Norðurljósið - 01.01.1912, Page 5
Norðurljósid
5
Heimilislœkningar.
í þessu landi, þar sem oft er langt að leita læknis, og þar sem óveður teppir oft ferðir, er hætt við þvi, að
menn vanrœki að nokkru leyti minniháttar sjúkdóma, og láti þá eiga sig. Reynslan sýnir að þvi er þannig
farið, og að það hefir oft og tíðum illar afleiðingar, eins og gefur að skitja. Þess vegna er enn þá meiri
nauðsyn á þvi, að menn hafi vit á heimilislœkningum hjer á landi, heldur en i þeim löndum, þar sem sam-
göngurnar eru fulikomnari, og hægt er að ná i lœkninn fljótlega, þegar þörf er á. Þar hafa menn einnig
völ á fleiri en einum lœkni, ef sá, sem þeir leita, er að heiman, eða er veikur, eða ójœr aj öðrum ástœðum,
sem ekki er unt á mörgum stöðum hjerlendis.
Sem heimilisbtað vill „Norðurljósið“ ekki að eins stuðla að þvi, að menn hafi heilbrigða sál, heldur lika
að sú sál búi i heilbrigðum likama, og œtlar það að flytja greinar um alt það, sem mönnum er nauð-
synlegt að vita og óhætt að gera að lœkningum, og sem þeim getur stafað hœtta af að vera fáfróðir um. Það
er langt frá œtlun vorri, að þessar leiðbeiningar komi að öliu leyti i staðinn fyrir lœknisráð, heldur eru þœr
gefnar til þess, að menn viti betur hverníg þeir eiga að fara með líkama sinn, og til þess að þeir geti gripið
til góðs ráðs, þegar á liggur, og á meðan lœknirinn er sóttur. Til eru bœkur, sem leiðbeina mönnum um þessi
efni, en þœr eru ekki metnar eða notaðar eins og þœr eiga skilið, enda eru þœr óviða til.
Kvefsótt.
Af því að kvefsótt er svo algeng nú um tíma, viljum
vjer nota tækifærið til að gefa fáeinar leiðbeiningar við-
víkjandi henni.
Þótt hún sje stundum svo væg, að menn taki varla
eftir henni, getur hún verið svo vond, að menn verði
aldrei lausir við afleiðingar hennar. Það er því óskyn-
samlegt að vanrækja kvef.
1. Það er hægra að afstýra kvefi, en að lækna það,
er menn hafa fengið það. Ohætt er að fullyrða, að sú
besta vörn gegn kvefi er að baða sig úr köldu vatni í
svo sem hálfa mínútu eða jafnvel minna hvern morg-
un undir eins og menn fara á fætur, þurka sig með
grófu handklæði og gera nokkrar líkamsæfingar. Þeir,
sem þetta gera með reglu, fá nærri því aldrei kvef, og
þó þeir kynnu að fá það, verður það mun vægra en
annars mætti búast við. Heilsan yfir höfuð hefir mikið
gagn af þessum böðum, og þau verða með tímanum
svo hressandi og ánægjuleg, að menn vilja með engu
móti missa þau nema nauðsyn þvingi. Jeg þekki menn,
sem bætt hafa heilsuna stórum, þegar þeir gerðu þessi
böð að daglegum vana. En það eru ekki allir, sem
geta þolað þau, og merki þess, að þau sjeu ekki að
gagni, eru þau, að manni verður kalt, jafnvel þó hann
sje búinn að þurka og nudda sig vel. Þá ætti maður
að bleyta sig ofan að mitti snöggvast úr köldu vatni,
með njarðarvetti, og nudda sig vel á eftir með grófu
handklæði og gera líkamsæfingar (gymnastik). Bæði
karlar og konur ættu að nota þessi böð ef hægt er.
Það ætti ékki að þurfa að geta þess, að menn mega
ekki byrja á slíkum böðum á meðan þeir eru kvefað-
ir; böðin eru að eins vörn.
Annars er áríðandi að menn klæði sig nógu hlýlega,
hafi góða skó, hafi fataskifti ef fötin verða blaut, eink-
um sokkar, og standi ekki kyrrir í kulda, þegar menn
eru orðnir sveittir.
2. Undir eins og maður hefir ástæður til að ætla, að
honum sje hætt við að fá kvef, á hann að taka inn tvo
kamfórudropa í sykurmola, þrisvar eða fjórum sinnum,
með fimtán mínútna millibili, ef þeir eru við hendina.
Þessir dropar gagna Iítið, ef þeir eru ekki teknir inn
tímanlega. Ef það reynist of seint að taka fyrir
kvefið með þessu móti, á maður að drekka einn eða
tvo kaffibolla af mjólk eða tei, eins heitt og hann
þolir, og fá sjer fótabað, svo heitt sem hann þolir.
Það er gott að láta teskeið af mustarði í vatnið. Þá
fari hann að hátta og bæti dálitlu við rúmfötin, til
þess að hann svitni. Næsta morgun verður líklega ekk-
ert orðið úr kveíinu.
Oft er það ekki hægt að fara á þessa leið með
börn, en þegar barn virðist vera kvefað og hefir mik-
inn hita, eiga menn æfinlega að láta barnið í hlýtt
rúm og hafa tvær stórar flöskur af heitu vatni, aðra
við fætur og hina við hlið barnsins, meðan verið er að
vitja læknisins. Þessi aðferð hefir frelsað líf margra
barna. Þess verður að gæta, að ullarstykki eða því um
líkt sje vafið um flöskurnar, til þess að hitinn skaði
ekki hörund barnsins, ef það kemur við þær. Flösk-
urnar springa ekki, ef menn skola þær fyrst innan
með heitu vatni, og vatnið sem látið er í þær er ekki
alveg sjóðandi.
Það er auðvitað hægt að hjálpa mönnum með með-
ulum gegn kvefi, en vjer ætluin að láta þetta nægja
að þessu sinni, þar sein vjer höfum bent á hið helsta,
sem mönnum er óhætt að gera. Ef kvefið er vont eða
langvint, er nauðsynlegt að leita læknishjálpar.