Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1948, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.01.1948, Blaðsíða 6
NORÐURLJÓSIÐ MOLAR FRÁ BORÐI MEISTARANS. (Greinir fyrir trúaða.) „ÞAÐ VARÐ EKKERT ÚR HONUM!“ Fyrir tæpum nítján öldum var rómverski keisar- inn Neró að skemta sjer. Hann tók nokkur a£ hin- um hötuðu kristnu mönnum og konum og ljet þjóna sína bera bik á þau. Síðan voru þau bundin við staur og kveikt í þeim. Þetta voru kindlar í skemtigarði hans, og keisarinn og fylgifiskar hans skemtu sjer vel það kvöld. Hver hafði unnið sigur, Jesús Kristur eða róm- verska ríkið? Það leit út fyrir, að rómverska ríkið hefði unnið. Þegar Kristur sjálfur stóð fyrir Pílatusi og bar þyrnikórónuna, höfðu allir yfirgefið hann, jafnvel lærisveinar hans, sem stóðu honum næstir. Og þegar liann hjekk á krossinum, yfirgefinn jafnvel af sín- um himneska föður, virtist hann ekki hafa tapað? Var ekki alt unnið fyrir gíg? Þegar Páll postuli lá í dýflissunni í Róm, og eng- inn stóð með honum, er hann var dæmdur, virtist hann ekki hafa eytt lífi sínu til einskis? Á öllum öldum síðan hafa þeir, sem fylgdu Kristi og gerðu vilja hans, ekki borið glæsilegan sigur úr býtum, að dómi heimsins, heldur hafa þeir verið lyrirlitnir af samtíðarmönnum sínum, ofsóttir og jafnvel myrtir, eins og meistari þeirra. Margar þús- undir liafa verið brendar á báli vegna þess, að þeir hafa lesið Guðs orð og reynt að breyta samkvæmt því. Alt til þessa dags hefir almenningur ofsótt þá með ýmsu móti, sem hafa viljað taka upp krossinn og fylgja Jesú Kristi. Margir ungir menn hafa kosið að yfirgefa alt ög helga líf sitt Jesú Kristi heldur en láta berast með straumnum að sið heimsins barna; en almenningur lítur svo á, að þeim hafi mistekist gersamlega, hafi tapað lífi sínu. Þannig hefir það verið frá alda öðli. Abraham yf- irgaf föðurland sitt að boði Guðs en „varð útlend- ingur í landi fyrirheitisins, eins og hann ætti ekki landið." Hann „dó í trú, án þess að hafa öðlast fyrir- heitin.“ Hann sá þau álengdar og fagnaði þeim, og játaði, að hann væri „gestur og útlendingur á jtirð- unni“. Frændi lians, Lot, var í hefðarsessi í borginni Sódómu, en Abraham virtist, fyrir manna sjónum, liafa algerlega glatað lífinu. Móse átti glæsilega framtíð fyrir höndum, mundi sennilega hafa orðið eftirmaður Faraós í hásæti hans. F.n hann „kaus fremur ilt að þola með lýð Guðs, en njóta skammvinns synda-unaðar, og áleit vanvirðu Krists meiri auð en fjársjóðu Egiptalands“. Eigi að síður mun svo hafa verið litið á hann, sem einn af þeim, sem hafa tapað lífi sínu. Jeremía spámaður virtist hafa eytt lífi sínu til einskis, er þjóð hans neitaði að hlusta á boðskap hans frá Drotni og hann var fluttur til Egiptalands, þar sem hann mun sennilega hafa dáið. Fjölmargir gáfaðir menn, sem hefðu getað orðið frægir í heiminum og grætt stórfje, hafa kosið held- ur að „ganga með Guði“ í auðmýkt og vinna þau verk í kyrþey, sem gátu vegsamað hann. Þegar Claverhouse, böðull hins lausláta konungs Karls annars í Bretlandi, leiddi hermenn sína um dali Skotlands til að handsama þá, sem ekki vildu viðurkenna yfirráð þjóðkirkjunnar, náði hann trú- uðum manni að nafni John Brown. Af því að hann vildi ekki játa þjóðkirkjuvilluna, ákvað Claverhouse að hræða fjelaga Browns og ljet binda hann fyrir iallbyssu jaannig, að höfuð lians var við byssukjaft- inn. Þegar Brown vildi ekki afneita Kristi og orði hans, hleyptu hermenn af byssunni. Þá sagði Claver- house liæðnislega við konu Browns, sem hann hafði neytt til að horfa á verknaðinn: „Hvernig líst þjer á manninn þinn nú?“ Konan svaraði: „Mjer hefir altaf litist vel á hann, en aldrei betur en nú!“ Það leit út fyrir, að Brown hefði tapað lífi sínu, en frá sjónarmiði Krists hafði liann einmitt fundið það. (Sbr. Matt. 10. 39.) Þegar James Douglas var á leiðinni til felustaðar nokkurra trúaðra manna, og var að færa þeim vistir, bandtóku nokkrir böðlar hann og skipuðu honum að sýna þeim felustað vina hans. Þegar hann neitaði að gera það, bundu þeir kaðli um mitti hans og ljetu hann síga ofan fyrir brún á háum kletti. „Ef þú segir okkur ekki, hvar fjelagar þínir eru, þá látum við þig falla,“ sögðu þeir. „Þetta er ekki eins djúpt og hyldýpi glötunarinn- ar,“ hrópaði hann. „Jeg ætla aldrei að segja frá felu- staðnum. Þið megið láta mig falla!“ Þessi maður týndi lífi sínu vegna Drottins og bræðranna, en sigursæll gekk hann inn í dýrð Guðs. Hvað ilt hefir þú liðið vegna Drottins og orða hans? Hvaða lieiður hefir þú farið á mis við í mann- fjelaginu vegna Drottins Jesú Krists? Hvaða fjár- hagslegt tjón hefir þú þolað vegna trúmensku þinn- ar við Drottin þinn? Ekkert? Þá ert þú fátækur! Hvort er nú ákjósanlegra, að heimurinn segi um þig: „Það varð ekkert úr honum!“ og Drottinn segi: „Gott, þú góði og trúi þjónn; yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun jeg setja þig“; eða, að heimurinn hrósi þjer og smjaðri, en Drottinn segi hryggur: „Jeg þekki þig ekki!“? Nú skulum við heyra, hvernig Drottinn Guð lít- ur á þá, sem „þrá betri ættjörð, það er að segja himn- eska“: „Guð blygðast sín ekki fyrir þá, að kallast Guð þeirra.......Ekki átti heimurinn slíka menn skilið “ (Hebr. 11. 16. og 38.) NÝfA TESTAMENTIÐ (vasa-útgáfan) fæst aftur, bæði í skinnbandi (12 kr.) og í vanalegu bandi (6 kr.) á afgreiðslu blaðsins, eða sent gegn póstkröfu.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.