Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1948, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.01.1948, Blaðsíða 2
2 NORÐURLJÓSIÐ flutt neitt út þaðan.“ Hjer er um hin ströngustu út- flutningshöft að ræða. Þess vegna er oss öllum harla nauðsynlegt að gera andlegt framtal. Hjer kemur engin fölsun að gagni. Gjaldeyrisskiptin tryggja það. Ríki maðurinn bjóst við að njóta auðæfa sinna um mörg ár, en Guð vissi, að liann átti aðeins eftir fá- einar klukkustundir. Ert þú eins heimskur og hann var? Margir draga sig sjálfa á tálar. „Þú segir: Jeg er ríkur og er orðinn auðugur og þarfnast einskis, — og þú veist ekki, að þú ert vesal- ingur og aumingi og fátækur og blindur og nakinn.“ fOpinb. 3. 17.) Getur þetta átt við þig? Vjer skulum nú reyna að gera ærlegt framtal. Fyrst verðum vjer að athuga leiðbeiningarnar, — hinar einu, sem duga, af því að Drottinn hefir sjálf- ur gefið oss þær. Drottinn Jesús endaði dæmisöguna um ríka bónd- ann með þessum orðum: „Svo fer þeim, er safnar sjer fje, og ekki er ríkur hjá Guði.“ En hvaða rík- dóm getum vjer átt hjá Guði? Það liggur í augum uppi, að ekkert hefir gildi hjá honum, nema það, sem hann hefir sjálfur heimilað. Það þýðir ekki að leggja inn falsaða seðla. Þó að það væri hægt að tál- draga menn, er áreiðanlega ekki hægt að táldraga Guð! Einhver kann nú að segja: „Jeg er ríkur hjá Guði. Jeg er kristinn maður, jeg er skírður og fermdur og hefi haldið mjer við barnatrú mína.“ En vinur minn, þú verður að athuga, hvort þetta sjeu gildir seðlar. sem þú ætlar að leggja inn. Aðeins þeir, sem Guð heimilar í orði sínu, eru í gildi. Skírn án trúar er óheimil, samkvæmt kenningum Krists og postul- anna; fermingin er boðorð manna og þekkist alls ekki í ritningunni. Ef þú treystir „ytri yfirburðum“ ('samanber Fil. 3. 3.) verður þú áreiðanlega fyrir beiskum vonbrigðum. Annar segir: „Jeg geri hið besta, sem jeg get. Jeg reyni að gera ekki náunganum mein og standa vel í stöðu minni. Ætli Guð verði mjer ekki miskunn- samur?“ fin þetta er heldur ekki gjaldgengur gjald- eyrir. „Aliir hafa syndgað og þá skortir Guðs dýrð.“ Eins og frelsarinn sagði: „Ef þjer gerið ekki iðrun, munuð þjer allir fyrirfarast.“ ('Lúk. 13. 5.) Mönnum er á hendur falið að telja fram skuldir sínar. „Hversu mikið skuldar þú húsbónda mínum?“ 7Lúk. 16. 5.) Fyrst og fremst verðum vjer að kannast við syndaskuldina. Og „laun syndarinnar er dauði.“ (Róm. 6. 23.). í Opinberunarbókinni er ritað um laun syndarinnar og er byrjað á hinum „hugdeigu" og endað á „öllum lygurum". (21. 8.) Allir taka þeir út laun syndarinnar. En er þá vonlaust um þá, sem vantar himneskan gjaldeyri? Hlustið nú á! „Þjer þekkið náð Drottins vors Jesú Krists, að hann, þótt ríkur væri, gerðist yðar vegna játækur, til þess að þjer auðguðust af fá- tækt hans.“ (II. Kor. 8. 