Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1935, Page 4

Norðurljósið - 01.05.1935, Page 4
20 NORÐURLJÓSIÐ fyrir þeim. Drottinn beygði sig að bróður mínum og tók á móti honum! Eins og jeg sagði var hann illa leikinn af á- hrifum áfengis, og hann sneri sjer hálf undrandi til mín og sagði: »Jæja, Hopp minn, nú líður mjer aldrei illa framar.« »Nei, elsku bróðir minn,« sagði jeg, »nú líður þjer aldrei illa framar, því að Jesús hefir burt- tekið allar syndir þínar.« Og það reyndist satt! Hvert kvöld kom hann í trúboðssalinn og vitnaði um það, sem Drottinn hefði gert fyrir hann. Fje- lagar hans reyndu að fá hann til þess að drekka aftur, en þeim tókst það ekki. Bráðum losnaði hann einnig við tóbaksástríðuna. • Bróðir minn fór bráðum að starfa fyrir Drott- in. Hann tók að sjer að stjórna björgunarstarfi þar í borginni, og frá þeim fyrsta degi vann hann sálir fyrir Krist. Síðan hefir hann starfað í mörg- um borgum í Bandaríkjunum og stofnað mörg trúboð til að reisa við fallna drykkjumenn. Þús- undir af drykkjumönnum hafa fundið Krist fyr- ir starf hans og hafa orðið góðir, kristnir borg- arar. Tveir synir hans hafa einnig helgað sig þjónustu Drottins. (Framhald). Sumarferð 1934 (Eftir ritstjórann). (Framhald). Jeg hafði frjett að skamt frá Bristol, nálægt sveita- kaupstað, sem heitir Stanton Drew, væru nokkrir ein- kennilegir merkisteinar, sem höfðu staðið frá ómunatíð og væru líklega verk »drúídanna«. Drúídar voru goðar fom-Breta og íbúa Gallíu (nú Frakkland). Júlíus Cæsar lýsir drúídunum í Gallíu og segir, að þeir hafi verið hin helsta og voldugasta stjett hjá þjóðinni. Þeir þóttust segja fyrir ókomna hluti og fóru með særingar og kukl. Enn þá sjást á nokkrum stöðum á Bretlandi stórir stein- ar, sem menn halda, að þessir goðar hafi reist í ein- hverju sambandi við trúariðkanir sínar. Þeir eru sum- staðar mjög háir, — standa svo sem 20 fet upp úr jörð- inni, — og stundum hvíla flatir steinar ofan á hinum. Það er fomfræðingum ráðgáta, hvemig menn hafa getað flutt þessa þungu steina að, því að ekki hefir fundist neitt, sem bendir á það, hvernig það var gert. Menn eru líka á reiki með það, í hvaða tilgangi steinarnir voru reistir, en er það þó álit flestra, að þeir hafi verið not- aðir sem nokkurs konar hof undir bemm himni. Mig langaði mjög mikið til þess að sjá þessa steina, svo að jeg fór á bifhjóli mínu einn dag til að finna stað- inn. Þorpið var mjög afskekt, og jeg átti erfitt með að finna það. Þegar þangað var komið, sá jeg auglýsingu, sem tilkynti, að þessar fomminjar væru bak við gistihús nokkurt. Jeg fór að skoða þá, en mjer fanst ekki mjög mikið til þeirra koma. Jeg talaði við nokkra íbúa þorps- ins um steinana, en þá var mjer sagt, að þeir, sem jeg hafði sjeð, væru ekki sjerlega merkilegir, jeg skyldi fara annað og þá fengi jeg að sjá steina, sem vert væri að heimsækja. Jeg leitaði þangað, sem mjer var sagt, og þurfti að fara inn á sjereign einhvers bónda, og tók hann gjald fyrir það. En það var þess vert. Nú kom jeg í afar- stórt tún og sá marga geysistóra steina, auðsjáanlega frá fomöld, sem stóðu í