Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1933, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.01.1933, Blaðsíða 2
2 NORÐURLJÓSIÐ Undrunin og gremjan, sem Mr. Smith reyndi alls ekki að dylja, sýndu, að skeytið hafði hæft. »Þessir spádómar,« hjelt Roger áfram, »eru vissulega kraftaverk, hvort sem Gyðingarnir eru það eða ekki. Og það er til staðreynd, staðfest af vísindalegri rannsókn, sem nægir alveg til að sanna, að þrátt fyrir allar vorar stórstígu fram- farir, þá fylgjast kraftaverkin ennþá með okkur.« Miss Smith var að lesa í tímariti, en síðustu augnablikin hafði hún látið það falla í kjöltu sína, og nú hrópaði hún upp: »Hvað, virkilega, þetta er furðulegt! Þjer haldið, að vísindin sanni, að til sjeu sannarleg kraftaverk?« »Vissulega,« sagði Roger, um leið og hann hneigði sig og brosti, »og jeg voga mjer að segja, að þjer munuð verða mjer sammála. Það er eit.t kraftaverk, sem endurtekst árlega, bæði í föður- landi yðar og mínu. Vísindin hafa staðfest það fyrir löngu, en geta þó ekki skýrt það, þrátt fyrir allar framfarir þeirra. Jeg á við myndun íssins. Það er langt síðan dr. Whewell ræddi um það í Bridgewater ritgerð sinni, og það er mjer beinlín- is furðuefni, hve lítill gaumur því hefir verið gef- inn. Það er eitt af alkunnustu lögmálum náttúr- unnar, að málmar og aðrir hlutir þenjast út við hita, en dragast saman við kulda. Þetta lögmál nær auðvitað til vatnsins líka. Þegar hitinn mink- ar, dregst vatnið á yfirborðinu saman, og verður þar af leiðandi þyngra en vatnið undir niðri og leitar því til botnsins. Nú, ef þetta lögmál hjeldi áfram að verka á vatnið eins og það verkar á önn- ur efni, mundi það óhjákvæmilega hafa hræðileg- ar afleiðingar í för með sjer. Um leið og vatnið frysi, mundi það setjast í botninn, og að sama skapi sem kuldinn hjeldi áfram, mundi verð.a samfeld íshella frá botni til yfirborðs, bæði í lækj- um og ám, pollum, tjörnum og stöðuvötnum og í norðlægum og suðlægum höfum. Alt líf í þeim mundi deyja, og það yrði þó ekki alt tjónið. Nátt- úran mundi breytast að útliti, og gagnsemi vatns- ins yrði að engu. Því að fylgjandi sumur, hve heit sem þau kynnu að verða, gætu aðeins brætt fáein fet niður f þessa samfeldu íshellu, en gætu aldrei gefið okkur aftur þau vötn, sem voru áður.« »Gefið því nú gaum,« hjelt Roger áfram, »hvernig þessu hefir verið afstýrt. Þegar um vatnið er að -ræða, eru verkanir þessa náttúrulög- 'ináls slcyndilega stöövaðar og þeim breytt. Þegar hitinn nálgast frostmark, þá fer vatnið, sem áður hafði dregist saman og þyngst, alt í einu að þenj- ast út og Ijettast. f stað þess að sökkva, flýtur það á yfirborðjnu, og þegar það frýs, þenst það ennþá meira út og leggur þannig glæran hlífi- skjöld yfir vötnin, sem undir eru, og dýra- og jurtalífið í þeim. Því harðara, sem frostið verður, því þykkri verður hlífiskjöldur vatnanna. önnur eins gjörbreyting náttúrulögmáls er kraftaverk, og hinn bersýnilegi tilgangur með því, sem er varðveisla lífsins í vötnunum, fegurðar þeirra og gagnsemi, hann kunngerir góðgerðasemi Skapar- ans.« Miss Smith, sem hafði með mesta áhuga hlýtt á þennan litla fyrirlestur Rogers, leit spyrjandi til föður síns. »Þetta er vissulega sláandi,« sagði hann, »en yður skjátlast í því, að halda það, að vatnið eitt sje háð þessum breytingum. Það er al- kunnugt, að steypujárn er háð svipuðum áhrif- um.« »Fyrirgefið mjer, þó að jeg segi,« svaraði Ro- ger, »að þessi hugmynd um steypujárnið sje al- gerlega röng. Það er enginn efi á því, að margir vísindamenn hafa staðhæft þetta, og jeg veit um einn háskólakennara, sem gerði það. En hann var skjótt leiðrjettur af nokkrum nemendum sínum, sem höfðu verklega þekking á járnsteypu, og hann afsakaði sig hreinskilnislega. Hann stað- hæfði þetta eins og þjer í trausti til ímyndaðrar heimildar. Steypujárn hlýðir hinu algilda lögmálí og þjettist, er það kólnar.« »Þjer gerið mig forviða, jeg skal athuga málið,« sagði Mr. Smith. »En er yður ljóst. að prófessor Tyndal heitinn neitaði því, að vatnið sje eina und- antekningin frá þessu lögmáli?« »Já,« svaraði Roger, »hann gerir mikið úr þeirri uppgötvun, að eitt mjög sjaldgæft efni eða tvö er háð svipuðum áhrifum. Jeg held, að fögn- uður hans yfir þessu hafi verið að þakka áhrifun- um, sem kraftaverkið með ísinn hafði haft á hann. En hann hefir einungis orðið til að leggja enn meiri áherslu á dásemd þessarar staðreyndar. Með allri þekkingu sinni á náttúrunni, og eftir að hann hefir með óþreytandi áhuga íhugað og rann- sakað, þá verður þó Tyndal að játa, að á meðal allra þeirra hluta, sem vjer umgöngumst daglega, þá er það vatnið eitt, sem er undantekning frá þessu mikla náttúrulögmáli; og að þetta lögmál er þá skyndilega og algerlega upphafið, þegar það, sem lifir í vötnunum, missir nauðsynleg lífsskil- yrði og er í bráðri hættu af völdum þess. Þessi breyting er kraftaverk, og til mín talar það hárri röddu um hann, sem um er ritað: »Miskunn hans nær til allra hans verka.« (Sálm. 145. 9.). Þetta »ís-kraftaverk« var mjer sem opinberun. Það sýndi, hvernig sannfæringin getur alt í einu svo að segja ráðist á mann eins og vopnaður mað- ur, og það einnig úr óvæntustu átt. Það var aug- Ijóst, að þetta hafði líka áhrif á hina amerísku vini okkar. Miss Smith sat hugsi, og föður henn- ar var ekki rótt. Jeg hjelt, að samtalið væri hætt eða mundi fara að snúast um önnur efni, en áhug- inn hjá ungfrúnni var nú orðinn meiri en svo, að málið fengi að detta niður eins og þá var komið. »Þjer hafið hæft markið, held jeg,« sagði hún. »Þetta sýnir, hve margt er falið í algengustu hlut- um, ef maður vildi aðeins hugsa um það. En þjer hafið ekkert þessu líkt til að sanna trú yðar með.« »Afsakið mig,« sagði Roger, »þótt jeg segi, að við höfum þar kraftaverk, eins Ijós og sannfær- andi. Það er auðvelt að sýna, að það eru til virki- leg kraftaverk, sem hefja það yfir allan efa, að kristindómurinn er frá Guði.« »Ef þjer eruð í raun og veru fær um að sýna það,« greip Mr. Smith fram í, »þá gerið þjer stór- um og sístækkandi hóp fólks hinn mesta greiða.c

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.