9.) Jeg kannast við, að jeg er bláfátækur fyrir Guði, jeg á ekkert inni hjá honum, alls ekkert! Jeg er gjaldþrota syndari. En Drottinn Jesús, þótt ríkur væri, gerðist fátækur mín vegna. Hann kom til að frelsa mig og hann fullkomnaði verkið, þó að það kostaði hann li'fið. Og af því að jeg hefi veitt honum viðtöku í hjarta mitt sem borgun- armanni mínum, þá auðgast jeg af fátækt hans. Hann tileinkar mjer, gjaldþrota syndaranum, hinn andlega ríkdóm sinn. Hvað get jeg talið fram í viðurvist hins heilaga Guðs? Ekkert frá sjálfum mjer, en jeg get öruggur talið fram „auðæfi Krists", sem hann af náð tilreikn- ar mjer og hverjum öðrum gjaldþrota syndara, sem vill koma til hans og fela sig honum. Páll postuli taldi það vera hlutverk sitt, að „boða heiðingjunum fagnaðarerindið um hinn órannsak- anlega ríkclóm Krists." (Efes. 3. 8.) Þessi órannsak- anlegi, ótæmandi ríkdómur hans stendur til boða öllum, sem vilja koma til hans. Kom þú, vinur minn, til Krists! Slepptu þínum ímyndaða ríkdómi og kannast þú við fátækt þína. Þá fær þú hjá honum andlegan gjaldeyri, sem gildir um alla, alla eilífð. Þá verður þú „ríkur hjá Guði“. A. G. LTSTIN AÐ MTJNA. (Framhald.) [Nýir áskrifendur, sem ekki hafa fengið síðasta árgang, munu ekki geta fylgst með þessu minnisnámi. Það er því æskilegt, ef þeir liafa áhuga fyrir því að þjálfa og bæta minnið, að þeir panti síð- asta árgang. Hann fæst sendur með pósti, innheftur í kápu, fyrir 3 kr.] IX. KAFLI. Síðustu orffin í 8. kaflanum voru: „Eftir því sem vísindin hafa komist næst, eru engin takmörk fyrir getu minnisins." Þetta var tekiff úr vífflesnu tímariti í Bandaríkjunum. Orff þessi reynast sönn, ef menn aðeins fást til að nota minniff á rjettan hátt. Þaff er eingöngu komið undir nem- andanum sjálfum, hvort hann bætir minni sitt til mikilla muna effa ekki. Hafi þjer, nemandi minn, verið ómögulegt vegna heilsu- leysis effa annarra knýjandi kringumstæðna að notfæra þjer minnisæfingarnar, sem blaffiff hefir flutt, þá hefir þú afsök- un. Annars er engin ástæða fyrir þvi, að þú skyldir ekki hafa bætt minni þitt um 300 effa 400%. Þar sem jeg sje ekki nemendur mína og get ekki litiff eftir náminu hjá þeim, er árangurinn kominn undir þeim sjálf- um. Jeg gct einungis bent þeim á sína eigin hagsmuni og hvatt þá til þess að gefa sjer tíma til að iðka æfingarnar sam- viskusamlega og vel. Jeg vona, aff margir hafi gert það. Jeg hefi reynt aff velja þau orff, sem enginn geti misskilið, en ef einhverjum virffist eitthvert atriði ekki nógu ljóst, þætti mjer vænt um aff fá að vita um þaff, svo að jeg geti leiðrjett þaff effa skýrt þaff betur. Nú ætlum við aff leggja út á meira dýpi. Þeir munu vel geta fleytt sjer, sem hafa fylgst vel með hingað til. Jeg ætla nú að sýna, hvernig við getum, nærri því fyrir- hafnarlaust, fundiff, hvaffa vikudagur einhver mánaðardagur er, frá því áriff 1753 til ársins 2099. Árið 1753 var almanakinu breytt mikiff, og almanakskerfi minniskerfisins getur ekki átt viff fyrir þann tíma. Það er álitiff óþarft aff fara Iengra fram í tímann en 21. öldina. Þess vegna er nttmiff staðar við árið 2099.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.