Norðurljósið - 01.01.1912, Page 6
6
Norðurljósið
Molar frá borði meistarans.
(Á þessari blaðsíðu verða jafnan fluttar uppbyggilegar
greinar fyrir trúaða.)
Persónuleiki Heilags Anda.
Eftir Dr. Torrey.
Persónuleiki og guðdómleiki Heilags Anda er ein-
hver hinn helsti lærdómur kristinnar trúar. Þessi
lærdómur hefur afarmikla þýðingu fyrir guðs-
dýrkun vora af þessari ástæðu. Ef Heilagur Andi
er guðdómleg vera, og honum ber þess vegna til-
beiðsla vor, trúnaðartraust og kærleikur, en vjer könn-
umst ekki við þetta, þá rænum vjer guðdómlega vertt
þeirri tilbeiðslu, kærleika og trúnaðartrausti, sem hún
á skilið frá vorri hálfu.
En lærdómurinn um persónuleika Heilags Anda hef-
ur hina mestu þýðingu, einnig af verklegum ástæðum.
Ef vjer gerum aðeins grein fyrir Heilögum Anda sem
ópersónulegu afli eða áhrifum, þá hlýtur hugsun vor
ávalt að vera sú: Hvernig get jeg öðlast þenna heilaga
anda, og notað hann? En ef vjer gerum grein
fyrir honum, eins og ritningin gerir, sem guðdómlegri
veru, óendanlega viturri, heilagri og blíðri veru, þá
hlýtur umhugsunarefni vort sífeldlega að vera: »Hvern-
ig getur Heilagur Andi náð hjarta mínu á sitt vald
og notað mig?^ Er ekki mikill munur á því, að yrm-
lingurinn noti Guð til þess að »sundur þreskja fjöllin<?,
eða að Guð noti yrmlinginn til þess að gera það? (Sbr.
Esa. 41. 14—15.) Fyrra hugtakið er lágt og heiðinlegt,
og ekki verulega frábrugðið hugtaki villumannsins i
suðurálfu, sem þykist ætla að nota goð sitt til að fram-
kvæma sinn vilja. En seinna hugtakið er háleitt og
kristilegt. Ef vjer hugsum oss Heilagan Anda aðeins
sem einskonar kraft eða áhrif, verður hugsun vor:
»Hvernig get jeg fengið meira af Heilögum Anda?«
En ef vjer hugsum um hann sem guðdómlega veru,
verður hugsun vor þessi: »Hvernig getur Heilagur
Andi fengið meira af mínu hjarta?« Fyrri hugniyndin
miðar að því, að upphefja sjálfan sig; hin síðari miðar
að auðmýkt og sjálfsafneitun. Ef vjer hugsum oss
Heilagan Anda aðeins sem guðdómlegan kraft eða á-
hrif, og þykjumst svo hafa meðtekið Heilagan Anda,
þá er oss hætt við að álíta, að vjer sjeum meiri eða
betri en aðrir kristnir menn. En ef vjer hugsum
oss Heilagan Anda, eins og ritningin gerir grein fyrir
honum, sem guðdómlega veru eilífrar hátignar, sem
lítillækkar sig þó til að dvelja í hjörtum vorum og að
taka á sig stjórn lífs vors, þá mun þessi hugmynd
leggja oss í duft auðmýktarinnar og leiða oss til að
»framganga í lítillæti fyrir vorum Guði« (Mikka 6. 8.)
Það er afaráríðandi, frá verklegu sjónarmiði, að vjer
þekkjum Heilagan Anda sem verulega persónu. Fjölda
margir geta vitnað um þá miklu blessun, sem hefur
streymt í hjarta þeirra, þegar þeir öðluðust þekkingu
á Heilögum Anda sem lifandi, guðdómlegum, ætíð ná-
lægum einkavin og leiðtoga.
Það eru aðallega fjórar sannanir fyrir því, að Heil-
agur Andi sje persóna.
I. Heilögum Anda eru tileinkuð í ritningunni öll þau
einkenni, sem bera vott um persónuleika.
Hver eru þau einkenni, er bera vott um persónu-
Ieika? Þekking, tilfinning og vilji. Vera sú, er þekkir,
finnur til og hefur vilja, er persóna. Þegar sagt er, að
Heilagur Andi sje persóna, skilja sumir það þannig,
að hann hafi hendur, fætur og augu, og því um Iíkt,
en þetta eru merki, sem bera vott um líkamlega til-
veru en ekki um persónuleika. Þegar sagt er, að Heil-
agur Andi sje persóna, er átt við, að hann sje ekki
einungis áhrif eða kraftur, sem Guð veitir oss, heldur
að hann sje véra, er hefur vit, tilfinningu og vilja.
Þessi þrjú einkenni, — þekkingin, tilfinningin og
viljinn, — eru tileinkuð Heilögum Anda á mörgum
stöðum í heilagri ritningu.
Þekking hans.
Það stendur í 1. Kor. brjefi 2. kap. 10,—11. versi:
»En oss hefur Guð opinberað hana fyrir andann; því
að andinn rannsakar alt, jafnvel djúp Guðs. Því að
hver meðal manna veit hvað mannsins er, nema andi
mannsins, sem í honum er? Þannig hefur heldur eng-
inn komist að raun um hvað Guðs er, nema Guðs
andi«. Á þessum stað er þekking tileinkuð Heilögum
Anda. Hann er ekki aðeins ljósgeisli, sem rennur upp
fyrir oss, heldur vera, sem rannsakar »djúp Guðs« og
sem kennir oss það, sem hann veit sjálfur. (Frh.).
Það er einn mikill atburður, sem dregur að sjer meiri
athygli hvern dag en sólin, tunglið og stjörnurnar gera
á himinbraut sinni. Þessi atburður er — dauði Drott-
ins vors Jesú Krists. Allir heilagir, sem lifðu fyrir Krists
burð, horfðu fram til þessa atburðar, og trúaðir menn
hafa ávalt síðan horft á krossdauða Krists. Englarnir á
himni hafa hugann sífeldlega fastan við hann, því post-
ulinn segir, að »inn í þetta (»um píslir Krists og dýrð-
ina þar á eftir«) fýsir jafnvel englana að skygnast.« (I
Pjetur 1. 12). Ótal endurleystir menn festa augu sín á.
Kristi, og hinar mörgu þúsundir pílagríma, sem fara í
gegn um þenna táranna heim, finna ekkert hærra tak-
mark trúar sinnar, ekkert sem þeir þrá jafnheitt og að
sjá Krist eins og hann er, og hafa samfjelag við hann
augliti til auglitis. Já, vissulega erum vjer margir sam-
huga, þegar vjer snúum augum vorum að Golgata.
(C. H. Spurgeon.)