Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1933, Síða 6

Norðurljósið - 01.01.1933, Síða 6
6 NORÐURLJÓSIÐ Molar Irá borði Meistarans. (Greinir sjerstaklega fyrir trúaða birtust í fyrstu ár- göngum blaðsins undir þessari sameiginlegu fyrirsögn. Margir áskrifendur hafa látið í ljós þá ósk sína, að blaðið flytji samskonar greinir aftur, og verður því ein blaðsíða helguð þessum greinum í framtíðinni fyrst um sinn). »Minst þú Jesú Krists«. (II. Tím. 2. 8.). Gamlí postulinn skrifar þessi orð í dýflissunni í Róm, þar sem hann liggur í fjötrum fyrir trú- mensku sína við Krist. Hann á skamt eftir ólifað. Innan skamms mun hann setja kórónu á hið sjálfsafneitandi starf sitt, með því að láta lífið fyrir Meistara sinn. Og hann veit það vel. Stuttu áður en stundin kemur, tekur hann pennan og skrifar sínum fyrri samherja, hinum unga Tímó- teusi, skilnaðarkveðj una. Margt er^ dýrmætt í þessu brjefi, sem lærisveinar Krists á öllum öld- um hafa glaðst yfir, og fundið huggun í raunum sínum við að hugleiða það. En eitt af því besta er þessi kjarnyrta áminning postulans: »Minst þú Jesú Krists«. Hann fann huggun sína og kraft sjálfur í því, að minnast Jesú Krists. Þegar hann mintist Jesú Krists, mintist hann ekki böðla Nerós keisara, heldur lyftist hugur hans hátt yfir alt það, sem þjáði líkama hans. Eins og hann skrifaði um sama leyti til Filippímanna: »Alt megna jeg fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.« (Filipp. 4. 13.). Honum kom þá eflaust í hug það, sem hann hafði áður skrifað lærisveinunum í Róm: »í öllu þessu vinnum vjer meira en sigur fyrir hann. sem elskaði oss.« (Róm. 8. 37.). Já, og einnig vjer sigrum með því, að mmnast Jesú Krists. Hjer er ekki hægt að sjá, að hann hafi átt sjerstaklega við það, að minnast Jesu Krists í kvöldmáltíðinni, þó að það sje sjálf- sögð og Guði þóknanleg leið til þess að minnast hans. Heldur mun hann hafa átt við það, að vjer, á öllum stundum lífsins, í öllum þess raunum og erfiðleikum, mintumst Jesú Krists. Á UNGLINGSÁRUM eigum vjer að minnast Jesú Krists. Hinn vitrasti allra manna lagði ríkt á við ungdóminn, að »muna eftir Skapara sínum á unglingsárum sínum« (Prjed. 12. 1.). Án Drotfc- ins Jesú varð ekkert til, sem til er orðið (Jóh. 1. 3.). Guð gerði heimana fyrir hans hönd (Hebr. 1. 2.). Alt var skapað í honum í himnunum og á jörðunni, hið sýnilega og hið ósýnilega; allir hlut- ir eru skapaðir fyrir hann og til hans. (Kóloss. 1. 16.). Hann er þá skaparinn, sem vjer eigum að minnast á unglingsárum vorum. Ekkert ungmenni getur siglt klaklaust lífsins sjó án Jesú Krists. Á GLEÐIDÖGUNUM eigum vjer að minnast Jesú Krists. Þegar vjer kveðum upp fagnaðaróp og segjum: »Lofa þú Drottin, sála mín, og alt, sem 1 mjer er, hans heilaga nafn,... sem fyrirgefur,... læknar,... leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn«, þá eigum vjer að minnast Jesú Krists, því að það er fyrir hans nafn, að vjer fá- um fyrirgefning synda. Hann er sálarlæknirinn mikli. Það er hann, sem leysir oss frá gröfinni, og það er hann, sem krýnir oss náð og miskunn. f allri gleði vorri eigum vjer að minnast Jesú Krists, sem bar hrygð vora og sorg, til þess að vjer öðluðumst fögnuð Heilags Anda. Á FREISTINGARTfMUNUM eigum vjer að mmnast Jesú Krists. Hans var freistað á allan hátt eins. og vor, og hann sýndi oss, hvernig vjer getum sigrað yfir freistingum. Hann rökræddi ekki við óvininn, en notaði sverð Andans, sem er Guðs orð, til þess að vísa honum á bug. Freisting- arnar, sem djöfullinn lagði fyrir hann, voru allar þess eðlis, að fá hann til þess að fara einhverja krókaleið að því, sem var í sjálfu sjer alveg rjett. Það er alveg leyfilegt og nauðsynlegt, að eta brauð, en Drottinn Jesús fjell ekki fyrir freisting- unni að fullnægja þörfum sínum að ráðum djöf- ulsins, heldur beið hann þangað til Faðir hans á himni sendi honum hjálp gegn um óflekkaða milli- göngumenn. Það var rjett, að treysta Guði í öll- um kringumstæðum, en ekki rjett að freista hans með því að steypa sjer að óþörfu í hættu. Og í þriðja lagi var það rjett fyrir hann, að taka á móti ríkjum þessa heims, og hann mun vissulega gera það, þegar tíminn er kominn, en það var ekki rjett að fara krókaleiðina, sem djöfullinn bauð honum, og forðast krossinn og endurlausn mann- kynsins, því að til þess var hann kominn, eins og hann tók oft fram. óefað munum vjer einnig sigra yfir freistingum hins vonda, ef vjer minnumst Jesú Krists, lærum af sigri hans og förum engar krókaleiöir. Á ÁHYGGJUTÍMUM eigum vjer að minnast Jesú Krists. Hann talaði í fjallræðunni um það, að vjer eigum ekki að bera áhyggju fyrir ókomnum tíma og vantreysta himnaföðurnum. »Yðar himn- eski Faðir veit, að þjer þarfnist alls þessa«, sagði hann, og postuli hans, Pjetur, sagði: »Varpið allri áhyggju yðar upp á hann, því að hann ber um- hyggju fyrir yður.« (I. Pjet. 5. 7.). Allar þær á- hyggjur, sem á honum hvíldu, bar hann með óbil- andi trausti til Föður síns, uns hann gekk í gras- garðinn og bað: »Ekki minn, heldur þinn vilji«. Minnumst Jesú Krists og göngum sömu leiðina og hann, svo að vjer í öllum áhyggjum vorum auð- mýkjum oss undir Guðs heilaga og góða vilja. f DAUÐANS HÆTTU eigum vjer að minnast Jesú Krists, svo að vjer verðum rólegir og látum ekki eftir tilfinningum vorum. Þegar hann var leiddur fyrir Pílatus og Kaífas, var hann hinn ró- legasti af öllum þeim, sem viðstaddir voru. Hinir æptu upp, hvörfluðu frá einu til annars, lýstu vandræðum sínum í öllu, sem þeir gerðu eða sögðu. En hann einn var rólegur, svaraði stillilega, þegar til hans var talað, og sýndi, að friður Guð3 ríkti í sálu hans, þrátt fyrir alt, sem á gekk. I DAUÐANS SKUGGADAL eigum vjer að minnast Jesú Krists. Ef vjer þekkjum hann, þá

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.