Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1926, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.03.1926, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ. 13 arinn hafði mjög lítinn tíma, en áleit pað þó skyldu sína, að heimsækja manninn. Vegna pess að maðurinn var kunn- ur fyrir pað, hve mjög hann var andstæður kristinni trú, porði prjedikarinn ekki að gera hann æstan með pví að tala um trúmál undir eins. Lítið orgel stóð par í herberginu, og kom pessum Drott- ins pjóni pá í hug að spyrja, hvort hann mætti ekki syngja söng fyrir sjúklinginn. Maðurinn hafði ekkert á móti pví, svo að trúboðinn settist við orgelið og söng sálminn: „Jeg hefi fullkominn frelsara’ á himni“. Pegar söngurinn var á enda, varð ofurlítil þögn. Pá bað sjúklingurinn um, að fá að heyra sálminn aftur. Trúboðinn söng hann aftur, og einnig nokkra aðra sálma. Pannig gat hanri flutt boðskap sinn, án pess að styggja manninn. Þegar lrann kom til að finna hann næst, var gagnger breyting orðin á manninum. Hann hafði snúið sjer til Krists, viðurkent sínar mörgu syndir og fengið fyrirgefningu. Hann hafði öðlast „frið eins og fljótandi strauma" og eilíft líf í Jesú Kristi. Trúboði einn í New-York fylki söng pennan sálm á sam- komu einni í smábæ, sem Hensonville heitir, og voru ver- aldlega sinhuð hjón par viðstödd. Á leiðinni heim hljómuðu orðin stöðugt í eyrurn konunnar, og næsta morgun, er hún vaknaði, var pað eins og hún heyrði einhvern vera að syngja orðin aftur. Sama daginn Ieitaði hún Drottins og fann hvíld og frið í honum. Maðurinn hennar sneri sjer til Guðs skömmu síðar. Pessi hjón höfðu ekki þekt gleðina í Guði áður og höfðu pví altaf leitast við að svala sjer við hinn svikula brunn glaðværða heimsins. Pau höfðu jafnvel nýlega stofnað til dansleiks á heimili sínu, sem átti að verða haldinn nokkr- um döguin eftir að pau höfðu snútð sjer til Krists. Pau höfðu boðið fjölda mörgum vinum og hefði „ballið" Iíklega spilt fyrir vakningarsamkomunum. En „ballið" átti sjer aldrei stað. Bænar- og lofgerðar-samkoma var haldin í staðinn. Pau höfðu öðlast „pann frið, sem hinn guðlausi heimur ei sjer“ og vildu fúslega „fara og segja öðrum í lifandi trú“. Ritstjóri „Norðurljóssins" leyfir sjer að bæta við einni sögu enn, um áhrif þessa sálms í sínum íslenska búningi. Árið 1906 var hann á ferð um Austur-Skaftafellssýslu og hjelt útisamkomu einn surmudagsmorgun, í skínandi sól- skinsveðri, nálægt Brunnhólskirkju. Sex eða sjö árum seinna kom ungur maður úr þessari sýslu til Akureyrar og sótti samkomurnar stöðugt á Sjónarhæð. Eitt kvöld sat hann til borðs með trúboðanum og fjölskyldu hans og sagði honum þessa sögu: „Þegar pjer ferðuðust um i Austur-Skaftafellssýslu fyrir nokkrum árum, hjelduð pjer samkomu við Brunnhólskirkju og sunguð þá sálm, sem byrjaði: „Jeg hefi fullkominn frelsara’ á himni“. Kirkju-organistinn var viðstaddur, og varð hann svo hrifinn af pessum sálmi, að hann skrifaði iagið upp á blað, svo að hann gæti munað pað rjett. Margir keyptu af yður sálmakverið, sem pessi sálinur var í. Við fyrsta tækifæri kendi organistinn unga fólkinu að syngja lagið og pað var svo hrifið af því, að þessi sálmur var sunginn víða um sveitina um langan tíma, — nær pví á hverjum bæ!