Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1933, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.01.1933, Blaðsíða 7
NORÐURLJÓSIÐ 7 getum vjer sagt rólega: »Jeg óttast ekkert ilt, því að þú ert hjá mjer.« (Sálm. 23. 4.). Syndin er »broddur dauðans« (I. Kor. 15. 56.), en hann gerð- ist syndaíórn vor vegna, svo að nú geta frelsingj- ar hans sagt ákveðið og örugt: »Dauðinn er upp- svelgdur í sigur. DauSi, hvar er sigur þinn?« Sá, sem þekkir Drottin Jesúm og treystir hon- um, lítur á þeim degi upp til hans og segir: »Drottinn, minstu mín!« og fær að heyra hið guð- dómlega svar: »i dag skaltu vera með mjer í Paradís!« -----------------*»■*■- Hann gekk til Georgíu. Þessa sönnu sögu segir hinn víðkunni ræðumaður og rit- _ höfundur Dr. S. D. Gordon, Bandaríkjamaður. Hraðlest var í þann veginn að fara úr stöðinni í borg- inni Alexandríu í Norður-Virginíu, er gamall, kolsvartur negri flýtti sjer inn á stöðina og stökk upp í lestina á síð- asta augnabliki. f þessum lestum eru klefarnir langir og mörg sæti í hverjum þeirra, með gangi milli sæta langs eftir lestinni. Auðsjeð var á negranum, að liann var mjög þreyttur. Hann gekk mæðulega upp ganginn, en hvergi var sæti, nema einhver rýmdi til fyrir honum. Hann stóð litla stund og tvísteig, nær því uppgefinn. Ungur maður, sem sat þar hjá, benti til hans og sagði: »Frændi, tyltu þjer niður hjerna!« Eldri negrar eru oft kallaðir »frændi« í Ameríku. »Jeg þakka fyrir, herra minn!« sagði hann og settist niður. Ungi maðurinn sá á manninum, að hann mundi vera hungraður, svo að hann kallaði á þjóninn og keypti smurt brauð Jianda honum. »Kærar þakkir, herra,« sagði negrinn, »jeg hefi ekkert borðað í dag. Fór af stað kl. 4 í morgun og gekk hart til þess að ná þessari hraðlest. Jeg geri ráð fyrir að fá eitthvað að borða, þegar jeg kem til Georgíu.« Þá fór hann að segja sögu sína. Gamla heimilið hans var í Georgíu-ríki, en eftir þrælastríðið hafði hann fylgt gamla húsbónda sínum til Virginíu til þess að gæta hans í elli hans. Nú var gamli húsbóndinn hans dáinn, og hann hlakk- aði til þess, að komast aftur heim til fólksins síns í Georg- íu. Augu hans glömpuðu, er hann talaði um Georgíu. Það mætti ætla, að himnaríki væri einhvers staðar í Georgíu, eftir því sem gamli, svarti karlinn talaði um það ríki. »Já, jeg keypti mjer farseðil, og nú er jeg á leiðinni til Georgíu.« Og hann brosti með barnslegri gleði. Eftir litla stund kom lestarstjórinn til að skoða farseðl- ana. Gamli negrinn gat ekki strax fundið seðil sinn. Með- an hann leitaði, tautaði hann við sjálfan sig: »Hvar getur seðillinn verið? Mikla peninga kostar það, að kaupa far- seði! til Georgíu. Jeg hefi verið að nurla saman í nokkur ár, til þess að geta keypt hann.« Loksins fann hann seðil- inn, sem hafði verið nældur við fóðrið í hatti hans, til frek- ari varðveislu. Meðan gamli maðurinn va.r að leita að seðlinum, hafði lestarstjórinn gengið áfram og bað konu, sem hjelt á smá- barni í kjöltu sinni, um seðil hennar. »Jeg á engan far- seðil«, sagði hún. »Þá verðið þjer að fara af lestinni,« sagði maðurinn. »Ó, nei, þjer megið ekki reka mig af lest- inni,« æpti hún, »maðurinn minn er í Georgíu. Hann þurfti ,að fara þar.gað vegna heilsubrests. Læknir'nn sagði, að hann myndi deyja, ef hann færi ekki í hlýrra loftslag, og við seldum alt, sem við áttum, til þess að hann gæti farið. En nú skrifar læknirinn mjer og segir, að maðurinn minn geti ekki lifað lengi, og verð jeg að fara og finna hann áður en hann deyr.