Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1940, Side 1

Norðurljósið - 01.01.1940, Side 1
XXIII.Tárg. J anúar—Febrúar 1940. 1.—2. Stærsta perla heimsins fundin! Perlukafarar við Filippseyjar eru ekki nærri því eins hræddir við hákarla og kolkrabba, eins og við skeldýr eitt stórt, sem Ameríkumenn kalla „Clam“, en kafarar kalla „mannagildruna“. Dýra- fræðingar nefna það „tridacna gigantea“. Þessi skepna vegur 100—170 kgr. og liggur á sjávar- botni, með skeljarnar opnar, reiðubúin til að veiða alt, sem kemur á milli þeirra. Kafarinn gengur um á sjávarbotni og leitar að perluskeljum. En þá kemst hann ekki hjá því, að róta upp leðjunni, sem þar liggur, svo að hann sjer ekki gildruna. Ef fótur eða hönd kemur við þessa skepnu, skella skeljarnar saman eins og byssuskot. Ef kafarinn er mjög heppinn, þá missir hann aðeins handlegg eða fót og sleppur. En eí handleggurinn eða fóturinn skerst ekki af milli skeljanna, þá er maðurinn fastur, þangað til hann deyr. Amerískt tímarit segir frá einum kafara, sem dó á þennan hátt fyrir nokkrum árum. Hann lenti í þessari mannagildru, og fjelagar hans í bátnum drógu hann upp og skeldýrið líka. Hjelt það um handlegg hans, við olbogann. Maðurinn var druknaður. Það tók nokkra klukkutíma að opna skeljarnar, en þegar mönnum loksins tókst það, komu þeir auga á eitthvað, sem mannleg augu hafa aldrei litið fyr. Það var stóreflis perla, 24 sm. á lengd, 14 sm. á breidd og 15 sm. þykk. Hún vó 6 kg. 356 gr. Skeldýrið sjálft vó 145 kg. Dýra- fræðingar áætla aldur dýrsins um 600 ár, en aldur perlunnar um 300 ár, frá því hún tók að myndasi. Aldrei hefir fundist jafn stór perla, svo að menn viti. Ósj álfrátt kemur manni í hug dæmisagan um kaupmanninn, sem leitaði að dýrum perlum, uns hann fann eina dýra perlu. Hann fór og seldi alt, sem hann átti, og keypti perluna. (Matt. 13. 45. —46.). Þessi dæmisaga á vafalaust við Krist og söfn- uðinn. Kristur lagði alt í sölurnar til þess að afla sjer safnaðar síns, sem var eins og dýrmæt perla í augum hans. Sumir hafa lagt dæmisöguna þannig út, að kaupmaðurinn tákni leitandi sál og að dýr- mæta perlan tákni Krist. En sú skýring er ómögu- leg vegna þess, að Kristur er ekki til kaups. Hann er gjöf Guðs, náðargjöf til syndugs mannkyns, og vjer öðlumst hana án nokkurrar verðskuldunar, eins og alt nýja testamentið brýnir fyrir oss. Þar að auki hefir engin leitandi sál nokkuð til þess að kaupa með slíkt verðmæti. Allar dygðir vorar eru sem saurgað klæði, (Jes. 64. 5.). Skýring, sem brýtur alls staðar í bág við kenningar nýja testa- mentisins, er auðvitað engin skýring. Kristur er sá, sem „gerðist vor vegna fátækur, þótt ríkur væri“ (II. Kor. 8. 9), sem kom „til þess að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga.“ (Mark. 10. 45.) í orðum dæmisögunnar gaf hann „alt, sem hann átti“, til þess að hefja frelsingja sína úr sjávardjúpi syndarinnar upp til hástóls Guðs. Kafarinn yfirgefur það andrúmsloft, sem hon- um er eðlilegt, og fer ofan í djúp sjávarins til þess að finna perlur. Eins yfirgaf frelsarinn heimkynni Föðurins á himni, þar sem hann hafði verið frá upphafi (Jóh. 1. 1.), og kom hingað til jarðar til að leita að hinum týndu og frelsa þá. Kafarinn við Filippseyjar ljet líf sitt vegna þessarar dýru perlu, en hann gerði það óviljandi og hefði kosið heldur að bjarga því. En Kristur lagði það sjálfviljuglega í sölurnar, af kærleika til vor mannanna. Því er talað um „söfnuð Guðs, sem hann hefir aflað sjer með sínu eigin blóði“, (Post. 20. 28.). Því er sagt, að trúaðir menn sjeu „verði keyptir“ og eigi þess vegna að vegsama Guð í líkama sínum. (I. Kor. 6. 20.) Vjer erum „leystir með dýrmætu blóði Krists,“ (I. Pjet. 1. 18.—19.). Kristur þráir það, að söfnuður hans hafi „ekki blett nje hrukku eða neitt þess háttar, heldur sje heilagur og lýtalaus“. (Efes. 5. 27.) Þeir, sem elska hann, munu að sjálfsögðu hafa sömu þrá og gera það, sem í þeirra valdi stendur, til að full- nægja henni. Ef hann, af kærleika til vor, lítur á oss synduga menn eins og vjer værum eftirsóknarverð eign, hvernig eigum vjer þá að líta á hann? Og ef vjer könnumst við, að hann hafi lagt alt í sölurnar vegna vor, eigum vjer ekki að vera fús til þess að leggja alt í sölurnar fyrir hann?

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.