Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1933, Page 1

Norðurljósið - 01.01.1933, Page 1
XVI. árg. Janúar -— Febrúar 1933. 1.—2. Röksemdir Rogers. (n.) Eftir JOHN URQUHART. Dagurinn var heitur, en þó ekki úr hófi. Rúm- góði vagnklefinn í Lundúna-hraðlestinni, þar sem við vorum svo heppnir að vera, var ekki troðfullur. Við, Roger og jeg, sátum annarsvegar, en and- spænis okkur sátu heldri maður og stúlka. Kom það brátt í ljós, að þau voru feðgin. Vanalegt er það í vagnklefum járnbrautarlestanna, að feimn- in leggi tungur manna í fjötra, en þegar í upphafi þessarar ferðar, höfðu þeir losnað við það, hve samfylgdarmaðurinn samþykti fúslega nauðsyn- lega tilfærslu á farangri hans, og brátt duttu þeir alveg af okkur vegna sameiginlegrar hrifningar, er vakin var af inndælli útsýn og yndislegu veðri. Það kom fljótt á daginn, að samferðafólk okkar var frá Ameríku og var hjer á ferð í heimsókn. Það spurði um sumar borgirnar, sem leið okkar lá um, og svaraði Roger því mjög kurteislega, sem hans er vandi. Talið barst svo að öðrum efnum, og bar þá svo til, að Roger staðhæfði eitthvað, er vakti sjerstakan áhuga samferðamannsins. Roger gat ekki þá á stundinni gefið honum allar þær upplýsingar, sem hann óskaði eftir, en kvaðst vera fús til að öðlast þær og senda síðar til hans. Samferðamaðurinn þakkaði og fjekk honum nafn- spjald sitt. Jeg tók eftir því, að Roger las það tals- vert undrandi, en mjer varð það skiljanlegt vel, þegar jeg sá, að ættarnafn mannsins var hið sama og alkunnugs trúfræðikennara, er flutt hafði sjer- stakar kenningar, sem víða höfðu vakið athygli. Um hann hafði verið hvíslað ýmsu sorglegu, sið- ast því, að hann hefði algerlega glatað fyrri trú sinni. Spurning frá Roger leiddi það í ljós, að sam- ferðamaður okkar var bróðir þessa fyrmeir fræga manns. »Má jeg spyrja«, sagði Roger, »hvort hann hafnar ennþá fyrri trúarskoðunum sínum?« »Jeg held ekki, að afstaða hans hafi breyst nokkuð upp á síðkastið«, svaraði vinur okkar, sem við hjeðan í frá skulum kalla Smith. »Og má jeg bæta því við,« hjelt hann áfram, *»að jeg fylgi honum í núverandi skoðunum hans. Það er blátt áfram ómögulegt, á þessum hraðfleygu framfara- tímum, að standa í sporum feðra okkar.« »Jeg sje ekki,« sagði Roger, »að það sje nokkur þörf á slíkri breytingu. Til eru trúarsetningar, er sameina aldirnar, og menn vaxa aldrei upp úr þeim, er eiga guðlega opinberun að grundvelli.« »Þetta er einmitt það, sem ber á milli,« sagði Mr. Smith með nokkrum hita. »Jeg trúi alls ekki, hvorki veruleika nje möguleika guðlegrar opinber- unar. Vísindin hafa gert það gersamlega ómögu- legt, að trúa því, að til sjeu kraftaverk. Jeg var að ganga yfir götu í New York með vini mínum. Þá þreif hann alt í einu í mig og sagði: »Sko, hjer er kraftaverk!« Jeg leit þangað, sem hann benti, og sá Gyðing. Jeg kannast fúslega við, að þetta hafði dálítil áhrif á mig þá, en íhugun sýndi mjer, að þetta er ekkert einstætt með Gyðinga. Sfgaun- arnir einnig eru víða dreifðir; þeir halda áfram að vera til; þeir eru alveg eins frágreindir öllum þjóðum, sem þeir ferðast á meðal; þeir hafa sína eigin siði og tungu. Þannig hvarf kraftaverkið með Gyðingana, eins og slík hjátrú' gerir oftast, þegar gengið er nærri henni.« Meðan kunningi okkar ræddi þannig, var gam- an að taka eftir því, hvernig orustu-svipurinn læddist fram í hvern drátt í andliti Rogers. Áður en búið var að rffa til grunna »kraftaverkið með Gyðingana«, mátti sjá nóg merki þess, að ýmis- legt óvænt var í undirbúningi handa Mr. Smith. »Jeg get ekki orðið yður samdóma um það, að það sje eins ástatt að öllu ^eyti með Gyðinga og Sígauna,« sagði Roger, »og í einu atriði munuð þjer kannast við, að algerlega er ólíkt ákomið með þeim. Dreifing Gyðinga meðal þjóðanna; grimmi- legu ofsóknirnar, sem þeir hafa þolað; tilvera þeirra sem þjóðar, þrátt fyrir þær, og greining þeirra frá öðrum, — var alt sagt fyrirx

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.