Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1912, Qupperneq 8

Norðurljósið - 01.01.1912, Qupperneq 8
s Norburljósið Vanalegar tölur reynast of óhandhægar til þess að þær verði ætíð notaðar í stjörnufræði, og menn hafa þess vegna fundið upp betri aðferð til þess að lýsa þessum miklu fjarlægðum. Menn hafa sannað, að ljós- geislar fara 186,000 mílur á sekúndu, það er 11,160,000 mílur á mínútu, eða um 6,000,000,000,000 (sex biljónir) mílna á ári. Þetta nefnist »ljós-ár«, sem er vegalengd- in, sem ljósgeisli fer á einu ári, og þetta heiti er not- að, þegar menn ætla að gera grein fyrir fjarlægð stjarn- anna. Eftir þessu er Alfa Sentári í 4>/2 ljós-ára fjarlægð, því Ijósgeislar frá þeirri stjörnu ná ekki til jarðarinnar fyr en 4V2 ári eftir að þeir fóru frá henni. Pólaris er í 46 ljós-ára fjarlægð, og Arktúrus er 181 ljós-ár í burtu. Fáir núlifandi menn hafa sjeð Ijósið, sem fór frá Pólaris þegar þeir fæddust, og enginn hefir sjeð Ijósgeislana, sem fóru frá Arktúrus þegar hann fæddist. Þegar menn horfa upp til þessarar stjörnu, þykjast þeir sjá ljósið streyma frá henni, en Ijósið, sem þeir sjá, hefir verið 181 ár á leiðinni! Það er ekki nema eðlilegt, að lesandinn fari að spyrja: »Hvernig geta menn ákveðið fjarlægð stjarn- anna?« Menn gera það með því að gæta nokkurra vissra regla, sem einkenna þríhyrninga; ef menn vita stærð tveggja horna og lengd einnar hliðar þríhyrn- ingsins, þá geta þeir ákveðið Iengd hinna hliðanna og stærð þriðja hornsins. Þannig geta tveir stjörnu- fræðingar, sinn hvoru megin á jörðinni (t. d. annar í Englandi og hinn í Ástraliu), mælt, með hinum naému verkfærum sínum, hornið, sem ímynduð lína frá þeim til stjörnunnar myndar með ímyndaðri línu á milli stöðvanna. Þeir vita að þessi lína er um 8,000 mílur á lengd, og þá vita þeir nóg til þess að geta reiknað út fjarlægð stjörnunnar frá jörðinni. En þegar um lengri fjarlægðir er að ræða, er 8,000 mílur sama sem ekkert, og hornið er alveg eins á báðum stöðvum. Þá nota menn aðra aðferð. Þeir skoða stjörnuna í sjónpípum sínum og ákveða hornin með hinum nákvæmustu verk- færum sínum. Þá bíða þeir hálft ár, eða uns jörðin hefir farið hálfa leið í kring um sólina, og ákveða hornið aftur; þá er jörðin 186,000,000 mílna frá þeim stað, sem þeir ákváðu fyrra hornið. Þá hafa þeir línu, 186,000,000 mílna langa, og tvö horn, og af þessu geta þeir reiknað út fjarlægð stjörnunnar, ef hún er ekki of langt frá. Það er að eins hægt að ákveða fjarlægð 100 stjarna með þessu móti. Hinar eru allar of langt frá; 186,000,000 mílna eru sem ekki neitt í samanburði við fjarlægð þeirra! Þó geta menn sjeð með berum augum frá 3000 til 5000 stjörnur á himninum. Með því að taka ljósmynd með sjónpípum hefir mönn- um tekist að telja um 600,000,000 stjarna. Því fullkomnari sjónpípur sem menn finna upp, því fleiri stjörnur finna þeir, og það er þess vegna mjög líklegt, að það sjeu ótel- jandi fleiristjörnur,semmenn hafaaldrei sjeð eðavitað um. Og sá, sem skapað hefir alt þetta, er Ouð, vor Guð! »Þá er jeg horfi á himininn ... hvað er þá maðtirinn ?« »Sjá, þjóðirnar eru sem dropi í vatnsskjólu og metnar sem ryk á vogarskálum. . . . Allar þjóðir eru sem ekk- ert fyrir honum, þær eru minna en ekki neitt og hje- gómi í hans augum.c. (Esa. 40. 15—17.) Ef þær 1,500,000,000 manna, sem til eru í heiminum, eru minna en ekki neitt fyrir honum, hvað er þá einn einasti maður? En sjáum livað andi Ouðs segir í skáld- inu: »Hvað er þá maðurinn þess að þú minnist hans og mannsins barn að þú vitjir þess?<- Þessi mikli Guð minnist manns. Maðurinn er ekki tómt hold og blóð; hann hefir anda. Hann getur hugsað, hann hefir skyn- semi, hann hefir vilja. Þess vegna minnist Ouð hans. Maðurinn er dýrmætur, því hann hefir sál, sem lifir um aldir alda. Og Guð minnist mannsins og hefir fyrirbúið hjálpræði sitt öllum þeim, er vilja aðhyllast hann. Hann opinberar sig sem kærleiksríkur frelsari, er vill gera mennina hólpna; en hann ræður sjálfur hvernig hann gerir það. »Yðar vegir eru ekki mínir vegir, segir Drottinn; heldur svo miklu sem himininn er hcerri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðrum vegum« (Esa. 55. 8—9). Ritningin sýnir oss að Guð frelsar þá sem frelsast vilja, á þann hátt sem gerir minst úr stærilæti mann- anna, og minnir þá ætíð á það, hve mikið þeir eru komnir upp á hann. f persónu Jesú Krists, sem er »,fylling hans sem fyllir alt í öllum«, tók hann á siglá- byrgð fyrir syndir vorar, og nú lýsir hann því yfir, að »alt er fullkomnað*, og að hver sem vill megi fá fyrir- gefningu synda sinna vegna friðþægingar Jesú Krists; en þeir, sem vilja það ekki, verða sjálfir að |bera á- byrgðina af að vera ósáttir við hinn mikla skapara allra hluta. Hvílík náð, að Guð, skapara himingeimsins tungl- anna og stjarnanna, langar til þess að vitja vor og að dvelja í hjörtum vorum! J^ORÐURLJÓSIÐ kemur út einu sinni á mánuði, og verður 96 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 50 aura og borgist fyrir fram. Menn mega senda útgefandanum verðið í óbrúkuðum frímerkjum. Ritstjóri og útgefandi: ýtrfhur Gook, Akureyri. (Afgreiðslumaður blaðsins á ísafirði er hr. James L. Nisbet.) Menn eru beðnir að gæta þess, að enginn hefir rjett til að taka á móti áskrifendagjöldum fyrir »Norðurljós- ið«, nema hann sýni kaupendum skriflega heimild frá ritstjóranum eða James L. Nisbet á ísafirði. Prentsmiöja Odds Björnssonar, Akureyri.

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.