Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1917, Side 6

Norðurljósið - 01.01.1917, Side 6
6 Norðurljósis gera það. Ef jeg verð nokkurn tíma kristinn maður í raun og veru — trúr hermaður Krists, eins og þú mundir orða það, — þá mundi jeg rekja byrjun hins nýja lífs til þeirra stunda, er við sátum saman undir þessari eik.« Föla andlitið á Raphael ljómaði af gleði, eins og þegar sólargeisli, sem brýst fram undan skýi, varpar dýrðlegum bjarma á straumhægt vatn. Brosið var svo hýrt og engilfagurt, að Horace mintist þess oft síðar. Raphael»tók í hönd hans innilega og bróðurlega, án þess að gera nokkrar athugasemdir við það sem hann sagði, og skömmu síðar fór hann burt að vitja sjúkra. XIII Það var ekki einungis dæmi og áhrif Raphaels, sem studdu að því, að góð áform þroskuðust í huga enska fangans; það var mikið að þakka áhrifum hinna löngu einverustunda, þá er hann var neyddur til að hugsa. Horace, sem var fjörmikill og hneygður til starfa, áleit alvarlega íhugun hið leiðinlegasta og gagnslausasta, sem nokkur maður gæti gefið sig við, meðan bóknám eða skemtanir tóku upp fyrir honum hverja stund, er hann var vakandi. Þannig öðlaðist Horace Cleveland lítið af sannri visku, þó hann hefði aflað sjer talsverðr- ar þekkingar, og jafnvel það, sem reynslan kendi hon- um, hafði lítil áhrif á hann. Að sönnu hafði hann haft ýmsa dagdrauma, og áformað ýmislegt af metnaðar- girni, en hvorugt hafði hann nokkru sinni skoðað ró- lega í Ijósi sannleikans. Nú, þegar Horace hafði ekk- ert að gera, var hann neyddur til að hugsa, og af þeirri umhugsun leiddi það, að hinn drambláti unglingur, sem var svo hreykinn af meðvitundinni um yfirburðina yfir fjelaga sína, og óttaðist ekki samanburð við neinn, auðmýktist nú, og fjekk jafnvel viðbjóð á sjálfum sjer. Horace mintist atvika, sem eitt sinn höfðu gert hann mjög hróðugan; hann mintist sigurmerkjanna, sem hann hafði unnið fyrir úrlausn andlegra eða líkamlegra viðfangsefna, en nú var öll þeirra dýrð og ljómi horf- inn. Þegar ungmennið hugsaði um það, hversu mjög hann hafði vanrækt »hið eina ætlunarverk, seni sam- boðið er ódauðlegri sálu«, fann hann litla ástæðu til gleði yfir að hafa unnið verðlaunin við prófin, eða heiðursmerkin við fótboltaleikina eða kappróðrana. Alt þetta var að vísu gott í sjálfu sjer, en hvað var það í samanburði við kórónu lífsins, sem hermenn Krists keppa eftir? Horace hugsaði um hetjurnar í fornöld, sem hann hafði langað svo mjög til að líkjast; hann bar Cæsar og Alexander mikla saman við galeiðu- þrælinn Marino. Þeir æddu sem drepsótt yfir Iöndin, en hann neytti sinna síðustu krafta til að leiða píslar- naut sinn til Drottins. Hverjar voru svo afleiðingar af störfum hvors þeirra um sig? Herforingjarnir höfðu, ef svo mætti að orði kveða, skotið Ijómandi flugeldum upp í loftið, til að gera heiminum bilt við; þeir ljóm- uðu fagurlega um stund, og urðu síðan að engu. Oal- eiðuþrællinn hafði verið verkfæri í hendi Ouðs til að skapa stjörnu, sem síðar átti að ljóma á sælunnar himni, þegar sólín og tunglið sjást ekki framar. Hvaö eru öli jarðnesk sigurmerki í samanburði við sigur- merki frelsaðrar sálar, og hvað er heiðurinn, sem kera- ur frá mönnum, í samanburði við þann, sem kemur frá Guði? »RaphaeI hefir fengið erfitt og hættulegt skylduverk að vinna,« hugsaði Horace. »Var ekkert skylduverk út- hlutað mjer? Hann reynir að hafa góð áhrif á auð- virðilegustu og verstu menn. Hefi jeg ekki haft nein áhrif á aðra, eða, hafi jeg haft þau, hvernig hefi jeg þá notað þau ? Gæti jeg ekki einnig orðið hermaður Krists?« Ungmennið ásetti sjer fastlega að lifa nýju og betra lífi, en hann hafði gert að undanförnu, ef honum auðnaðist að sjá aftur móður sína og land sitt. En hann varð mjög sorgbitinn, er hann hugsaði um mögu- Ieikann, eða öllu heldur, eins og nú stóð á, líkindin til þess, að honum mundi aldrei gefast tækifæri til að bæta fyrir hið liðna. Sárbiturt var það fyrir hann nú að hugsa til þess, hversu mjög önuglyndi hans og dramb hafði kvalið móður hans, og vita að hann hafði þyngt ekkjunni byrði lífsins, í stað þess að hjálpa henni til að bera hana. »Þú hefir oftsinnis gert mjer lífið Ieitt.« Voru þetta--ekki næstum því síðustu orðin, sem hann heyrði af munni hennar? Hafði hann ekki sjeð hana gráta yfir óhlýðni einkasonar síns? Horace stóð upp þreyjulaus; hann varð að finna eða gerá eitt- hvað til að hrinda frá sjer þessum hugsunum, sem ætluðu að gera hann brjálaðan. Raphael hafði reist gítar sinn upp við klettinn, og skilið hann þar eftir. Horace tók hann upp, og strauk með hendinni yfir strengina, en þessi sterka, tilgangslausa snerting fram- leiddi óhljóð, en ekkert sönglag. Horace lagði hljóð- færið frá sjer aftur; það vakti einungis upp fyrir hon- um hið sama sorglega umhugsunarefni. Hafði hann ekki snert strengi lífsins jafn gálauslega, og var ekki hljóðið, sem þeir gáfu frá sjer, ömurlegt ósamræmi? Úr því fanginn gat ekki leikið á hljóðfærið, reyndi hann að syngja, til að eyða tímanum. Hann reyndi að vekja bergmál í fjöllunum með einhverju af fjörugu lögunum, sem hann hafði sungið með skólabræðrum sínum. (Framhald.)

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.