Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1926, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.03.1926, Blaðsíða 3
NORÐURLJÓSIÐ. 11 breiða þessar nýju skoðanir. Retta var fyrir 35 árum. Jeg var víst hinn fyrsti »nýguðfræðingur« í Japan. Nú finn jeg hve mikil ábyrgð hvílir á mjer fyrir að hafa innleitt þetta eitur í kirkjulíf þjóðar minnar. Það hefir gert feikna mikinn skaða, og gerir hann enn. Á þeim dögum voru allir mótmælendasöfnuðir rjétt- trúaðir. Allir prjedikarar og allir safnaðarmeðlimir börð- ust með áhuga fyrir trúnni. Jeg einn varð villutrúar- maður. Vinir mínir litu á mig sem hættulegan mann, sem úlf meðal sauðanna, — og það var jeg í raun og veru! En mjer varð það ljóst, er jeg tók við þessum ný- lísku skoðunum, að jeg mundi ekki geta verið lengur í hinni rjetttrúuðu kirkju. Guðfræði þeirra var algerlega ólík minni. Skoðanir þeirra um biblíuna voru algerlega gagnstæðar skoðunum mínum. Pað er þung raun, að verða að segja skilið við kæra vini vegna trúmála. í tuttugu ár hafði jeg starfað með þeim til að efla ríki Krists í Japan. En nú voru trúar- skoðanir okkar svo ólikar, að jeg varð að slíta sam- bandið við þá. Nokkrir vinir mínir sögðu við mig: »Rað er ekki nauðsynlegt fyrir þig að yfirgefa söfnuðinn vegna ný- guðfræði þinnar. Pú mátt eiga þína guðfræði út af fyrir þig í skrifstofu þinni, en prjedika ftá stólnum það, sem fólkinu geðjast að.« Retta var auðvitað gott ráð frá sjónarmiði heimsins barna. En jeg svaraði þeim á þessa leið: »Retta get jeg ekki fengið af mjer. Hvernig get jeg verið annar maður í ræðustólnum en sá, sem jeg er í skrifstofunni? Jeg verð að prjedika frá stólnum það, sem jeg hefi lært í skrifstofu minni. Jeg prjedika það, sem jeg trúi, og ef jeg gerði annað, yrði það blátt áfram óheiðarlegt. Jeg get ekki verið svikari í ræðustólnum og þess vegna verð jeg að yfirgefa kirkj- una og slfta samfjelag við ykkur.« Um leið og jeg yfirgaf kirkjuna hætti jeg að prjedika. Hvers vegna reyndi jeg ekki að finna nýguðfræðikirkju og prjedika nýguðfræði f henni? Jeg skal segja ykkur, hvers vegna jeg gerði (jað ekki. Um leið og jeg tók á móti þessari nýguðfræði tapaði jeg algerlega boðskap mínum og hafði ekkert til að flytja mönnum. í fyrsta lagi, nýguðfræðin eyðilagði trú mína á guðdómlegan myndugleik biblíunnar. Jeg hafði elskað biblíuna, því að það var eingöngu við að lesa hana, að jeg hafði fundið Krist Jeg hafði elskað hana, vegna þess að jeg trúði því, að hún flutti mjer hið óskeikula orð míns himneska Föður, — vegna þess að jeg trúði, að hún hefði aðeins sannleika inni að halda, spjaldanna á milli. Jeg hefi sagt frá því, í fyrri fyrirlestrinum, með hve miklum áhuga jeg hefði lesið biblíuna. En nú kom nýguðfræð- ingurinn og sagði: »Nei, biblía þín er ekki hið óskeik- ula orð Guðs. Hún er hið skeikula orð manna. Biblía þín hefir ekki eingöngu sannleika inni að halda, hún inniheldur það einnig, sem ekki er satt. Biblía þín er full af villum og hjátrú. Biblía þín inniheldur munn- mælasögur, þjóðsögur, goðsagnir og allskonar tilbún- ing, vinur minn!