“ Ritstjórinn vissi ekkert um þetta, fyr en gestur hans sagði honum pað, eftir svo mörg ár. Sálmurinn er oft sunginn enn pann dag í dag á sainkom- um á Sjónarhæð, og er hann einn af peim, sem menn verða seint þreyttir á að syngja. „ A p a m á 1 i ð “. (Framhald). Víðvarps ræða prófessors Huxley er óræk sönnun fyrir hroðvirkni og hugsanareiki þessara nýtisku *vísinda- manna«, sem hann er fulltrúi fyrir. Sú var tíðin á dögum þeirra Newtons, eða Faradays, að vísindamenn rannsökuðu verk Guðs með lotningu og auðmýkt. Ef þeir ráku sig á eitt og annað, sem þeir ekki skildu, biðu þeir með þolinmæði eftir eðlilegri skýringu. þeir tóku líka til greina allar sannreyndir, sem þekking þeirra náði til. Peir könnuðust einnig við. hve þekk- ing þeirra væri skeikul og takmörkuð. F*ess vegna komust þeir svo langt, og þess vegna stendur svo margt enn óhrakið, sem þeir lögðu grundvöll að. En nú á þessum dögum eru nokkrir menn uppi, sem kalla sig »vísindamenn«, en láta stjórnast algerlega af tíðarandanum. Hroki þeirra er ótakmarkaður og þeir leyfa sjer að tala með mikilli fyrirlitningu um það, sem fjölmargir hugsandi menn um allan heim hafa þreifað á og sannað í sínu daglega lífi um mörg ár. Verk Guðs á andlega sviðinu vilja þeir ekki rannsaka, en afsaka sig með einhverri úreltri átyllu, sem sýnir, hve þeir eru gersneyddir allri þekkingu á þeirri grem. Grundvallar- regla allra vfsinda er, að athuga kostgæfilega og yfir- vega með þolinmæði ali, sem getur verið möguleg skýring á úrlausnarefninu. En þetta er þeim fjærst skapi. Hversu frægur sem vísindamaður kann að hafa verið í sinni grein, ef hann lætur í Ijós trú sína á Guð og orð hans í ritningunni, þá eru sumir sem álíta það sönnun þess, að allar röksemdir hans sjeu ónýtar. Um trúvarnarrit Newtons (sem fyrstur fann þyngdar- lögmálið), er sagt, að hann hafi »orðið elliær*, áður en hann skrifaði þau, — sem nær ekki nokkurri átt, þvf að hann var sanntrúaður maður frá því hann var ungur. Sama mun vera sagt um Darwin, sem komst að þeirri niðurstöðu að síðustu, að biblían væri Guðs orð, og að honum hefði skjátlast, er hann kendi hið gagnstæða. »Apamálið« fræga, í Dayton, Ohio, í Bandaríkjun- um, kom til af því, að ungur kennari í barnaskólanum þar, sem hafði fengið nasasjón af »þróunarkenningunni«, fór að reyna að uppræta alla Guðstrú úr hjörtum barnanna, sem hann átti að kenna. Reyndi hann að sannfæra þau um, að biblían væri með öllu ósönn og að vjer mennirnir værum af öpum komnir, o. s. frv. Nú var þetta brot á samningnum, sem hann hafði gert, er hann fjekk kennarastöðuna, enda líka á móti skólalögum fylkisins, og var honum því vísað frá stöðunni. Út af þessu gerðu hinir »frjálslyndu« mikið veður. Töluðu þeir um »miðalda ofsóknarandann* og reyndu að gera þennan samningsrofa að píslarvotti sannleikans!! Varð það úr, að leiðtogar guðsafneitunarstefnunnar og kristindómsins leiddu hesta sína saman á þessum velli til þess að heyja úrslitaorustu um ágreiningsefnin. W. J. Bryan, fyrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, flutti mál kristindómsins með miklum dugnaði. Hann var að þvf kominn, áð flytja síðustu ræðu sína í málinu, en þá fjell öll mótstaða andstæðinganna um koll. Peir vildu láta málið dæmast án frekari umræðu. Kviðdóm- urinn dæmdi kennarann sekan og þar með var málinu lokið.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.