Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1948, Side 7

Norðurljósið - 01.01.1948, Side 7
NORÐURLJÖSIÐ 7 Enn um brunnana tvo. í „Kirkjublaðinu" 5. árg. 11. tbl. var grein með fyrirsögn- inni „Úr sama brunninum“ og í Nðlj. 7.-8. tbl. síðasta árg. ritaði jeg grein „Ekki úr sama brunninum". Þá kom 118. tbl. „K.bl.“ grein, sem heitir: „Úr öðrum brunni", og hefir þessi fyrirsögn meiri rjett á sjer en hin fyrri! í þessari grein tekur S. V. upp hina gömlu og kunnu að- ferð þeirra manna, sem komnir eru í rökþrot. Hann leggur mjer sjálfur orð og fullyrðingar í munn og berst svo við eigin hugsmíðar. Hið frjósama ímyndunarafl hans sjer 1 grein minni árás á þjóðkirkjuna. En allir vita, sem lásu hana, að þetta er fjar- stæða. S. V. talar um mína „alvarlegu og órökstuddu ásökun á þjóðkirkjuna íslenzku"!! Hann getur um „aðdróttanir í garð kirkjunnar“, sem eru „ómaklegar og óviðeigandi". Hann lætur jafnvel í veðri vaka, að jeg áliti „syndsamlegt" að þrá Guð af öllu hjarta og hug!! Þar sem jeg hefi ekki ritað neitt í þessa átt, er það mjög al- varlegt brot að flytja slíkar staðhæfingar, sjerstaklega hjá manni, sem tekur að sjer að skrifa opinberlega í kirkjulegu blaði. Grein mín var ádeila á fullyrðingar S. V., en ekki á þjóð- kirkjuna. Ekki hefi jeg vitað, að hann væri svo mikil persóna, að það væri „aðdróttanir í garð kirkjunnar" að leiðrjetta hann! Eða þykist liann vera orðinn persónugervingur „þjóð- kirkjunnar íslensku", fyrst það er „alvarleg ásökun á þjóð- kirkjuna" að benda á rökvillurnar hjá honum? Jeg deildi líka í grein minni á kenningar nýguðfræðinga. Þorir S. V. að halda því fram, að þeir, og þeir einir, sjeu is- lenska þjóðkirkjan? Grein mín var ekki ádeila á þjóðkirkjuna. Jcg á marga góða vini í þjóðkirkjunni og ber virðingu fyrir því andlega verð- inæti, sem ýmsir þjónar hennar hafa sótt til fjársjóðs Guðs orðs, þó að jeg verði sjálfur að hafna því, sem mjer virðist brjóta i bág við kenningar ritningarinnar, í starfi hennar og kenningum. Þjóðkirkjan á einn stórmikinn helgidóm, þar sem eru Passíusálmar Hallgríms l’jeturssonar. Jeg dáist að þeim, og ef, til dæmis, skólastrákur svívirðir þann helgidóm og heggur djúpt sár í trúartilfinningu allra kristindömsvina á landinu, tekur mig sárt til kirkjunnar manna, sem verða að þola slíka svívirðingu. Og skyldi þessum sama gárunga vera launað með prestvígslu og virðingarstöðu í þjónustu kirkjunnar, án þess að hafa gert játningu syndar sinnar jafn opinbera og synd hans var, sem vott um iðrun og yfirbót, tekur mig líka sárt til þeirra kirkjunnar manna, sem sómatilfinningu hafa og verða að þola þessa staðfesting svívirðingarinnar. S. V. reynir að leiða athygli lesenda frá aðalefninu með því að skrökva því (þrisvar sinnum), að jeg sje í einhverjum sjer- trúarflokki, sem hann hefir búið til í huga sínum, þó að þetta atriði komi ekki umræðuefninu vitund við, jafnvel þó að satt væri. Fyrir meira en hálfri öld hefði mátt, ef til vill, telja mig „sjertrúarflokksmann“, en það er vafasamt, því að það, sem þá var gert, var án vitundar minnar og vilja. Mjer hefir veriö sagt, að jeg var borinn í kirkju sem óvita barn og gerður meðlimur í sjertrúarflokknum, sem kallar sig „kirkju Eng- lands“. En þegar jeg kom til vits og ára og öðlaðist fyrir Guðs náð persónulega þekkingu á Kristi sem frelsara mínum, fór jeg