Norðurljósið


Norðurljósið - 01.04.1913, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.04.1913, Blaðsíða 2
26 Norðuri.jósið ist að minnast á ritningarorðin: „Meiri elsku hcjir enginn en þá, að hann láti lif sitt fyrir vini sína." Heimurinn er hrifinn af framkomu Oates, sem vissi, að hann gat ekki lengi lifað, og vildi því fórna sjer, svo að hinir gætu átt frekari von um að komast af. En hversu miklu meir eiga menn að verða hrifnir af kær- leika Krists, sem fórnaði sjer til þess að bjarga, jafn- vel óvinum sínum. Og það var ekki af úrræðisskorti, því að hann sagði: Ænginn tekur líf mitt af mjer, heldur læt jeg það sjálfviljulega. Jeg hefi vald til að láta það og vald til að taka það aftur.« (Jóh. 10. 18.) Hann gekk út í dauðann, svo að vjer gætum náð heim í himnaríki. Sjálfsfórn Oates kom, því miður, að engu haldi, en fórn Jesú Krists getur eilíflega frelsað hverja sál, sem á hann trúir. Aftur sjáum vjer mynd af kærleika Krists í því, að þeir fjelagar vildu ekki yfirgefa Evans og Oates, sem orsakaði það, að þeir náðu ekki forðabúri sínu. Held- ur en að sleppa mannkyninu á hrakför sinni, gaf Jesús sjálfan sig, og nú sleppir hann aldrei þeim, sem hafa slegist í för með honum. ^thugasemdir ritstjórans. »NorðurIjósið« þakkar mjög vel öllum áskrifendum og útsölumönnum, sem hafa sent gjaldið fyrir þenna árgang skilvíslega. Er ánægjulegt að sjá, hve margir sjá sóma sinn í því að standa í skilum, þrátt fyrir alt það, sem sagt er um óskilvísi blaðakaupenda hjer á landi. Að vísu eru enn þá nokkrir eftir, — í miklum minni hluta þó, — sem ekki hafa greitt gjaldið, en til geta verið orsakir, sem hafa valdið drættinum, og jeg á enn þá von um að þeir geri skil fljótlega. »Norður- ljósið« á nú marga góða vini út um landíð, sem vinna að útbreiðslu þess af hlýjum hug, enda þarf það á þeim öllum að halda. Hvetur það hjer með alla les- endur að reyna að útvega, þótt ekki væri nema einn nýjan áskrifanda. Tilboð mitt um verðlaun fyrir þá, sem útvega 5 nýja áskrifendur, (sbr. greinina: »Kosta- boð« í 11. tbl. f. á.) stendur enn, en þeim, sem hjer á eftir útvega 1, 2, 3 eða 4 áskrifendur, verða send rit eða spjöld fyrir 10, 20, 30 eða 40 au. í þakklætisskyni. Mig langar innilega til að stækka blaðið um næstu áramót, og hafa margt nýtt í því, t. d. kvæði með nýjum lögum, lengri söguro. fl. Hvort þetta reyn- ist alt loftkastalar og ekkert meira, er að miklu leiti undir kaupendunum komið, og því að nokkru leyti komið undir þjer, góði vinur minn, sem heldur blaðinu nú í liöndum þjer! Sumir hafa beðið afsökunar á því, að þeir hafa ekki Setað sent borgun fyrir blaðið / frimerkjum. Mjer kem- ur það ekkert betur að fá frímerki í staðinn fyrir pen- inga. Menn mega gera það, ef það er þeim þægilegra,. en fyrir mitt leyti kemur það mjer betur að fá silfur en ekki frímerki. 50 aura í frímerkjum er sama sem 48 au. í peningum, þvi að jeg get keypt frímerkin (í heilum örkum) á pósthúsinu með 4 % afslætti. Ef hvert einasta blað væri borgað i frímerkjum, myndi jeg því tapa nær 80 krónum. Aðrir kaupendur hafa beðið niig um að senda sjer kvittun fyrir áskrifendagjaldi sínu. Ef jeg ætti að senda öllum þeim kvittun, sem fá blaðið sent beint til sín, myndi það kosta nokkur hundruð króna á ári, auk mikillar tímaeyðslu. Þar sem gjaldið er svo lítið, er ekki sanngjarnt að eyða Vs parti af því í að senda kvittun. Alt er nákvæmlega og samvisku- samlega innfært hjá mjer, undir eins og hver póstur kemur, og menn vita að jeg hefi fengið borgunina, þegar blaðið er sent þeim reglulega. Vilja þeir útsölumenn, sem kunna að hafa afgangs óskemd blöð af fyrri árgangi, gera svo vel að endur- senda þau, á minn kostnað? * * * Það er sjaldan, að jeg hefi lesið eins góða grein um »Kristilegt uppeldi barna« eins og stendur í síðasta »SkólabIaðinu« (4. tbl. þ. á.) Er oft margt gott í því blaði, sem fleiri hefðu gott af að lésa en kennarar. Jeg man sjerstaklega eftir einni ágætri grein frá í fyrra um »bænalestur«, sem sýndi glögglega fram á það, að nauðsynlegt er að kenna börnum að biðja með eigin orðum, en ekki að þylja sömu bænirnar ár eftir ár, svo að bókstaflega ómögulegt sje að hugur fylgi máli. Oreinin í síðasta »SkóIab!aðinu« gefur þeim ágætar Ieiðbeiningar, sem eiga að kenna börnum kristindóm. Hún byrjar vel: „Gerið börnin að sönnum Guðs börn- um og góðum lærisveinum frelsarans, þá verða þau að sönnum mönnum um leið. »Vjer verðum þá að vera orðnir sönn Guðs börn sjálfir.« Best er það, vissu- lega . . . Leiðum börn vor til frelsarans, svo snemma sem vjer getum, þá leiðum vjer sjálfa oss um leið til hans. Barnanna trú á hann styrkir vora trú.« Um pisl- arsöguna segir í greininni: »Ekkert í ritningunni er betur hagað fyrir börn en einmitt hún. Um sannleika hennar efast enginn. »Því var farið svona með hann?« spyrja börnin þá stundum.« Þetta er nákvæmlega rjett, og jeg hefi oft reynt það, að börn skilja furðu vel kenninguna um friðþægingu Krists og elska hann þess vegna af heilum hug. Það er eitt af því, sem oft er hulið »fróðum mönnum og spekingum* en »auglýst smælingjum.« í seinni hluta greinarinnar er talað um »fyrirmynd- ina«, sem kennararnir eiga að vera. *Um fram alt, elska biblíuna, þykja vænt um biblíusöguna . . • Ætlist ekki til að börnin elski biblíuna, ef ykkur sjálf-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.