« »Mjer þykir leiðinlegt, frú, en jeg verð að láta yöur fara af lestinni.« »Ó, nei, neyðið mig ekki til að fara!« hrópaði hún. En lestarstjórinn sagði: »Því miður, jeg verð að gera skyldu mína. Annars missi jeg stöðu mína. Jeg get ekki annað. Þjer verðið að fara, þegar lestin stansar næst.« Svo sneri hann sjer við til þess að taka við farseðli negrans, en konan hallaði sjer aftur í sætið náföl og með örVæntingar- og vonleysis-svip. »Þjer verðið líklega að reka mig af lestinni, herra,c sagði negrinn, »þjer getið varla búist við, að gamall negri eins og jeg er hafi peningaráð til að kaupa farseðil alla leið til Georgíu, eða hvað?« Það lá við, að lestarstjórinn blótaði. Hann svaraði hörkulega: »Ha! Þessi kona hjer hefir einhverja afsökun, en þú — ef við værum ekki rjett að nálgast stöð, myndi jeg stöðva lestina og reka þig út nú þegar!« Og hann lijelt áfram leið sína og skoðaði far- seðlana. Þá sneri gamli negrinn sjer að konunni. Hann hafði heyrt, að hún vildi fara til Georgíu. »Hjema er farseðill- inn yðar, frú mín! Og jeg vona, að þjer finnið manninn yðar betri en þjer hafið haldið. Það vona jeg sannarlega.« Hún staiði á hann, eins og hún skildi ekki, hvað hann væri að fara. í því stóð lestin við, og gamli negrinn brosti hlý- lega til konunnar og litla barnsins og labbaði mæðulega til dyra og ofan tröppurnar. Þegar lestin fór af stað aftur, sáu farþegarnir gamlan negra ganga þreytulega á þjóð- veginum áleiðis til Georgíu, kring um 900 kílómetra leið! Sá, sem söguna segir, bætir við: »Jeg þekki vel þessa fyrverandi þræla í Suðurríkjunum, og jeg veit, að þesri maður var sannkristinn maður. Það var andi Krists í hon- um, sem leiddi hann til þess að fóma sjer vegna annarra.c Sannarlega sýndi hann anda Drottins Jesú. Guð gefi oss öllum þennan sama fómaranda, svo að vjer fylgjum Drotni vorum ekki aðeins í orði, en í verki! Heimurinn er í mikilli neyð, nógu margir eru til að hjálpa. Látum oss læra af þessum gamla negra. Eigum vjer ekki að »ganga til Georgíu« ásamt honum? — ■' ■ • Umræður. Hið fyrsta verk, sem Drottinn Jesús Kristur gerði, sem sagt er frá í biblíunni, var að hafa. umræður við lærimeist- arana í musterinu, og það þótt hann væri ekki nema tólf ára gamall. Þegar hann hóf starf sitt meðal Gyðinga, átti hann í sífeldum umræðum við andstæðinga sína. Frá þeim er skýrt í guðspjöllunum. Oftast gerði hann fræði- mennina og prestana orðlausa.. Þjónar hans eiga að feta í fótspor hans, og vissulega geta þeir ekki með nolckru móti fengið betri árangur en með því, að fylgja eftirdæmi meistara síns í þessu eins og í öllu öðru. Þess vegna hefir mjer fundist sjálfsagt, að halda umræðufundi með þeim, sem mótmæla kenningum Krists (sjá Post. 19. 8.—9.). Jeg álít það miklu hreinna, að veita áheyrendum kost á, að heyra báðar hliðar sjer- hvers máls á sama fundi. Þá kemur hið sanna í ljós mikla

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.