Norðurljósið - 01.01.1921, Blaðsíða 6
6
NORÐURLJÓSIÐ.
Heyrt og sjeð.
(Ferðasaga frá Bretlandi).
Efiir ritstjórann.
Jeg fór frá Akur^yri þ. 26. apríl 1920 og kom aftur þ. 1.
des. Á þeim tíma ferðaðist jeg mikið um á Englandi, og
nokkuð einnig á Skotlandi og írlandi.
í þessari ferðasögu skal sagt frá þeim atburðum, sem í frá-
sögur þykja færandi, og geta átt erindi til lesenda blaðsins.
Það voru rjett 4 ár síðan jeg hafði farið til útlanda. A
þeim árum hafði starfið hjer á Akureyri blessast mikið vel,
blaðið hafði útbreiðst betur en áður, og áunnið sjer og starf-
inu marga góða og trygga vini. Mótstaðan frá myrkravöld-
unum hafði eðlilega orðið meiri en nokkurn tíma áður, eins
og eðlilegt var, því að aldrei getur orðið veruleg framför í
starfi Guðsríkis, án þess að »gagnáhlaup« gerist af hálfu
óvinanna.
Þegar jeg stóð á þilfari skipsins og horfði á Akureyri,
meðan hún virtist smækka meir og meir, þangað til hún
hvarf mjer sjónum, varð jeg að upplyfta huga mínum til
Guðs, gjafara allrar blessunar, með innilegu þakklæti fyrir
alt, sem hann hafði gert, þessi fjögur ár.
Alt landið var hvítklætt og kafald var, þegar »Sterling« fór
út fjörðinn, og hjelst það við, þar til skipið yfirgaf landið.
Daginn eftir kom skipið við á Húsavík og á Kópaskeri.
A síðarnefndri höfn tók maður sjer far með skipinu, sem
ætlaði til Reykjavíkur. Það var mjög erfitt að ferðast land-
veg, og hann sá, að það var engin ferð betri en sú, að fara
til Skotlands og bíða eftir skipi til Reykjavíkur. Hvílíkar
samgöngur, að menn skuli þurfa að fara yfir hafið til út-
landa, til þess að geta komist til höfuðstaðar landsins!
Eftir að komið hafði verið við á Þórshöfn, hjelt skipið
beint út yfir hafið til Skotlands. Frá Þórshöfn var farið seint
þann 28. og ferðin gekk mjög greiðlega, svo að vjer kom-
um í Leith-höfn kvöldið þann 1. maí.
Jeg stóð á þilfari meðan við vorum að sigla inn á höfn-
ina, og þá varð mjer litið upp á siglutrjen, og jeg tók eftir
íslenska fánanum.
Mintist jeg þess þá, að þelta væri í fyrsta sinn, sem jeg
hafði siglt til Btetlands á alíslensku skipi undir íslenska
fánanum.
Varð mjer ósjálfrátt að bera það saman við önnur skip,
sem jeg hefi siglt á milli landa, og komst jeg að þeirri nið-
urstöðu, að þetta hefði verið besta og þægilegasta ferðin,
sem jeg hefði haft.
Auðvitað var það ekki útgerðinni að þakka, að veðrið hafði
verið gott, en það er nú margt innan skips, sem hefir tölu-
verð áhrif á líðan farþega, og jeg verð aðsegja, að mjer virtist
'»Sterling« ekki standa að baki annara skipa, sem jeg hefi
siglt á, undir danskri umsjón, í tilliti til þess, hvernig hlynt
er að farþegunum, að minsta kosti á fyrsta farrými.
Þjónustan var í góðu lagi, maturinn góður (fyrir þá, sem
gátu borðað á sjónum!), og alt hreint og vel hirt.
Mjer finst altaf, þegar jeg kem frá íslandi til Bretlands aft-
ur, eins og jeg væri kominn í annan heim. Þar er svo margt
ólíkt, hvar sem maður er, í húsum, á götunni eða í sveitinni.
