Norðurljósið - 01.01.1921, Blaðsíða 8
8
NORÐURLJÓSIÐ.
Botnlangabólga.
(Framhald frá 11. tbl. í 6. árg).
Þegar maður hefir einu sinni haft botnlangabólgu er
altaf hætt við, að hún taki sig upp aftur, upp úr þurru.
Er sjúklingurinn því aldrei öruggur. Menn verða að
reyna að forðast hægðatregðu, og verða gefin ráð til
þess í greininni, sem fylgir hjer á eftir.
Reir, sem hafa oftar en einu sinni fengið botnlanga-
bólgu, og sjerstaklega ungt fólk, ættu að láta skera
botniangann í burt. í vanalegum tilfellum er uppskurð-
urinn alls ekki hættulegur, er góður skurðlæknir á í
blut.
Hœgðairegða.
Rað mætti frekar kalla þenna kvilla sjúkdómseinkenni,
beldur en sjúkdóm. Hann fylgir í svo mörgum öðrum
sjúkdómum. Rað er ilt að venja sig á, að nota sterk
hreinsunarmeðöl. Rau hjálpa í bráðiría, en það er hætt
við, að það sæki i sama horfið.
Breyting á matarhæfi er oft nægilegt ráð, ef hægða-
tregðan er ekki því verri; en hjer á landi er, því mið-
ur, ekki alstaðar liægt að fá neina verulega matarbreyt-
ingu, og síst á þeim tímum árs, sem ávextir og græn-
meti er óíáanlegt. Eitt pund af eplum, eða fjórar eða
fimm appelsínur reynast oft betri en hreinsunarmeðöl,
ef hægðatregðan er ekki á háu stigi. Og þær hafa
þann kost fram yfir lyfjasamsetninginn, að þær gera
engan skaða, þar setn þær eru náttúrunnar meðöl. Oott
er það, að kaupmenn eru farnir að flytja nýja ávexti
til landsins. Rað væri mörgum manni heilsubót, að
nota ávexti meira til átu, Á ávextina ber að líta frem-
ur sem fæðu en sem munaðarvöru. Ef meira væri
keypt, yrði varan ódýrari og betri en hún hefir verið
hingað til.
Stólpípan er ekki eins mikið brúkuð og hún á skilið,
því oft er það betra og sjúklingnum hollara að setja
honum stólpípu, heldur en að gefa honum inn sterk
hreirísunarlyf.
Ef nauðsynlega þarf á hreinsunarmeðölum að halda,
þá er best að nota laxerolíu.
Hafragrautur og rúgbrauð (ef sjúklingurinn þolir það
á annað borð), hefir góð áhrif á sjúklinga, sem þjást
af hægðaleysi eða hægðatregðu. En mjólk, egg og
hveitibrauð hafa hin gagnstæðu áhrif.
Gott ráð og margreynt er það, að drekka einn kaffi-
bolla af köldu vatni á hverjum morgni á fastandi maga
og aftur á kvöldin um leið og háttað er. Reir, sem
eiga vanda fyrir hægðatregðu, eiga að venja sig á það,
að draga andann djúpt, svo að kviðurinn hreyfist upp
og niður við hvern andardrátt, en ekki brjóstið. Raun-
ar ættu allir að venja sig á, að draga andann á þenna
hátt. Hefir það góð áhrif á heilsuna yfirleitt, að and-
að sje rjett og eðlilega.
Líkamsæfingar hjálpa þeim, sem þjást af hægðatregðu,
sjerstaklega ef að æfingarnar reyna á kviðarvöðvana.
Pegar ung börn hafa þenna' kvilla, er það gott ráð,
að móðirin beri olíu (t. d. bómolíu), eða vaselín, eða
eitthvað því utn líkt, á höndina og nuddi líf barnsins
í nokkrar mínútur tvisvar eða þrisvar á dag.
Nýjar niyndir og bækur.
Regar kaupendttr senda áskrifendagjöld sín, er gott
tækifæri til að panta eftirfylgjandi myndir og bækur
frá afgreiðslu »Norðurljóssins«:
Biblíumyndir, 5 ágætar litmyndir af »Krafia-
verkuni Krists*, eftir hinn fræga listmálara H. Copping
(25X15u2 sm). — (1.) Lœkning hins likþráa; (2.)
Sonur ekkjunnar í Nain; (3.) fesás mettar 5000; (4.)
Endurtifgun dóttur /airusar; (5) »Lazarus, kom þú
út!« Kosta aðeins 25 au. stykkið. (Umbúðir, af-
greiðsla og burðargjald, 50 au. hver sending, margar
rnyndir eða fáar; færri en fimm ekki afgreiddar með
pósti).
iBarátta Allans«, (saga, 96 bls.) 1 kr.
• Söfnuður Guðs«. 1 kr. (ítarleg lýsing á stefnu
blaðsins í trúmálum).
»Andatrúin afhjúpuð«. (25 au.). Öllum er nauð-
synlegt, nú orðið, að átta sig á þessu máli.
Veggspjöld. Ritningarorð með litmyndum. (22xl-i
XI2 sm.) 4 teg. 30 au. stykkið.
»Norðurljósið«. II. árg. Innheftur, 75 au., IV. 1
kr„ V. 75 au„ VI. 1 kr. 50 au.
»Guðs sonur vjefengdur og ofsóttur«, eftir L.
P. Larsen. (31 bls). 50 au.
Sendið borgunina fyrirfram, en bætið c. 10°/o við
fyrir burðargjald. Ókeypis myndablöð handa börnum
send tneð hverri sendingu, ef óskað er.
Norðurljósið ,kemur út mánaðarlega, og verður 96
blaðsíður á ári Argangurinn kostar 2 kr. og greiðist fyrir-
fram. Verð í Vesturheimi 75 cents.
Ritstjóri og útgefandi: Arthur Gook, Akureyr/.
Prentsmiðja Björns Jónssonar. Akureyri. 1921.