Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1917, Qupperneq 1

Norðurljósið - 01.01.1917, Qupperneq 1
SJEÐ OO HEYRT. (Ferðasaga frá ófriðarlöndum.) Eftir ritstjórann. Stríðið! Já, flestir vilja heyra eitthvað um það, því að frjettirnar, sem ná hingað til þessa út- kjálka álfunnar, eru oftast ógreinilegar, og stund- um jafnvel ranghermdar. En getur nokkur gert sjer grein fyrir, hve vfðtækur og stórfeldur þessi tröllaukni ófriður er? Oss er sagt að svo og svo margar miljónir manna sjeu að berjast, og svo 'og svo mörg hundruð þúsunda sjeu drepnir og særðir, en geta þessar tölur fært oss heim sanninn um hinn ægilega hildarleik, sem fram fer í heiminum um þessar mundir? Hvað er ein miljón manna? Ef þeir væru látnir ganga í gegn um Akureyrarbæ, fimm menn í röð, og fyrsta fylkingin kæmi í bæinn kl. 8 á mánudagsmorgun, og þeir hjeldu áfram allan dag- inn og alla nóttina, viðstöðulaust, þá rnundi það ekki verða fyr en seint á fimtudagskvöld, að síð- asta röðin kæmi í bæinn! Pá myndi fremsta fylk- ingin vera komin, ef haldið væri beint í suður átt, alla leið suður í Vestur-Skaftafellssýslu! F*ó er talið víst, að Pjóðverjar hafi mist hálfa miljón manna, fallna og særða, einungis við Verdun-vígin, sem þeir hafa reynt árangurslaust að ná á sitt vald. Menn snúa með ofboði frá þessum hryllilegu tölum, en geta menn þá frem- ur gert sjer hugmynd um kostnað ófriðarins? í blöðunum Iesum vjer um svo og svo margra miljóna króna herlán, og að stríðið kostar Breta- veldi um 90,000,000 krónur d dag. En það er erfitt að skilja greinilega, hvað þessar háu tölur þýða. Til dæmis, vjer lesum um herlán sem nemur eitt þúsund miljón punda sterling (18,000,- 000,000 kr.), en fáir geta gert sjer hugmynd um, hvað hægt yrði að gera með þessa feikna-upp- . hæð, ef hún væri notuð í friðsamlegu augnamiði. Fyrir þetta verð gætu menn gert 35 skurði eins og hinn nýja Panamaskurð, sem tengir Atlantshafið við Kyrrahafið, og er eitt hið stærsta mannvirki nútíðarinnar. Verksmiðja Krupps er ein af þeim stærstu í heiminum, og þar eru smíðað- ar stórbyssur þjrska hersins. Fyrir þessa upphæð mundi vera hægt að koma 100 verksmiðjum á fót, eins stórum og Krupps. Ef henni væri skift á meðal allra .íbúa jarðarinnar, þá myndi hvert mannsbarn fá hjer um bil 12 kr. 50 au. Ef hún væri borguð í gulli, þá yrði nauðsynlegt að taka nærri þvf allan gullmyntaforða heimsins til þess. En ef borgað væri í silfri, mundu menn þurfa að ( flytja það í 900 járnbrautarvögnum, sem tækju hver um sig 21 smálest. Það mundi taka langan tíma að telja alla þessa peninga; 70 bankaritarar, sem ynnu 8 tíma á dag, mundu geta komist yfir verkið í átta ár! Menn geta því skilið, að stríðið hefir haft geysimikil áhrif á ófriðarþjóðirnar, og að það hlýtur að koma stórkostlegum breytingum til leið- ar hjá þeim. Par sem jeg hefi dvalið hálft annað ár í út-

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.