Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1912, Page 7

Norðurljósið - 01.01.1912, Page 7
Norðurljósið 7 »*'»»■»•» *• >• •••••»- Hvert verk ber vott um mikilleika þess, sem hefir unnið það, hvort sem það er hugvitsverk eða gert af líkamlegum krafti. Þannig minna fjöilin, árnar og höf- in oss á hinn dýrlega kraft Skaparans. En þegar vjer látum hug vorn dvelja við það, sem er fyrir ofan jörð- ina, þá rekur oss í roga-stans. Þegar Job x fornöld talaði um mikilleika Ouðs, sagði hann: »Hann skóp Vagnstirnið, Oríón og Sjöstjörnuna« 0ob 9. 9), — og aftur er ritað í sömu bók: »Oetur þú þrengt sjöstirnisböndin, eða fær þú leyst fjötra Órí- óns? Lætur þú stjörnumerki dýrahringsins koma fram á sínum tíma og leiðir þú Birnuna (það er Vagnstirn- ið) með húnum hennar? Þekkir þú lög himinsins eða ákvéður þú yfirráð hans yfir jörðinni?« (Job 38. 31—33.) Þegar Davíð konungur athugaði þessa hluti, sagði hann: »Þá er jeg horfi á himininn," verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað, — hvað er ,þá maðurinn þess að þú minnist hans og mannsins barn að þú vitjir þess?« (Sálm. 8. 4—5.) Látum oss, ásamt Job, Davíð og öðrutn, horfa á himininn og alla þá hnetti, er Ouð hefir skapað. Jörð þessi, sem vjer lifum á, er um 8000 rnílna (enskra*) í þvermál og um 25,000 mílna ummáls. Eftir mannlegum hugsunum að dæma er hún mjög stór, af því að það eru enn margir staðir, sem menn hafa aldrei sjeð, eða farið um, enda þótt þeir hafi lifað á henni nærri því í 6000 ár. En ef hún er borin sarnan við hinn mikla alheim Ouðs, þá er hún ekki nema ör- lítill depill. Sá fyrsti hnöttur, sem vekur athygli vora, er náttúr- lega tunglið, vegna þess að það er næst oss. Það er ekki nema í 238,000 mílna fjarlægð við oss, og snýst hringinn í kring um jörðina einu sinni á mánuði. Það er að eins um 2,100 mílna ummáls, en virðist vera svona stórt, vegna þess að það er nær oss en aðrir himin- hnettir. Jörðin er ein þeirra mörgu hnatta, er nefnast reiki- stjörnur (plánetur) og snúast í misjafnri fjarlægð í kring um sólina. Þær heita Merkúríus, Venus, jörðin * Hjer er jafnan talað uin enskar mílur. Ein ensk míla er um Vs úr danskri mílu okkar, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Júpíter er 1,300 sinnum stærri en jörðin, og hefir átta tungl, er fara öll í hringferð í kring um hann. Satúrnus er 1,200 sinnum stærri en jörðin og hefir einkennileg- an hring nm sig og tíu tungl. A milli Mars og Júpíter eru hátt á sjöunda hundrað minniháttar reikistjörnur, er nefnast »asteroider« (stjarnalíki). Sumar þeirra eru að eins 20 mílur í þvermál, en þær hafa hver um sig sjálfstæða braut í kring um sólina. Auk þessara stjarna eru líka halastjörnur, sem hafa aflangar brautir í kring um sólina, og fara langt út í geiminn. Allar þessar stjörnur, halastjörnur og tungl eru sólkerfið vort, með sólinni í miðju. Sólin er 93,000,000 mílna frá jörðunni, og virðist ekki þaðan að sjá vera mikið stærri en tunglið, en er í raun og veru 865,000 mílna í þvermál, og er hulin Ioga, sem leiftrar stundum 200,000 mílna frá yfirborðinu. Mönnum er nærri því ómögulegt að gera sjer hug- mynd um, hve feiknastór sólin er. Hún er 1,200,000 sinnum stærri en jörðin. Setjum svo, að sólin væri hnöttur sem holur væri innan, og að yfirborðið væri að eins þunn skel, og að jörðin væri látin í miðju hnattarins. Hvar myndi tunglið vera þá? Það yrði innan í sólinni, langt frá yfirborðinu. Menn þyrftu þá að fara 238,334 mílur frá jörðunni til tunglsins og þaðan 194,166 mílur áfram til að ná í yfirborð sólar- innar. Og þó hefðu menn ekki farið nema um helm- ing þvermálslengdar sólarinnar! Fastastjarnan, sem er næst sólinni, heitir Alfa Sentári (Alpha Centauri) og er 25,000,000,000,000 (tuttugu og fimm biljónir) mílna frá jörðunni. Polaris (norðurstjarn- an) er í 276,000,000,000,000 (tvö hundruð sjötíu og sex biljón) mílna fjarlægð, en Arktúrus er 1,086,000,000,000,000 (eitt þúsund áttatíu og sex biljónir) mílna í burtu. Arktúrus er hin stærsta stjarna, sem menn þekkja. Sagt er, að hún sje 1,000,000 sinnum stærri en sólin. Hún hraðar sjer svo um geiminn, að hún fer 400 mílur á hverri sekúndu, en fjarlægð hennar frá oss er svo mikil, að Adam, fyrsti maðurinn, þó að hann hefði verið stjörnu- fróður, og gæti lifað aftur nú — gæti ekki sjeð, að Arktúrus væri búinn að skifta stöðu um hænufet í öll þessi ár.

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.