« Og hvernig gat jeg haldið áfram að kenna mönnum úr slíkri bók? Mjer var það ómögulegt! í öðru lagi höfðu kenningar þessar gereytt trú minni á guðdóm Jesú Krists. Jeg hafði trúað, að Jesús Kristur væri Guð. En nú kom nýguðfræðingurinn og sagði: »Nei, Jesús Kristur er ekki Guð, hann er aðeins mað- ur. Hann fæddist ekki af meyju, heldur af Maríu, eigin- konu Jósefs. Jesús Kristur dó og var grafinn, en hann reís ekki upp. Rað var engin meyjarfæðing, engin upprisa, hann var eins og aðrir menn. Hann dó fyrir nítján öldum. Hann var ekki frelsari okkar. Getur verið hann hafi verið mikill og vitur maður.* Pannig var það, að um leið og jeg misti trú mína á guðdóm Krists, misti jeg líka trú mina á minn per- sónulega frelsara. Aldrei oftar gat jeg prjedikað um hinn guðdómlega frelsara, sem hreinsaði oss af syndum vorum með blóði sínu. Regar jeg misti trúna á guð- dómlegan myndugleik biblíunnar og á guðdóm Krists, tapaði jeg öllu. Jú, jeg gat enn þá prjedikað siðfræði- kenningar ritningarínnar, og jeg hjelt, að jeg gæti heim- fært þær upp á nokkur þjóðfjelagsmál. En jeg gat ekki prjedikað aöalkjarna kristindómsins, sem er hjálpræði vor mannanna fyrir blóð Jesú Krists, úthelt á krossin- um. Pegar injer var það Ijóst, að jeg gæti eigi lengur haldið þessari kenningu fram, sagði jeg við sjálfan mig: »Rjer er það þýðingarlaust að vera lengur kennimaður í kristnum söfnuði. Ur því að biblían getur ekki veitt heiminum neitt annað en þjóðfjelagslegar leiðbeiningar, þá getur þú flutt þær eins vel eða betur, þegar þú ert hættur við kennimannsstarfið.« Jeg hætti þvf að vera kennimaður og fór að starfa að þjóðfjelagslegum umbótum, í þjónustu sljórnarinnar. Um tuttugu ár ferðaðist jeg um alt landið og hjelt fyrirlestra um þessi efni. Jeg hjelt fleiri en 3000 fyrir- lestra og jafnvel enn þann dag í dag er jeg kunnari í ættlandi mínu í þessu sambandi, heldur en sem vakn- ingarprjedikari. Pannig eyddi jeg til lítils gagns hinum bestu árum æfi minnar, — frá því að jeg var 35 ára, þar til jeg var 55 ára. Líf mitt sem kristins manns hafði liðið skipbrot á miðri leið, á skerjum nýguðfræðinnar! Heitin, sem jeg hafði gert á hólnum Anaoka fyrir mörgum árum, — að boða náðarboðskap Jesú Krists um allan Japan, — voru nú rofin. Rað, sem óvinurinn hafði ekki getað komið til leiðar með ofsóknum, tókst honum að gera með hjálp nýguðfræðinnar. Hvílíkt vopn hún er í hðndum óvinarins! Pannig varð jeg stýndur sonur« og viltist burt frá heimili míns himneska Föður í meira en 20 ár. Pegar »týndi sonurinn«, — í 15. kapítula Lúkasar guðspjalls, — yfirgaf heimili föður síns, gleymdi hann öllu, og hugs- aði ekkert um það, fyr en »mikið hungur kom í land- inu og hann tók að líða skort.« En faðir hans hafði ekki gleymt honum. Hann beið altaf eftir endurkomu hins týnda sonar. Á sama hátt gleymdi jeg öllu, á þessum tuttugu árum, sem jeg var á reiki, — mínum himneska Föður, frelsara mínum og mínu andlega heimili. En Faðir minn gleymdi mjer ekki. Hann beið eftir tækifæri til að grípa fram í, og í næsta fyrirlestri mínum skal jeg segja frá því, hvernig hann dróg mig aftur til sín og Ijet mig aftur boða Jesúm Krist og hann krossfestan. (Framhald). Vinagjafir til „Norðurljóssins“: J. S. (Ak.) 4,00; ónefnd kona (V.m.e.) 10,00; J. J. (V.-Barð.) 10,00; A. Á. (V.-Hún.) 2 kr.; J. E. J. (A.-Barð.) 1,85. „Norðurljósið" þakkar hjart- anlega þessum vinum, sem taka þátt í starfi þess Og upp- fylla áminninguna í Galat. 6. 6.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.