Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1935, Síða 2

Norðurljósið - 01.05.1935, Síða 2
18 NORÐURLJÓSIÐ ur fer að andmæla syndinni, þegar vikið er að spillingu mannshjartans og brýnt fyrir mönnum, að »bera ávöxt samboðinn iðruninni«, þá verður »plássið of lítið«. Ungu mennirnir virðast hafa verið eitt hundr- að að tölu (4. kap. 43.). Sje svo, þá hafa 99 af þeim sagt við spámanninn: »Leyf oss að fai'a!« en aðeins einn hafði svo mikla trygð og kurteisi til að bera, að hann sagði við gamla manninn: »Ger oss þann greiða, að fara mcð þjónum þín- um.« Þetta er spegilmynd af þessum dögum. Gömlu kenningarnar þykja of strangar. Menn gleyma því, hvernig þær hafa, hvað eftir annað, bjargað mönnum úr hörmung og andlegri örbirgð, og hafa hreinsað eitrið úr þjóðlífinu á mörgum sviðum, þar sem þær hafa fengið að njóta sín. Hinn nú- tíðar Gehasí verður óáreittur að fá að ljúga og svíkja og safna sjer óleyfilegum auð. Ef nokkur dirfist að fletta ofan af hinni andlegu líkþrá, sem Mammons-dýrkunin hefir í för með sjer, þá þola menn ekki mátið. Það er ekki nokkrum vafa bundið, að aðalástæðan fyrir því, að menn vilja yfirgefa hinar gömlu kenningar Guðs orðs og velja sjer annan andlegan bústað, er sú, að þær hlífa ekki syndinni, heldur andmæla henni ótví- rætt. »Plássið er of lítið.« Ungu mennimir fara ofan í dalinn til að byggj a sjer nýjan bústað þar. Þeir ætla að taka sinn bjálkann hver. Nú víkur sögunni sjerstak- lega að einum þeirra. Hann hafði fengið öxi aö láni, til þess að höggva bjálka sinn. 1 þessum unga manni sjáum við táknmynd af mönnum á öllum öldum, einnig á þessum tímum. Við erum öll að höggva trje í okkar eilífa bústað, því að það, sem maðurinn niðursáir, það mun hann og uppskera. En öxi okkar er lánsöxi. Hún er hæfileikar okkar til að vegsama Guð og þjóna honum. Guð hefir lánað okkur þá, og við verðum að gera honum reikningsskap fyrir þeim á komandi tíma. En margir hafa týnt lánsöxinni í ána. Eins og Daníel sagði við Belsazar, konung- inn í Babel: »Þann Guð, sem hefir lífsanda þinn í hendi sjer, og ráð hefir á öllum högum þínum, hann hefir þú ekki tignað.« (Dan. 5. 23.) Belsazar hafði týnt öxi sinni. Margir, sem einu sinni leituðu Drottins og gerðu hina góðu játningu, hafa týnt öxi sinní. Það var, ef til vill, þegar þeir lentu í vondum fje- lagsskap og lærðu að blóta og tala gálauslega um helga hluti; þegar þeir lærðu að reykja vind- linga, eða fá sjer í staupinu; eða þegar þeir lentu í ógæfusömu hjónabandi; eða þegar þeir seldu sálarvelferð sína fyrir ávinning. Eða það var þegar þeir skirtust við að hlýða einhverju boði nýja testamentisins, — þáðu heldur fágaða af- sökun af hendi óvinarins og ljetu hana svæfa samviskuna í bili. Eða það var þegar óvinurinn tældi þá á einhvern hátt og leiddi þá af þeirri götu, sem hinn óumbreytanlegi Guð hafði vísað þeim á í upphafi. Hvernig sem það var, — þeir hafa týnt öxi sinni! Ef til vill hafa þeir haldið áfram að höggva, en í margmenninu er ekki tekið eftir, að þeir höggva ctðeins með skaftinu! En þeim geng- ur illa að fullkomna hinn andlega bústað sinn með þeim hætti. Kennimaður! Þú, sem átt að höggva við I Drottins hús, hefir þú týnt öxi þinni? Týndir þú henni ekki, er þú mistir trú þína í guðfræði- deildinni, þar sem þjer var kent, að gamalguð- fræðin væri úrelt og óvísindaleg, að það sje ó- mögulegt að trúa á ritninguna eins og forfeður okkar gerðu, eða á friðþæginguna, eins og Páll postuli hjelt henni fram? Mistir þú þá ekki traust þitt á Jesú Kristi sem hinum eingetna syni Föð- urins og frelsara og friðþægjara þínum? Síðan hefir þú verið að höggva með skaftinu einu. Þú hefir því ekki lagt öxina að rótum trjánna, eins og Jóhannes skírari sagði, að Kristur myndi gera, þegar hann tæki til starfa, og þjér bar að gera sem starfsmanni hans. Þú hefir því verið verka- maður, sem þarf að skammast sín, vegna þess að þú hefir ekki farið rjett með orð sannleikans. (II. Tím. 2. 15.) Ungi maðurinn í sögunni var svo skynsamur að halda ekki áfram að höggva með skaftinu, heldur kallaði hann undir eins á Guðs manninn og bað hann hjálpar. Þá spurði Elísa: »HVAR DATT HÚN?« Þetta er spurningin, sem við verð- um öll að svara, ef við viljum finna öxina, sem við týndum. Sumir geta munað greinilega eftir því, hvar þeir mistu hana. Rödd samviskunnar segir þeim það greinilega. Aðrir verða að hugsa lengi og rannsaka hjarta sitt til þess að komast eftir því, hvar þeir mistu öxi sína. ó, að allir, sem hafa mist axir sínar, vildu biðja Guð að sýna sjer, HVAR það var, sem þær duttu! Því að við finnum öxi okkar ekki fyr en við við- urkennum, hvar hún datt. Við verðum að kannast við það, hvar við viltumst af veginum. Við verð- um að viðurkenna synd okkar eða vanrækslu fyr- ir Guði, og ef hún hefir verið opinber, þá fyrir mönnum líka. Þá, en ekki fyr, getum við fengið öxina okkar aftur, sem Guð lánaði okkur. Þegar ungi maðurinn hafði sýnt Elísa staðinn, sneið hann af viðargrein, skaut henni þar ofan í og ljet járnið fljóta. Það má vera, að við eigum að skilja þetta þannig, að Elísa notaði greinina til þess að veiða járnið upp. Orðin á frummálinu geta þýtt þetta, og ekki meira. En þau geta og þýtt það, að járnið hafi flotið á yfirborðinu, svo að maðurinn gæti náð því. Hugvitsmaðurinn, Sir Ambrose Fleming, sá, er fann upp radíólampann og margt annað, og er talinn með fremstu vís- indamönnum nútímans, hefir skrifað um þetta mál og segir, að hann, fyrir sitt leyti, trúi því, að Elísa hafi komið jáminu til að fljóta á vatn- inu. Sje þetta hin rjetta skýring, þá á þessi at- burður eflaust að kenna okkur, að hið ómögu- lega (fyrir manna sjónum) muni eiga sjer stað, til þess að bæta úr tjóninu í lífi okkar, þegar við loksins viðurkennum syndir okkar og sættumst við Guð að nýju.

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.