Norðurljósið - 01.01.1921, Blaðsíða 3
NORÐURLJÓSIÐ.
3
í hjónaband, og lifa satnan meðan þau eru ennþá ó-
stálpuð. Ekkjum var fórnfært á leiðum eiginmanna
sinna, þangað til bresku yfirvöldin lögðu strangt bann
á það. Mönnum var fórnfært við hina hræðilegu
»juggernaut« hátíð.
Rjettlát lög, hjúkrun hinna veiku og þjáðu og mann-
kærleiki yfirleitt, þektist varla í þessum löndum, þang-
að til kristnir menn komu og kendu mönnum að »Guð
er kærleikur*. Hin mýkjandi áhrif náðarboð3kaparins
á harðúð hins mannlega hjarta sjást alstaðar þar, sem
Kristur er boðaður, en alstaðar annarstaðar er grimd
og harðneskja í algleymingi.
Ef menn hæla Shastras kenningunni, þarf ekki að
svara þeim öðruvísi, en að benda á Indland, eins og
það er og hefir verið um margar aldir. Ef menn hæla
kenningum Konfúsíusar, er nægilegt að benda þeim á
Kina. Ef þeir hæla Kóraninni, skal þeim bent á
Tyrkland.
Sundar drakk af brunni mannlegra trúarkenninga og
hann þyrsti aftur. Síðan drakk hann af því vatni, sem
Kristur gaf honum og hann mun aldrei að eilífu þyrsta,
heldur er vatnið orðið að lind í hjarta hans, sem sprett-
ur upp til eilífs lífs. (Jóh. 4. 13.—14.)
Hver og einn, sem finnur til syndasektar sinnar, má
drekka af brunni Krists. »Hver sem vill, hann komi
og taki ókeypis lífsvatnið* er einn hinn síðasti boð-
skapur frá Kristi í heilagri ritningu. (Opinb. 22r 17.)
Komi allir lesendur og drekki nægju sína!
Athugasemdir ritstjórans.
Ritstjórinn heilsar öllum lesendum blaðsins, með inni-
legri ósk um blessunarríkt ár. Hann sendir blaðið út
aftur með þeim einlæga ásetning, að gera það, með
Guðs hjálp, betur úr garði en nokkru sinni áður, þrátt
fyrir dýrtíð og alla erfiðleika. Hann treystir trygð gam-
aila vina blaðsins, sem nú eru orðnir margir, og von-
ast eftir, að þessi árgangur nái ennþá meiri útbreiðslu
cn hinn síðasti. Ró að blaðið komi víða, og sje keypt
á nær því hverju einasta heimiii í sumum sveitum, eru
ennþá margir, sem mundu taka á móti því sem kær-
komnum gesti, ef einhverjir lesendur vildu kynna það
á heimilum þeirra.
Verð blaðsins er hækkað upp í 2 kr., sem er litil-
fjörleg hækkun, í samanburði við hina geysimiklu
verðhækkun á prentun, pappír og öllu, er að blaða-
útgáfu lýtur. Ef litið er á verðið í hlutfalli við nú-
verandi verðmagn peninga, mætti reyndar skoða það
öllu heldur sem \erðlœkkun. Gengur ritstjórinn að
því vísu, að enginn kristindómsvinur gangi frá blaðinu
þetta ár, vegna verðsins.
í staðinn fyrir »MoIa frá borði meistarans« koma
greinar fyrir trúaða um »Sigur«, og í hverju tölublaði
verður einn dálkur helgaður börnunum. Ferðasaga rit-
stjórans frá útlöndum byrjar í þessu tölublaði.
Smágeislar
(fyrir börn).
(I hverju tölublaði þessa árgangs verður einn dálk-
ur með þessari fyrirsögn tileinkaður börnum og ung-
lingum, ásamt mynd).
Einu sinni var haldin skuggamyndasýning fyrir börn,
þar sem margar fallegar litmyndir voru sýndar, hver
eftir aðra, á stóru, hvítu tjaldi. (Myndirnar eru málað-
ar eða prentaðar á glerplötur, og sterkt ljós er haft
bak við þær, svo að þær sjást stækkaðar á tjaldinu).
Ein myndin var einmitt sú, sem hjer er prentuð, en
hún var lituð og sást á tjaldinu svo stór, að börnin á
myndinni voru eins stór og börnin, sem sátu og
horfðu á!
Sá, sem sýndi myndirnar, sagði frá því, að þetta
væri freisarinn, er hann tók börnin að sjer og bless-
aði þau. Og hann las upp orð frelsarans: »Leyfið
börnunum að koma til mín, og bannið þeim það ekki,
því að slíkra er guðsríkið«.
A meðan hann var að lýsa því, hversu kærleiksríkur
frelsarinn er, og hversu heitt og innilega hann elskar
börnin, stóð ein lítil stúlka upp úr sæti sínu, gekk fast
að tjaldinu, og ætlaði auðsjáanlega að vera með börn-
unum á myndinni og taka á móti blessun frelsarans!
Alt var þetta svo lifandi fyrir henni. Rað var eins og
hún sæi frelsarann þar, og hún vildi af öllu hjarta
koma til hans.
Nú getum við ekki sjeð frelsarann, eins og börnin
sáu hann, þegar hann var hjer á jörðu. En þó við
sjáum hann ekki, sjer hann okkur. Og það er í raun
og veru alveg nóg.
Hann veit, að hjörtu okkar eru syndug og að við
gerum ýmislegt Ijótt og syndsamlegt, þó við sjeum
ung; en ef við horfum upp til hans í innilegri bæn
og könnumst við syndir okkar og veikleika, þá mun
hann fyrirgefa okkur og gera okkur að sínum börnum.
Hann dó á krossinum fyrir okkur. Æ, hve heitt við
ættum að elska hann fyrir það!