Norðurljósið


Norðurljósið - 01.04.1913, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.04.1913, Blaðsíða 6
30 Norðurljósið Molar frá borði meistarans. (Á þessari blaðsíðu verða jafnan fluttar uppbyggilegar greinar fyrir trúaða.) Þýðing dauða Jesú fyrir mannkynið. Fyrir nokkrum árum fjekk jeg brjef frá ónafngreind- rnn manni, og var jeg þar beðinn um að gefa »nákvæma skýringu yfir það, hvaða þýðingu dauði Jesú sjerstak- lega hefði haft og hafi fyrir mannkynið.« Jeg svaraði þegar með smáriti, en það voru þó ekki svo mörg eintök prentuð af því, að nægði til að senda ritið út víðsvegar, og hafa tiltölulega fáir fengið það í hendur. Af því að spurning þessi er afarmikilvæg, álít jeg þarft að láta svarið við henni komast til svo margra lesenda sem hægt er, og í því skyni set jeg það í »Norðurljós- ið«. Bið jeg þá fáu menn, sem kunna að hafa lesið það áður, að misvirða það ekki, enda hafa nokkrir þeirra skrifað mjög hlýlega um þessa tilraun til að svara spurningunni. Brjefritarinn skrifar, meðal annars: »í lærdómskveri mínu stendur svohljóðandi grein: »Þá er Jesús gekk út í pínuna, tókst hann á hendur æðstaprestsembætti sitt, sem er í því fólgið, að hann færði algilda fórn fyrir syndir allra manna. Með því að þola kvalir Og dauða, hefir hann fórnað sjálfum sjer, saklatis þolað hegningu fyrir oss seka og friðþægt oss við Guð.« Hvernig getur þessi Jesú fórn Iinað á hegningu vorri?« Svarið hljóðar eins og segir hjer á eftir. ftjtstj 1. Það er afaráríðandi, að menn skilji þetta háleita efni, en það hefði staðið langt fyrir ofan skilning allra manna, ef Guð hefði ekki af náð sinni gefið oss mjög einfalt dæmi, til þess að vjer gætum áttað oss á því. Hann útvaldi Gyðingana úr öllum öðrum þjóðum, og setti þeim sjerstakar regiur og guðsþjónustu þeirra; ætlaði hann hana til þess að gera mönnunum síðar Ijósa og skiljanlega kenninguna um endurlausn fyrir bloð Krists, enda hefðu þeir alls eigi getað skilið hana án þess. »Æðstaprestsembætti«, »fórn«, »friðþæging«, »blóð« — þetta eru alt' orð, sem litla eða enga þýðingu hefðu haft fyrir oss, ef oss hefði verið meinað að þekkja guðsþjónustugerð Gyðinga. Þessi orð lýsa hugmyndinni, sem Guð hefir notað til þess að kenna oss sannleikann um endurlausnarverk Krists. Fyrir þessa sök hefir hann varðveitt í gegnum öldugang sögunnar bæði þjóðina og bókina, sem hafa flutt til vor þessar hugmyndir, — einu þjóðina og einu bókina, sem honum hefir þóknast að varðveita fyrir árásum tímans og viðburðanna. Til þess að geta skilið þetta háleita efni, verður því að viðhafa sömu aðferðina eins og Guð sjálfur viðhefur, og það er að taka fórnirnar í guðsþjónustugerð Gyð- inga, sem dæmi eða fyrirmynd upp á það, sem annars væri óskiljanlegt mannlegu viti, af því að það er himn- eskt og guðlegt. 2. Hin fyrsta þörf mannsins er að komast í samfjelag við Guð, því að að eðlisfari sínu er hann ekki í því sæluástandi. Það er alls ómögulegt að neita falli mann- kynsins; merki þess eru alstaðar sjáanleg. Eitt er víst, að til er í mannssálinni þrá, — löngun eftir einhverju óþektu, — sem hún heldur, að hún geti náð, en nær aldrei; þessi þrá er besta sönnun fyrir því, að hún hefir mist af þeim hæfilegleika, sem henni var gefinn í upphafi, og átti að lyfta henni upp til samfjelags við Guð. Mannkynið er fallið. 3. Það sem gerir aðskilnaðinn á milli Guðs og manna er SYND. Annað skilrúm er ekki á milli. Eng- inn maður á jörðunni getur metið rjettilega afleiðingar syndarinnar. Syndumspiltur skilningur getur ekki dæmt um það, hvað mikilvæg hún er. Það má ekki treysta lögbrotamanninum til þess að meta brot sitt; og ekki heldur er uppvísum glæpamanni ætlandi að segja fyrir hver dómur hans skuli verða. Menn geta hvorki dæmt um það, hvað synd þeirra er mikilvæg, nje fundið að þeim dómi, sem yfir henni er feldur. Guð einn veit það, og Hann segir: »Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja.« (Framh.) Aðeins verkfæri. Einu sinni var auglýst, að mikill fiðluleikari ætlaði að leika á fiðlu, sem kostaði 18,000 krónur. f>að komu margir áheyrendur, sem hlustuðu hugfangnir á spil listi- mannsins og klöppuðu ákaft lof í lófa. Alt í einu hætti hann að spila og braut fiðluna í spón á stólbakinu. Fólkið stóð á öndinni, því að það hjelt að hann væri orðinn vitskertur að eyðileggja svo dýrmætt hljóðfæri. F>á kallaði hann upp: „Þetta hljóðfæri kostaði ekki nema sjö krónur! Nú ætla jeg að nota 18,000 króna fiðluna." Fólkið hló að þessu bragði hans, og hann fór að leika á dýrmætu fíðluna. En það var erfitt að finna nokkurn mun á spilinu, og þá varð mör.num ljóst, að fegurðin var öll undir meistaranum komin, en ekki hljóðjœrinu. Vjer erum alt of ónýt verkfæri, en ef vjer leggjum 06s algerlega í vald Guðs og gerum vilja hans að vilja vorum, þá getur hann notað oss í þjónustu sinni eins og hann vill. Árangurinn er undir meistaranum kom- inn, en ekki undir verkfœrinu. „Þannig er þá hvorki sá neitt, er gróðursetur, nje sá er vökvar, heldur Guð, sem vöxtinn gefur." (I. Kor. 3. 7 ).

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.