekki að flytja bygging-
arefnið upp háu brekkuna. Ef tii vill er húsið á
sandinum enn þá fallegra en hitt, og það er fyrir-
hafnarminna að komast þangað. En þetta er að
eins á meðan sólin skín. Pegar til reynslunnar
kemur, sjest hvar best er að byggja.
Pess vegna viljum vjer byggja á bjarginu:
Krisii, fullvissir um, að hvorki vjer nje lesendur
vorir muni iðrast þess. „Alt sem er satt, alt sem
er sömasamlegt, alt sem er rjett, alt sem er hreint,
alt sem er elskuvert, alt sem er gott afspurnar,
hvað sem er dygð, og hvað sem er lofsvert“ —
er byggingarefni vort, svo vjer höfum nóg úr að
veija.
í hverju blaði er œtlast til að verði frœðigrein
um eitthvert skemtilegt efni, sem miðar til sannrar
mentunar; ein blaðsíða i hverju blaði verður not-
uð til að flytja greinar um heimilislækningar og
nauðsynlegar leiðbeiningar um, hvernig á að fara
rjetl með heilsuna; tvær eða fleiri úrvalsmyndir
verða hafðar í hverju blaði; í einum dálki verða
vanalega svör upp á fyrirspurnir frá lesendum,
um alt sem litur að andiegum eða siðferðisieg-
um málum og getur orðið til uppbyggingar. Öll-
um er velkomið að gera fyrirspurnir, og þeim
verður svarað, svo framarlega sem rúm leyfir.
Annars gerum vjer ráð fyrir að flytja greinar,
við og við, um heimsfrœga menn og viðburði, til
að svala þeim, sem þyrstir eftir sögulegum fröð-
leik. Einnig verður bent á atburði, sem eiga sjer
stað í þessu landi og i hinum mikla heimi, ef
það getur orðið til gagns.
Blað vort verður ekki fyrir áhrifum neins flokks,
hvorki i þjóðmálum nje trúmátum, og gerir sjer
far um að skilja alla og ræða um alt með still-
ingu. Pað er oss kappsmál að gera blaðið, að
þvi er snertir ytri frágang, jafnt sem hinn innri,
að hinu vandaðasta og eigulegasta blaði i landinu.
* Ht
*
Hið lága verð blaðsins (50 aurar fyrir árgang-
inn, — 12 iölublöð), er miðað við það, að kaup-
endur borgi fyrir fram. Annars hefði verðið hlot-
ið að vera 1 kr. Vonum vjer þess vegna, að menn
taki þvi vel að borga þessa litlu upphæð um leið
og þeir taka á móti þessu fyrsta tölublaði, ef
þeir annars vilja gerast kaupendur. Riistjórinn
ábyrgist útkomu hinna tólf tölublaða ár hvert,
ella endurborgar hann áskrifendagjaldið.
í nœsta tölublaði er ætlast til að verði grein
eftir Vilhjálm II., Þýskalandskeisara, ásamt
mynd af hans hátign, og í þriðja tölublaðinu
grein um þráðlausa firðritur) með mynd af
firðritunarstöð (innan) og skipinu sem hún er á.