Norðurljósið - 01.01.1912, Qupperneq 4
4
Norðurljósi©
hve djúpið er mikið, — Guð gefi að þeir fái að sjá
það, og að þeir gangi heldur á hina sönnu lífsins brú,
jesúni Krist!
Eflaust eru margir, er þekkja vel Forth-brúna og
sögu hennar, en sem hafa þó aldrei farið yfir hana.
Sömuleiðis eru margir, sem vita vel að Jesús Kristur
er sá eini vegur, er leiðir synduga menn til Guðs, en
sem hafa þó aldrei komið til hans eða þekt hann af
eigin reynslu, og falið sálu sína og sig alla hans stjórn-
andi hönd.
I’að kostaði afarmikið fje að leggja brú yfir Forth-
fjörðinn; en nú kostar það örlítið að fara yfir um í
hraðlest. Það kostaði Jesúm Krist meira en mannlegt
mál getur lýst, að opna oss veginn til Guðs, en nú
getur hver og einn sem vili komið til hans án verð-
skuldunar, og alveg eins og hann er. Engan rekur
hann í burt.
Spurningabálkur.
Ungir, kristnir menn spyrja oss oft, hverju eigi að
svara þeim mönnum, sem neiti sannleika biblíunnar.
Vjer viljum benda á svar Johns Wesleys. Ekki getum
vjer annað sjeð, en að það sje fullkomið og óhrekjandi
svar gegn vantrúarmönnunum.
1. Biblían er bók, og hafi Guð ekki verið frumkvöð-
ull hennar, hlýtur hún að hafa verið rituð af einhverjum
manni eða mönnum án yfirnáttúrlegrar aðstoðar.
2. Hún hlýtur að hafa verið rituð af góðum mönnum
eða þá vondum mönnum.
3. Sje framburður ritningarinnar ósannur, þá er hún
vond bók. I’ess vegna getur hún ekki verið rituð af
góðum mönnum. Það er óhugsandi, að góðir menn
gætu verið höfundar að jafn mikilvægum ósannindum
eins og biblían hefði inni að halda, ef hún væri ósönn.
4. Vondir menn hefðu hvorki viljað rita nje getað
ritað jafn góða bók og jafnvel vantrúarmenn kannast
við að biblían sje. 1 fyrsta lagi sökum þess, að það er
ómögulegt, að menn sem væru svo vondir, að þeir
gætu farið með þvílík svik og pretti, og sagt og ritað
jafn afskaplega lýgi eins og stendur í biblíunni (ef hún
væri ekki sönn), hefðu getað upphugsað jafn háleita
lífsheimspeki og svo fullkomna siðferðisreglu eins og
þar finst, eða búið til jafn lýtalausa og fullkomna sál,
íkíædda holdi og blóði, eins og Jesú Krist. I öðru
lagi: Jafnvel þó hægt sje að hugsa sjer, að vondir
menn hefðu verið færir um að rita biblíuna, þá er
það óhugsandi, að þvílíkir menn gætu haft nokkra á-
stæðu til að rita slíka bók, sem sakfellir þá nær því í
hverri línu fyrir illa breytni, og kennir jafnframt, að
vegurinn til þess að verða sæll sje sá, að standa á
móti öllum holdlegum ástríðum og tilhneigingum, og
að afneita sjálfum sjer og lifa rjettlátu og heilögu lífi
í Jesú Kristi.
5. Þar eð vjer getum ekki skilið, að góðir menn hafi
ritað svo vonda bók, nje heldur að vondir menn hafi
ritað svo góða bók, þá komumst vjer að þeirri niður-
stöðu, að biblían eigi ekki upptök sín hjá góðum
mönnum, og ekki heldur hjá vondum mönnum, það
er að segja, að hún eigi alls ekki upptök sín lijá
mönnum, heldur hjá Guði, og það á þann hátt, er
hún skýrir sjálf frá.
Dr. Pentecost.
„Jeg þekki þana ekki!“
Falleg, ung kona í New-York hafði verið úti að
ganga snöggvast, og þegar hún kom heim aftur, sá
hún með skelfingu að húsið stóð i loga. Hún þaut í
gegn um slökkviliðið og fór inn í brennandi hús-
ið, til þess að bjarga barni sínu, sem lá sofandi inni.
Henni tókst það, en brendi sig hræðilega á andlitinu.
Fyrsta sinn er hún leit í spegil, eftir að henni batnaði,
hrylti hana við að sjá, hversu hún var afmynduð, en
hún huggaði sig við að hugsa um það, hversu mikils
litla stúlkan mundi meta sjálfsfórn móður sinnar, þeg-
ar hún yrði svo gömul, að hún gæti skilið það.
Barnið óx og varð undurfalleg stúlka, eins og hún
átti kyn til, og var í miklu áliti hjá vinum sínum. Einn
dag fóru mæðgurnar í skemtiför á skipi, og stúlkan
fann marga kunningja, sem hún skeinti sjer með. Hún
var að spjalla við þá um hitt og þetta á þilfarinu, þegar
móðir hennar kom upp frá farþegarúminu — þar sem
hún hafði verið ein — til þess að tala við dóttur sína.
Þegar hún nálgaðist hópinn, spurði einn ungur, kátur
piltur stúlkuna: »Hver í ósköpunum er þessi hræðilega
vera, sem þarna kemur?« Stúlkan roðnaði, en svaraði
dræmt og lágt: „Jeg þekki hana ekki.“
Það var lágt, en móðirin heyrði það samt, og hið elsk-
andi hjarta hennar var sundurkramið af vanþakklæti
dóttur hennar, er hún hafði fórnað svo miklu til að
frelsa.
Manni blöskrar að heyra slíkt; en hafa þeir breytt
betur, sem kannast ekki við Jesúm Krist? »Ásýnd hans
var afskræmd framar en nokkurs manns« (Esa. 52. 14)
til að frelsa oss frá hegningu syndarinnar. Hvernig
höfum vjer sýnt þakklæti vort?