Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1933, Page 5

Norðurljósið - 01.01.1933, Page 5
NORÐURLJÓSIÐ 5 get jeg vel trúað, að guðfræðikennarar Háskólans hafi varla heyrt hans getið, og því síður lesið rit hans, þar sem hann fylgir ekki þeirra stefnu. Háskólakennarinn, Ásmundur Guðmundsson, skrifar aftur grein í »Bjarma« til að verja bók Hölschers. Og jeg skal játa, að jeg muni ekki eftir að hafa lesið jafnhógværa grein eftir nýguðfræð- ing, og hefi jeg þó lesið rit eftir nýguðfræðinga sex eða sjö þjóða. Þetta er nú reyndar ekki mikið hrós, því að þeir eru ekki einkendir fyrir hógværð yfirleitt. En altaf skal viðurkent gott einkenni hjá andstæðing. Telur hann máli hallað í fyrri greininni, ekki þó vísvitandi, »heldur liggur að baki svo einhliða og villandi lýsingar á trúarsög- unni sá gamli misskilningur, aS öll or'ð Gamla testamentisins sjeu yfirleitt runnin frá sama þroskastigi trúarinnar og jafn gó<5 Guðs orð.« (Leturbreytingin hans). Já, hjer er kominn »sá gamli misskilningur«. Nýguðfræðingar bera oss á brýn, sem teljumst lærisveinar Jesú Krists og þar af leiðandi fylgj- um skýringum hans á gamla testamentinu fremur en skýringum nýguðfræðinga, að vjer trúum þessu, sem höfundur greinarinnar einkennir með breyttu letri. En þetta er sannarlega misskilning- ur. Af því að vjer trúum því ekki, að gamla testa- mentinu sé safnað af lygurum og fölsurum, og að Jesú Kristur hafi ekki vitað hið rjetta, er hann telur þá hina rjettu höfunda að ritunum, sem bera nöfn þeirra, og er hann staðfestir margt af því, sem gamla testamentið skýrir frá, þá brigsla þeir oss um, að vjer tökum ekki til greina þroska trú- arinnar hjá spámönnunum og höfundum gamla testamentisins. Það getur verið alveg satt, sem vjer lærum t. d. í stærðfræði í fyrsta bekk, en engum manni kemur í hug, að halda því fram, að fyrstu bekkingar sjeu á sama þroskastigi og þeir, sem taka burtfararpróf. Eins getur- verið um lít- inn þroska að ræða hjá forn-Hebreum, upphaf- lega, en þar fyrir er það ekki sannað, að alt hafi verið lygi, fais og æfintýralegar goðsagnir, sem spámenn Guðs hafa til þeirra talað, og sem Jesús Kristur fullyrðir, að Guð hafi talað fyrir mupn þeirra. Deilan er ekki um það, hvort nýguðfræð- ingar skilji ritninguna betur og fari betur með hana en vjer hinir gerum, heldur hvort Jesús Kristur sje traustari ieiðsögumaður í þessum efn- um heldur en hinn eða þessi eiðrofi, sem þiggur laun hjá kristnum söfnuðum fyrir að verja krist- indóminn, meðan hann reynir að eyðileggja grundvöll hans, sem er áreiðanleiki og trúverðug- leiki Drottins Jesú Krists. Guðfræðiprófessorinn gefur oss í þessari grein ósjálfrátt sýnishorn af vísindamensku sinni. Hann segist hafa athugað rit um trúarsögu l'sraels í há- skólabókasöfnum á Þýskalandi en ekki fundið neina kenslubók þar, sem heldur því fram (meðal annars), að »hvalurinn hafi gleypt Jónas, eða að Elía færi í eldlegum vagni til himins, eða að engl- ar hefðu í raun og veru komið niður stigann, sem Jakob dreymdi í Betel (sjá Bjarmagreinina)«. f Bjarmagreininni er ekkert orð um það, að spámaðurinn Elía hafi »farið í eldlegum vagni til himins«, frekar en í biblíunni. Hefir guðfræðipró- fessorinn lagt til sjálfur þessa skýringu á tveim- ur orðum í greininni: »Elía uppnuminn«. Flest skólabörn munu skilja orðin í biblíunni, sem skýra frá þessum atburði: »Og Elía fór til himins í stormviðri.« (II. Konungab. 2. 11.). Ekki er neitt óákveðið eða tvírætt við þau. En eitthvað er talað um eldlegan vagn í sama kafla, og þessi »vísinda- maður« grautar saman frásögninni og telur Elía hafa farið til himins í eldlegum vagni. Hjer er ekki gálaus strákur að gera stíl, heldur háskóla- prófessor að ræða um þá vísindagrein, sem hann átti að hafa helgað alla sína dómgreind og bestn hæfileika. Elía er talinn vera hinn helsti spámað- ur ísraels. Um hann er meira skrifað en nokkurn annan spámann. Þekkingarleysi prófessorsins á því, með hverjum hætti þessi mikli spámaður hafi yfirgefið þennan heim, er á borð við fáfræði pró- fessors í fslandssögu, sem vissi ekki, t. d. hvernig Jón biskup Arason dó eða staðhæfði, að hann hefði drukknað! Eða ef prófessor í landafræði vissi ekki, hver er höfuðborgin t. d. í italíu, eða hjeldi að það væri í Genúa, af því að hann hefði heyrt það nafn í sambandi við fiskiskipin, sem fara til ítalíu. Prófessorinn hefir sjálfsagt heyrt fáfróða menn gera gys að því, að Elía skuli hafa farið til himins í eídlegum vagni, en um sjálf- stæða þekkingu, bygða á eigin rannsóknum, eða vísindalega nákvæmni er hjer ekki að ræða hjá honum. Sama er að segja um ummæli hans um Jónas spámann og »hvalinn«. Ekki er of mikils krafist, að háskólaprófessor viti, að hvergi { biblíunni er talað um neinn »hva!« í sambandi við sögu Jónas- ar spámanns. Honum er engin afsökun, að alment sje talað um »hval«. Málfræðiprófessor verður ekki þolað að skrifa götumál, er hann ritar í op- inber blöð, og guðfræðiprófessor má ekki stað- festa heimsku fáfróðra manna, er hann ritar um alvarlegt mál. Jeg efast alls ekki um, að þessi prófessor hafi rannsakað mörg rit niðurrifsguðfræðinga, en hann sýnir almenningi með Bjarmagrein þessari, hve litið hann þekkir sjálft heimildarritiö, gamla testamentiö; og hve gálauslega hann hafi lesið það; hann sannar einnig, að hann vantar eftirtekt. og nákvæmni vísindamannsins. Það virðist vera guðleg ráðstöfun, að ákveðin, ósjerhlífin einlægni sje skilyrði fyrir sannri trú, ekki góð mentun eða mikil þekking (sbr. Jóh. 7. 17.; II. Þessal. 2. 10.—12.). Margt er opinberað smælingjum, sem í einlægni lesa og elska ritning- una, en er hulið fróðum mönnum og spekingum, sem sökkva sjer niður í rit andstæðinga hennar. »Já, Faðir, þannig varð það, sem þjer er þókn- anlegt.« SKEMTILEG BÓK. 10.—15. árg. blaðsins eru komnir út í fallegu, gyltu bandi. Kostar bókin 5 kr., með pósti 5 kr. 75 au.

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.