Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1948, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.01.1948, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ 5 Það hrífur! Hinn vinsæli prjedikari Róbert Jones í Banda- ríkjunum ("oft kallaður „Bob Jones“) segir, að sagan, sem hjer fylgir, sje sú, sem hefir hrifið hann meir en nokkur önnur saga, sem hann hefir heyrt. Hún var sögð honum fyrir nokkrum árum af gömlum manni, komnum yfir áttrætt, meðan þeir sátu saman í fjallshlíð í Arkansas. Gamli maðurinn sagði: „Jeg var hjer á þessum slóðum, meðan á Þræla- stríðinu stóð. Hinu megin við dalinn þarna var fjöldi tjalda, þar sem her okkar hafði aðsetur. Með- an við vorum þar, gaus upp mislingafaraldur, og margir ungir hermenn dóu. Hann breiddist út svo ört, að við neyddumst til að flytja alla mislinga- sjúklinga lengra niður í dalinn í aðra tjaldborg. Jeg var skipaður umsjónarmaður yfir þeim tjöldum. „Eina nótt gekk jeg fram hjá sjúklingi einum, sem var ekki eldri en sautján ára. Hann mændi til mín og sagði: .Umsjónarmaður, jeg er hræddur um, að jeg muni deyja. Jeg er ekki kristinn, móðir mín og faðir voru það ekki heldur. Jeg lxefi aldrei fengið neina kristilega fræðslu eða verið í neinum söfnuði. Aðeins einu sinni fór jeg í sunnudagaskóla með öðrum dreng, sem jeg þekti. Kona nokkur kendi okkur. Hxin las eitthvað úr biblíunni um inann, — jeg held hann hafi heitið Nikódemus. Það er sama, hvað hann hjet, en það var maður, semfórtilaðfinna Jesúm um nótt. Jesús sagði þessxxm manni, að liann þyrfti að endurfæðast. Konan sagði okkur, að allir Jxyrftu þess, svo að Jreir gætu farið til himnaríkis, þegar þeir dæju. Jeg hefi aldrei endurfæðst, og mig langar ekki til að deyja, eins og jeg er. Viltu ekki gera svo vel að sækja herprestinn, svo að hann geti sagt mjer, hvernig jeg eigi að endurfæðast?“ Hjer kom hik á gamla manninn. Þá hjelt hann áfram: „1 þá daga var jeg vantrxxarmaður. Að minsta kosti, þetta er það, sem jeg nefndi mig. En jeg var ekkert annað en gamall syndari. Jeg sagði við dreng- inn: ,Þxi þarft ekki að láta sækja herprestinn. Vertu bara rólegur. Þx'x þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta er alt í lagi.‘ Og jeg gekk burt. „Eftir svo sem klukkustund gekk jeg fram hjá rúmi drengsins aftur. Hann sagði við mig: ,Umsjón- armaðxxr, þó að þxi viljir ekki sækja herprestinn, viltu ekki gera svo vel að sækja lækninn. Jeg er að kafna. „, Já, drengur minn, jeg skal sækja lækninn,“ sagði jeg. Þegar læknirinn kom, þurkaði hann froð- una úr hálsi drengsins, svo að lxonum yrði ljettara að draga andann. Jeg sá það á drengnum, að hann gat ekki lifað lengi. Jeg hafði sjeð svo marga deyja Jæssa daga, alla með sömu einkennxim. Drengurinn þakkaði mjer og lækninum kurteislega fyrir alt, sem við höfðum gert fyrir hann. „Efrir klukkustund kom jeg aftur og bjóst við að drengurinn yrði látinn. En íxann lifði enn og leið þó mjög illa. Hann horfði upp til mín og sagði: ,Um- sjónarmaður, jeg er að deyja, og jeg er ekki endur- fæddur. Hvort sem þú trúir á það eða ekki, viltú ekki reyna að finna herprestinn og biðja hann að segja mjer, hvernig jeg get endurfæðst?* „Það var satt, hann var að deyja. Jeg sagði: ,Jæja, drengur minn, jeg skal finna herprestinn fyrir þig.‘ „Jeg hafði ekki gengið nema fáein spor, er jeg sneri við, gekk til drengsins aftur og sagði: ,Jeg ætla ekki að vera að sækja herpiestinn. Jeg skal segja þjer sjálfur, hvað þú átt að gera. Þú skilur það, að jeg er sjálfur vantrúarmaður. Jeg hefi enga vissu fyrir því, að nokkur Guð sje til, eða að til sje himnaríki eða lielvíti. Jeg veit ekkert um þetta alt. Jú, eitt veit jeg! Jeg veit, að móðir mín var góð kona. Ef nokkur Guð cr til, þá hefir hún þekt hann. Ef nokkurt himnaríki er til, þá er hx'xn vissulega komin þangað. Svo að jeg ætla að segja Jrjer það, sein móðir mín kendi mjer. Þú getur reynt það og vitað, hvort það hefir nokkra þýðingu. Fyrst skal jeg kenna þjer eitt \ers úr ritningunni. Það er .Jóhannes, þrír, sextán,' og hljóðar þannig: Því að svo elskaði Guð heiminn, að ha.m gaf einkason sinn, til þess að hver, sem á hann trxxir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Mamma mín sagði mjer, að jeg gæti ekki frelsað mig sjálfur, en ef jeg vildi trúa á Jesúm, þá vildi hann frelsa mig.‘ „Jeg bað drenginn að hafa versið yfir með rnjer og endurtók það, setningu fyrir setningu. ,Nú, drengur rninn, mamma mín sagði, ef nokkur treysti Jesú, þá mundi hann ekki glatast, heldur hafa ei- líft líf.‘ „Jeg ætlaði að kenna honum annað vers, sem xnóðir mín hafði kent mjer, en jeg sá, að hann hafði lokað augunum og varir hans bærðxxst. Hann sagði lágt: ,Svo elskaði Gxxð heiminn .... gaf einkason sinn .... hver, sem á hann trúir, á hann trúir, á hann írúir.‘ Eftir litla stund hætti hann að hafa orð- in yfir. Þá sagði hann liátt: ,Guði sje lof, umsjónar- maðxxr, þetta hrífur! Jeg trúi á hann! Jeg mun ekki glatast! Jeg hefi eilíft líf! Jeg er endurfæddur. Um- sjónarmaður, móðir þín hafði rjett fyrir sjer. Hví viltu ekki sjálfur reyna það, sem móðir þín sagði? Þetta hrífur! Já, umsjónarmaður, það hrífur!‘ „Seinna sagði hann: .Umsjónarmaður, áður en jeg dey, langar mig til að biðja þig að færa móður minni kveðju frá mjer og segðu henni það, sem þxx hefir sagt mjer, og skilaðu til hennar frá drengnum lienn- ar, að Jretta hrífurl' „Jeg beygði mig yfir rúm hans og kysti hann um leið og hann skildi við. En við hans síðasta andartak heyrði jeg hann segja: .Þetta hrífur‘!“ Um leið og gamli maðurinn endaði söguna, þurk- aði hann tárin af axigum sjer og sagði: „Drengxirinn hafði rjett fyrir sjer. Sannarlega hrífur það. Hver, sem trúir á hann, glatast ekki, heldur hefir eilíft líf. Nú hefi jeg reynt þaðl“

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.