mjög víðum hring. Aðallega stóðu þeir í smáhópum, tveir og þrír saman, en í miðjunnl var einn steinn stærri en hinir. Á sumum lágu enn þá aðrir steinar, og það leit út fyrir, að flatir steinar hefðu einu sinni legið á öllum hinum upprjettu, en þeir voru nú fallnir niður og lágu skamt frá hinum. Jeg var þar einn í sveitakyrðinni og sat lengi á ein- um steini og reyndi að koma því fyrir mig, hvemig um- horfs hefði verið, er menn söfnuðust saman á þessum stað, — ef til vill forfeður mínir, — til þess að færa blóðugar fórnir og líklega tilbiðja sólina. í huganum fór jeg yfir allar aldirnar, sem höfðu liðið hjá þessum steih- um, hugsaði um fólkið, sem á öllum tímum hafði komið eins og jeg til að athuga þessa steina og reyna að leysa gátu þeirra. Jeg' hugsaði um hina fyrstu kristnu, sem höfðu flutt þann boðskap, er sigraði heiðnina, sem stein- amir báru þögulan vott um. En mitt í þessum hugleið- ingum heyrði jeg drunu í loftinu, og- sjá, þar kom flug- vjel beint yfir staðinn. Hún heimtaði mig aftur í nútíð- ina eins og hún vildi segja: »Áfram, áfram, alt er að breytast. Kynslóðir hverfa og nýjar koma í staðinn. Líttu ekki á þessa gömlu steina, en líttu upp til mín, jeg er tákn hins nýja tíma!« En flugvjelin hvarf fljótt bak við trjen, og jeg' sat enn á steini, þar sem ef til vill mannfórnir höfðu verið færðar fyrir mörgum öldum. Og jeg lyfti upp huganum til Guðs í þakkargerð fyrir það, að boðskapur Krists- hafði komið til okkar og kent mjer að þekkja- hann. Þá sneri jeg heimleiðis. Margar ferðir og margar samkomur fyltu næstu dag- ana, en ekkert kom fyrir, sem í frásögur sje færandi hjer. Síða.sta sunnudaginn í júlí fór jeg til þorpsins, þar sem amma mín hafði verið uppalin og enn var eftir eitt- hvað af ættfólki mínu. Þeir eru Meþódistar, og þó að jeg sje ekki í þeim flokki, höfðu þeir beðið mig að koma og prjedika í kirkju þeirra. Síðar fjekk jeg brjef frá konu, sem hafði verið viðstödd. Hún hafði nýlega sloppið úr Rússlandi og var af tilviljun stödd þar í þorpinu, Hún hafði orðið fyrir miklum áhrifum á samkomunni, enda þurfti hún huggunar við, eftir alla erfiðleikana, sem hún hafði orðið að þola. í síðustu ferðasögu minni, í 16. árg. blaðsins, sagði jeg frá heimsókn minni í Annadal, þar sem trúaðramót er haldið snemma í ágústmánuði á hverju ári. Jeg var beðinn að koma og taka þátt einnig þetta ár. Samkomum- ar standa yfir frá laugardagskvöldi til mánudagskvölds. Jeg lagði af stað á laugardaginn og þurfti að vera kom- inn á samkomustaðinn kl. 7M> e. h., því að jeg átti aó halda inngangsræðuna á fundinum, sem byrjaði á þeim tíma. Ferðin gekk vel þangað til keðjan á hjóli mínu slitnaði alt í einu. Bilunin var þannig, eð enginn vegur væri að gera við hana, nema á verkstöð. Þarna var jeg strand- aður langt frá mannabygðum, óralangan veg frá nokkurrí aðgerðastöð. Nú hjelt jeg, að öll von væri úti, að jeg kæmist til Annadals fyrir samlcomutímann, því að jeg átti eftir að fara margar mílur. Það var ekki um annað' að gera, en ýta þunga bifhjólinu alla leið til Marlborough,

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.