Norðurljósið - 01.01.1917, Side 8
8
Norðurijósið
Heimilislœkningar þessar haýa verið mjög vinsœlar, og reynst mörgum heimilum tilgagns. Vill „Norðurljósið"
því halda ájram að jlytja greinar þeim viðvíkjandi í sama stil og áður. Þeim er ekki œtlað að koma að öllu
leyti i staðinn jyrir lœknisráð, heldur eru þœr gefnar til þess, að menn viti betur, hvernig þeir eiga að fara
með likama sinn, og til þess að þeir geti gripið til góðs ráðs, þegar á liggur, og á meðan lœknirinn er sóttur.
Lungun.
Lungun liggja sitt hvoru megin við hjartað, og eru
eins og stórir svampar, sem sjúga í sig Ioftið. Hægri
og vinstri lungnapípurnar liggja frá barkanum inn í
lungun, og kvíslast í ótal smápípur. Brjóstholið er klætt
að innan þunnri himnu, sem nefnist brjósthimnan.
Þessi himna klæðir einnig lungun.
Vegna þess að lungnapípurnar, lungun sjálf og brjóst-
himnan eru í svo nánu sambandi hvort við annað, get-
ur það komið fyrir, að þau veikist hvert af öðru, svo
að lungnapípurnar og lungun eru bólgin á sama tíma,
eða lungun og brjósthimnan.
Orsakirnar að veikindum í þessum líffærum eru:
(1) Ofkæling; (2) hitaveikiy einkum mislingar, »inflú-
ensa« og kíghósti; (3) berklaveiki; (4) innöndun ryks
eða vissrar óhollrar gufu; (5) brjósthimnan bólgnar
stundum í »gigt-feber<', og eins eftir meiðsli.
Bólga í lungnapípunum (bronchitis) er algengust hjá
eldra fólki, en ekki ósjaldan samt hjá börnum. Meiri
hætta sfafar af bólgu í smápípunum, sem Iiggja að
lungunum, heldur en í þeim stóru, sem liggja nærri
barkanum.
Veikin byrjar með hita, höfuðverk, þreytu, hæsi,
hósta og sárindum og þrengslum fyrir brjóstinu. And-
ardrátturinn verður tíðari og erfiðari. Hóstinn er vana-
lega þurr framan af, en bráðum verður uppgangur
töluverður. Tungan verður ljót, og þvagið minna en
áður og dekkra.
Sjúklingurinn á auðvitað að vera í rúminu, og sjálf-
sagt er að vitja Iæknis. í herberginu á að vera sjóð-
andi vatn, svo að sjúklinguriun geti andað gufunni að
sjer, og svo á að bæta við rúmfötin, svo að hann geti
svitnað sem mest.
Ef vel gengur, fer veikinni að linna eftir fjóra til átta
daga, andardrátturinn verður rólegri, uppgangurinn
þykkri, en ekki eins froðukendur eða seigur.
í stað þess að veikin batni, kemur það fyrir, að hún
tekur á sig vægri mynd, og helst við um langan tíma,
svo að menn verða aldrei mjög veikir af henni, en
geta þó ekki losnað við hana. Þetta kemur oftast fyrir
hjá öldruðu fólki. Besta ráðið við þessu er, að leitast
við með öllu möti að styrkja heilsu sjúklingsins yfir-
leitt. Hann á að vera úti sem mest, þegar hlýtt og
gott veður er. Það má gefa honum þorskalýsi, ef hann
er magur eða hefir of litla næringu.
Þegar menn hafa vondan hósta, eiga þeir aldrei að
vanrækja hann, því það getur komið fyrir, að hann
snúist upp í bronchitis.
Sumir, sem hafa fengið bronchitis á hverjum vetri,
hafa losnað við það fyrir fult og alt, með því að hafa
opinn glugga þar sem þeir eru, nótt og dag, vetur og
sumar. Menn hafa yfirleitt enga hugmynd um, hve
mikinn skaða þeir gera sjer og sínum með því að
leyfa ekki hreinu lofti aðgang að herbergjum sínum.
(Framhald.)
J'ÍORÐURLJÓSIÐ kemur út einu sinni á mánuði og
verður 96 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 60 aura
og greiðist fyrirfram. Menn mega senda útgefandanum
einstök gjöld í ónotuðum frímerkjum; fleiri en eitt
sendast með póstávísun.
Verð í Vesturheimi 30 cents.
Ritstjóri og útgefandi: Arthur pook, Akureyri.
(Afgreiðslumaður á ísafirði: Ástmar Benediktsson,
Fjarðarstræti 32.)
Prentsmiðja Odds Björnssonar, Akureyri.