En viðbrigðin voru meiri í þetta sinn, vegna þess að við
komum frá heimi íss og hríðar inn í heim sólskins, blóm-
garða og hlýinda, og það voru aðeins 3 dagar á milli. Það var
dásamlegt að sjá blóm alstaðar, sem maður kom, og í sveit-
unum stór tún græn og þrifleg. Og jeg fann til meiri hlut-
tekningar með landinu í norðurhafinu, sem fer svo mjög á
anis við þessar blessanir Drottins. (Framh.).
Dularfult fyrirbrigði.
í utanferð sinni dvaldi ritstjórinn nokkra daga í Bristol,
á Englandi, hjá gömlum vini sínum, sem sagði honum
frá merkilegu fyrirbrigði, sem fullsannað er, að hafi átt
sjer stað. Honum þykir það svo merkilegt, að það
sje beinlínis skylda hans að gefa andatrúarmönnum ís-
lands kost á að íhuga það.
Bróðir vinar míns, Wílliam Charles Cameron, sem
var »Engineer-lieutenant« í breska flotanum á meðan á
stríðinu stóð, var á línuskipinu »Andes«, sem hafði
verið breytt í herskip og búið út með fallbyssum og
öðrum hernaðartækjum. Þegar skipið var úti á rúmsjó
dó einn af skipverjum, Svo stóð á, að ekki var hægt
að halda sorgarguðsþjónustuna eins fljótt og vanalega
er gert á skipum, og líkið var látið standa uppi í auð-
um klefa — nr. 9 á þilfari »A«.
Eina nótt, er alt var kyrt og hljótt, heyrði þjónninn,
sem var á verði í stofu brytans, að rafmagnsklukkan
hringdi. í sambandi við klukkuna er útbúnaður, sem
sýnir, hvaðan hringt er í hvert sinn, eins og er á fiest-
um nútíðar gufuskipum. Þjónninn fór til þess að vita
hver hefði hringt, og sá, sjer til mikillar undrunar, að
það var frá klefa nr. 9 á þilfari »A«, þar sem líkið
lá. Þjónninn aðgætti hringingar-áhöldin nákvæmlega
til þess að vita, hvort ekkert hefði skekst. Alt var í
góðu lagi, en samt gegndi hann ekki hringingunni og
settist niður aftur.
Innan skamms var hringt aftur, — og frá sama klefa.
Þjóninum fór ekki að lítast á blikuna, en fór samt upp
á þilfar »A« og að 9. klefanum. Þar var harðlæst, og
alt hljótt inni, svo þjónninn fór aftur á sinn stað.
En nú fór að hringja í sífellu aftur og aftur, svo að
hann hafði engan frið, og altaf frá 9. klefa á þilfari
»A«. Maðurinn varð dauðhræddur og kallaði á lieut-
enantinn, sem var á verði. Lieutenantinn, sem hjet
Black, athugaði klukkuna vandlega, og fór, ásamt þjón-
inum og öðrum manni, til að skoða klefann, þar sem
líkið lá. Þeir höfðu heyrt, að það hefði komið fyrir,
að menn hafa raknað við eftir að þeir hefðu verið á-
litnir dauðir, og þeim kom í hug, að slíkt gæti verið
um að ræða hjer.
Þeir luku upp klefanum og gengu inn með Ijós.
Þarna lá líkið, kalt og dautt, og óhreyft. Hnappurinn,
sem þrýst er á til þess að hringja, var nokkuð langt
frá líkinu. Þeir læstu klefanum aftur og fóru niður.
Óðara en þeir voru komnir niður, hringdi klukkan að
nýju og ennþá frá sama klefanum. unnur og ítarlegri
rannsókn var jafn árangurslaus og hin fyrri. Þó hjeldu
hringingarnar áfram annað slagið um tíma, og hættu
þá alveg.
Hefði Conan Doyle, eða einn af reykvíksku andatrú-
armönnunum fengið vitneskju um þetta, hefði hann
sjálfsagt getað bent á það sem óræka sönnun fyrir því,
að andi mannsins hafi verið að leitast við að komast
í samband við gamla fjelaga sína, en þeir, í heimsku
sinni, hafi ekki verið nógu meðtækilegir eða ekki skil-
ið tilganginn. Og vissulega hefði það verið eins góð
»sönnun« eins og margt af því, sem þeir bera á borð.
En það er samt fullkomin útskýring á þessu fyrir-
brigði, og kemur hún væntanlega í næsta blaði.