Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1921, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.01.1921, Blaðsíða 2
2 NORÐURLJÓSIÐ. hans fyrir dýrð Jesú Krists, og hann gerðist lærisveinn hans. Margar tilraunir gerðu ættingjar Sundars til þess að snúa honum aftur frá þessari nýju stefnu. Faðir hans sýndi honum fram á það, að ríkidæmi og upphefð biðu hans, sem ríkismanns sonarins, ef hann vildi aðeins sleppa Kristi. Föðurbróðir hans bauð að gefa honum nokkra dýrmæta gimsteina og álitlega fjárhæð, ef hann ljeti aðeins að orðum þeirra. En gimsteinn hans var Jesús Kristur og hann átti hlutdeild í »hinum órann- sakanlega ríkdómi« hans, og sneri sjer því frá þessum freistingum. Pá lagði föðurbróðir hans »puggarí« sitt (tignarmerki, sem Indverjar hafa í höfuðfötum sínum) við fætur hans, sem átti að tákna, að honum væri boð- in tign sú og staða, sem föðurbróðirinn hafði í mann- fjelaginu. En Sundar kaus heldur að »bera vanvirðu Krists« og öðlast síðar »hinn ófölnandi sveig dýrðar- innar*. Pá var hann rekinn af heimili sínu og faðir hans kannaðist ekki lengur við hann sem son sinn. Aður en hann fór, var honum byrlað banvænt eitur, svo að hann varð fárveikur. Hann leitaði hælis hjá innfædd- um trúboða, og læknir var sóttur. Læknirinn sagði að öll von um bata væri útilokuð, en hann skyldi koma næsta morgun og vera við jarðarförina. Regar hann kom næsta morgun, var Sundar, lækninum til mikillar undrunar, ekki einungis lifandi, heldur og á góðum batavegi. Síðan ferðaðist hann um þvert og endjlangt Indland og boðaði Krist alstaðar. Tvö ár var hann þó á guð- fræðiskóla í Lahore. Síðan ferðaðist hann ár hvert, meðan hitinn var mestur, um Tíbet. Þar er mjög lít- ið um krislniboð, enn sem komið er. Hann ferðast æfinlega án peninga og farangurs, og hann leitar hvergi fjárstyrks. Rað eina, sem hann hefir með sjer, er lítil útgáfa af nýja testamentinu á Urda- mállýskunni. Hann tilheyrir engum sjerstökum trúar- flokki eða trúboðsfjelagi. Hann hefir frá mörgu að segja um handleiðslu Drott- ins og varðveislu á hinum postullegu ferðum sfnum. í einu þorpi tók fólkið honum svo illa, að hann þorði ekki að sofa meðal þeirra, enda fjekk hann hvergi húsnæði, svo hann bafðist við um nætur í skógarkjarr- inu. Eina nótt, þegar mjög var dimt, lagðist hann til hvíldar í helli einum. Pegar dagur rann upp og hann vaknaði, sá hann stórt pardusdýr (mannskætt dýr, líkt tígrisdýri) liggja sofandi við hlið sjer. Einu sinni varð annað pardusdýr, sem hafði áður drepið nokkra menn í nágrenninu, á vegi hans. En dýrið leyfði honum að fara fram hjá, án þess að gera honum nokkurt mein. í Nepal var hann handtekinn af innfæddum, sem ljetu hann þola þvílíkar pyndingar, að ætla mætti, að þær hefðu riðið honum að fullu. En hann lifði þó, kvöl- urtim sínum til svo mikillar undrunar, að þeir fyltust hjátrúarfullri hræðslu. Meðan Sundar var í Tíbet, var hann handtekinn og dæmdur til dauða af þarlendum yfirvöldum fyrir að boða krislna trú. Tíbetar hafa tvær aftökuaðferðir. onnur er sú, að hinn dauðadæmdi er vafinn í hráa húð. Hún er saumuð föst utan um manninn og hann látinn liggja í sólarhitanum þar til hann deyr. Hin að- ferðin er: að manninum er kastað