að lesa og íhuga ritninguna sjálfur. Þá lærði jeg, að hvorki þessi fyrnefndi sjertrúarflokkur nje nokkur annar hefir rjett á sjer sem slíkur, samkvæmt kenningum Krists og postulanna, og síðan hefi jeg aldrei, samviskunnar vegna, gengið i nokk- urn sjertrúarflokk. Þar, sem jeg hefi dvalið, hefi jeg haft sam- fjelag og samstarf við trúaða menn í söfnuðum þeirra, en söfn- uður er ekki nauðsynlega sjertrúarflokkur. Sjálfstæðir söfnuð- ir eru heimilaðir í nýja testamentinu, en sjertrúarflokkar ekki, eða safnaðasamsteypur. Jeg hefi áður skýrt þessa afstöðu mína hjer í blaðinu, svo að jeg rita ekki meira um hana nú. En jeg geri ekki kröfu til þess, að S. V. skilji hana. Sem rótgróinn sjertrúarflokksmaður mun hann eiga erfitt með það. Allir játendur Krists eru ekki lúterskir; í kristninni er lúterskan þvi sjertrúarflokkur; og ef S. V. er meðlimur í „hinni lútersku, evangelisku kirkju“, þá er hann auðvitað sjertrúarflokksmaður, i orðsins rjetta skilningi. Það getur oft verið gagnlegt og fróðlegt að ræða sarnan mál, sem ágreiningur er um, með kurteisi og sanngirni. En S. V. hefir sýnt, með þvi að búa til ýmsar fullyrðingar og heimfæra þær upp á mig, að honum sje ekki treystandi að ræða ágreiningsmál á þeim grundvelli. Nú eru vitanlega engin takmörk fyrir því, sem S. V. kann að segja, að jeg hafi sagt í þessari grein. Það eru því vinsam- leg tilmæli mín til hins háttvirta ábyrgðarmanns „K.bl.“, að hann leyfi honum ekki að flytja enn fleiri órökstuddar full- yrðingar og afbakanir, ef hann sjer ástæðu til að skrifa meira um þetta mál. A. G. ----*---- VINAGJAFIR. Síðan síðasta tölublað kom út, hafa ritstj. borist þessar gjafir frá vinum blaðsins: — AKUREYRI: B. P. 20.00; G. Á. 18.00; G. J. 7.00; G. T. 7.00; H. E. J. 7.00; H. Þ. 7.00; J. B. 5.00; J. J. 30.00; J. J. 7.00; K. K. 22.00; L. E. 7.00; O. Þ. 7.00; R. O. B. 7.00; S. S. 11.00; S. S. 7.00; V. S. 10.00; Þ. J. 7.00. RVÍK: H. C. 17.00; Ó. G. K. 97.00. SNÆF.: G. S. 7.00. V. BARÐ.: I. H. 23.25; K. S. og J. 14.00. V. ÍSF.: J. P. 12.00; N. ÍSF.: K. S. 5.00. SKAG.: Á. Ó. 52.00; D. J. 7.00; S. Á. 23.00; S. Þ. H. 17.00. EYF.: G. F. 47.00; L. Þ. 7.00; S. B. 10.00; Z. G. 50.00; Þ. H. 7.00; Þ. S. 7.00. S. ÞING.: S. S. (áheit) 30.00. S. MÚL.: „Gam- all vinur“ 7.00; S. Á. 6.00. A. SKAFT.: B. B. 22.00; J. G. J. 7.00; L. J. 47.00; M. S. 9.00; Þ. B. 26.00; Þ. P. 55.00. V. SKAFT.: 7.00. VESTM.: E. G. 7.00; Þ. G. 7.00. Svo eru margir, sem hafa greitt árg. með 5—7 kr. og nokkr- ir, sem hafa sent notuð isl. frimerki til styrktar útgáfunni. Ritstj. færir öllum þessum góðu vinum innilegar þakkir. „Ekki getur þeim öllum skjátlast“ Svo heitir lítið rit, sem blaðið hefir gefið út í auglýsingar- skyni, til þess að afla fleiri áskrifenda. Það er nær eingöngu ummæli lesenda um blaðið, sem borist hafa ritstjóranum á síðari árum, og er þeim skipt í tíu flokka. Tilgangurinn er að sannfæra menn um, að þeir fari á mis við eitthvað gagn- legt, ef þeir kaupa ekki „Norðurljósið". Eintök af þessu riti, sem er auðvitað ókeypis, liafa verið send til margra áskrifenda, í þeirri von, að þeir vilji góð- fúslega útbýta því á heimili nágranna sinna. Ef nokkur vill fá 5—10 eintök, eða fleiri, handa nágrönnum sínum eða vin- um, er hann beðinn að láta ritstj. vita það, og verða þau þá send um hæl.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.