Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1913, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.11.1913, Blaðsíða 6
86 Norburljósi® Molar frá borði meistarans. (Á þessari blaðsíðu verða jafnan fluttar uppbyggilegar greinar fyrir trúaða.) Hið sigursæla líf. (Framhald.) (c) Ef þú vilt hlýðnast Jesú Kristi, sem drotni þínum og meistara, þá verður þú að segja skilið við þá fje- laga þína, sem eigi eru sannir lærisveinar hans. Sumum veitir erfitt að skilja þetta, enda er lítið rætt og ritað um þessa kenningu Krists; ef»til vill er minni áherzla lögð á hana hjer á landi, heldur en hjá nokk- urri annari mótmælendaþjóð. Þó er hún skilyrði þess, að menn geti lifað hinu sigursæla lífi; án þess að hlýð- nast þessari kenningu er engin von um, að menn geti orðið öðrum til blessunar í þeim mæli, sem annars væri hægt. Drottinn Jesús sagði í bæn sinni til Föðurins (Jóh. 17. 14,—16.): »Jeg hefi gefið þeim orð þitt, og heim- urinn hefir hatað þá, af því að þeir heyra ekki heim- inum til, eins og jeg heyri ekki heiminum til. Ekki bið jeg, að þú takir þá úr heiminum, heldur að þú varð- veitir þá frá illu. Þeir heyra ekki heiminum til, eins Og jeg heyri ekki heiminum til." »Hegðið yður ei eftir öld þessari,« skrifar postulinn Páll (Róm. 12. 2.), og Jóhannes postuli segir: »Elskið ekki heiminn, ekki held- ur þá hluti, sem í heiminum eru. Ef einhver elskar heiminn, þá er kærleiki til föðurins ekki i honum, því að alt það sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá Föðurnum, heldur er það frá heiminum.« (I. Jóh. 2. 14.—16.). Hver er »heimurinn«, sem hjer er talaðum? »Heim- urinn« er, í þessari merkingu, blátt áfram alt fólkið í kringum oss, sem ekki er sameinað Jesú Kristi með lif- andi trú. í »heiminum« eru bæði vandaðir menn og óvandaðir, að manna dómi, — allir, sem ekki þekkja Jesúm Krist sem sinn eigin frelsara, eru taldir í »heim- inum«. Hjer er ekki átt við, að trúaðir menn verði »teknir úr heiminum« (Jóh. 17. 15.); því þeir eiga að umgang- ast alla með alúð og kurteisi, í atvinnu sinni, á heim- ilinu og í öllum viðskiftum hins daglega lífs; heldur er átt við, að menn geri aðeins þá að fjelögum sinum, sem hafa lifandi trú á Krist. Syndin er eins og sóttnæm veiki, og hinn mikli lækn- ir sálna vorra vill hlífa oss, sem á hann trúum, frá á- hrifum hennar. Samt er oss óhætt, jafnvel þar sem ofur- vald syndarinnar er mjög magnað, ef skyldan ein heimt- ar að vjer sjeum þar, og vjer tökum ekki þátt í því, sem fram fer. Til dæmis á heimili, þar sem menn lifar í gáleysi, drykkjuskap og ólifnaði, getur, ef til vill, verið einn meðlimur fjölskyldunnar, sem er sannkrist- inn og hefir óbeit á öllu því illa, sem hann heyrir og sjer dagsdaglega. Auðvitað er það honum sálarkvöl að vera þar, en ósk Krists, í bæn sinnni til Föðurins, var ekki að lærisveinar hans sjeu „teknir úr heiminum« heldur að þeir sjeu „varðveittir frá illu«. Hann veitir þeim, sem þannig er ástatt fyrir, nógan kraft og and- legan þrótt til þess að halda sjer hreinum; en hinn trúaði má ekki „eiga hiut í verkum myrkursins, sem ekkert gott hlýst af, heldur fletta miklu fremur ofan af þeim.« (Efes. 5. 11.) En ef hann skyldi fara af eigin hvötum þangað, sem hann veit að meistari hans, Kristur, er ekki í neinum heiðri hafður, til þess að afla sjer fjár eða til þess að skemta sjer, eða af öðrum slíkum hvötum, þá má hann alls ekki ætla, að Drottinn fari með honum, til að varð- veita og styrkja hann, Drottinn Jesús styrkir engan til þess að óhlýðnast Föðurnum; hann er honum æfinlesfa trúr. Ef einhver þykist ekki þurfa að gæta slíkrar varúðar, þykist >>geta verið jafn sannkristinn, þótt hann taki sig ekki út úr öllu«, sem menn segja, þá er hætt við því, að andlegur hroki hafi náð fótfestu í sálu hans, — gæti hann að sjer, að hann falli ekki! Þegar Pjetur sat meðal þeirra, sem fyrirlitu Krist og Ijet sem hann væri einn þeirra, — þá fjell hann. »Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hóp háðgjarnra.« (Sálm. 1. 1.) »Gangið ekki undir ósamkynja ok með vantrúuðum; því að hvað er sameiginlegt með rjettlæti ogranglæti? Eða hvaða samfjelag hefir Ijós við myrkur? . . . Hver hlutdeild er trúuðum með vantrúuðum ? ... Þess vegna farið burt frá þeim, og skiljið yður frá þeim, segir Drottinn.* (II. Kor. 6. 14,—17.) Eiga lærisveinar Krists að hlýðnast þessu eða eigi ? Það er ekki nema eitt svar. »Hví kallið þjer mig herra,. herra, og gerið ekki það, sem jeg segi?« (Lúk. 7. 46.) Guð bannaði Israelsþjóð stranglega að hafa nokkur mök við nágrannaþjóðirnar, því hann vildi ekki láta hana taka upp þær viðurstygðir, sem hinar þjóðirnar frömdu. ísrael hlýðnaðist ekki, og Drottinn hlaut þá að hegna henni, með því að láta flytja alla þjóðina í burtu hertekna í fjarlægt land. Hver sem les gamlatestament- ið, getur sjeð, að þetta var orsökin til herleiðingar- innar. Jósafat Júdakonungur fór í herferð með hinum óguð- lega konungi Akab. Þegar hann kom heim, mætti hon- um spámaður Drottins og mælti: »Hjálpar þú hinum óguðlega og elskar þú þá, er hata Drottin? Sakir þessa liggur á þjer reiði Drottins.« (II. Kronik. 19. 1.—2.) Jeg veit vel að »heimurinn« skilur ekki þessa kenn-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.