ofan í þurran brunn og brunninum síðan lokað. Petta átti að vera hlut- skifti Sundars. Hann var afklæddur og honum fleygt niður í brunn- inn. Par voru mörg mannabein fyrir. í þessari dýfl- issu var hann meira en tvo sólarhringa. Priðju nótt- ina opnaði einhver lokið á brunninum og hann heyrði rödd, sem sagði honum að grípa taugina, sem væri að síga niður. Hann gerði það, og var dreginn upp. Hann heyrði að lokið var Iátið á brunninn aftur og Iæst, en þegar hann náði sjer af loftbreytingunni og leit í kring um sig, þá var sá horfinn, er hafði frelsað líf hans. Sundar segir, að indverskur maður mundi heldur deyja úr þorsta, en að drekka vatn úr útlendu fláti; en ef hinu sama vatni væri helt í messingbolla hans, myndi hann drekka það. Hann á við, að innfæddir menn eru tregir að þiggja lífsins vatn af hendi útlendra trúboða, en þegar »Sadhu« (helgur maður), sem lifir sjálfsafneitunarlífi, eins og »helgir menn« þeirra, kem- ur til þeirra, þá vilja þeir frekar þiggja það af honum. Og víst er um það, að Sadhu Sundar hefir fengið inn- gang í heimili margra manna, sem mundu álíta það óafmáanlega saurgun, að leyfa útlendingi eða manni úr annari sjett, sem ekki væri »helgur maður«, að koma inn til sín. Hann finnur köllun til að fylgja Kristi á þennan hátt, og segist hafa heitið honum að lifa þessu sjálfsafneit- unarlífi alla æfi. Kappsmál hans er að þjóna með- bræðrum sínum og vegsama frelsara sinn. í þessu finn- ur hann þann frið og sálarsvölun, sem hann fann hvergi annarsstaðar, þrátt fyrir allan ríkdóm og munað, sem hann átti kost á. Ungi ríkismaðurinn, sem guðspjöllin segja frá, fór burt hryggur, er Kristur sagði honum að yfirgefa alt og fylgja sjer. En Sundar yfirgaf alt, og fór burt glaður, með himneskan frið í hjarta sínu, sem aldrei hefir yfirgefið hann, þrátt fyrir alt mótlæti. Sundar er, eins og þúsundir annara manna, lifandi sönnun þess, að persónuleg þekking á Jesú Kristi veitir hjnni syndumþjáðu sálu ró. Hann hafði reynt hvað trúfræði austurlandanna áorkaði, en niðurstaðan af því öllu saman var sú, að hann varð þreyttur á lífi sínu. Kristur einn gefur oss frið. Enginn annar getur sagt, eins og hann: »Komið til mín, allir þjer, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og jeg mun veita yður hvíld .... þjer skuluð finna sálum yðar hvíld«. Að austan og vestan, norðan og sunnan, — alstaðar er vitnisburðurinn hinn sami, að þessi orð Krists sjeu sönn og áreiðanleg. Pað er orðin tíska hjá sumum ungum guðfræðing- um, að hæla austurlenskum trúarbrögðum og gera lítið úr kröfum Krists og kristindómsins. Austurlenskri trú- fræði, svo sem »guðspekinni«, er haldið fram sem full- komnari kenningu en kristna trúin er, sem sje orðin »úrelt«. Pó að margir beri kristna nafnið, er tiltölulega lítill hluti vesturþjóðamanna kristinn. En þessi litli hluti hefir haft hin stórkostlegustu áhrif á siði þjóðanna; sjest þetta betur, er vjer berum þær saman við þær þjóðir, sem hafa verið án kristilegra áhrifa að mestu leyti, en hafa aðhylst eina eða aðra austurlenska trú- fræði. A Indlandi ríkir óheyrileg spilling einmitt í sambandi við trúarbrögðin. Ungbörn eru gefin saman

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.