Norðurljósið - 01.01.1952, Page 6
6
N ORÐURLJ ÓSIÐ
MOLAR FRÁ BORÐI MEISTARANS.
UM LEIÐBEININGAR GUÐS.
Eftir J. PENN-LE WIS.
„Allir þeir, sem leiðast af Anda Guðs, þeir eru
Guðs synir. Því að ekki hafið Jijer fengið þrældóms-
anda aftur til hræðslu, heldur hafið þjer fengið
Anda sonar-kosningar, sem vjer köllum í: Abba,
faðir!“ (Róm. 8. 14.-15.)
„Þar eð þjer eruð synir, þá hefir Guð sent Anda
sonar síns í hjörtu vor, sem hrópar: Abba, faðir!“
Andi Guðs-barnsins er gefinn öllum trúuðum,
þegar Heilagur Andi kemur inn í hjartað. Hann
þroskast eða vex að því skapi, sem hið gamla líf vort
er deytt með krossi Krists, er vjer verðum samgrónir
dauða Krists. Það má því kveða svo að orði, að leið-
beiningar Heilags Anda Guðs sjeu handa þeim, sem
gerast lítil biirn. Sameinuð hinum upprisna Drotni
getum vjer stöðugt tekið á móti Anda Jesú og oss
getur farið sífelt fram í því að læra að ganga sem
börn með föðurnum, er vjer reiðum oss á hinn trú-
fasta Anda hans, að hann leiði oss sem lítil börn og
varðveiti oss á vegi vilja hans.
Heilagur Andi leiðir oss aldrei til að gera nokk-
uð, sem er gagnstætt hinu ritaða orði Guðs. Andi
Guðs í orðinu og Andi Guðs í barni hans er ávalt
samkvæmur sjálfum sjer.
Vitnisburður Andans er ávalt gefinn, þegar vjer
breytum eftir Guðs vilja. Oss er þörf á skjótri dóm-
greind til að þekkja vitnisburð hans, er vjer prófurn
hvert spor vort í lífinu. Árvekni er oss þörf, til að
greina fyrstu bendingu hans, ef vjer víkjum frá vilja
Guðs. Andinn hefir ávalt ákveðinn tilgang með leið-
beiningum sínum. Hann eyðir ekki til ónýtis tíma
eða kröftum þeirra, sem hann leiðir.
Það hæfir oss ekki að þykjast hafa óskeikula leið-
beiningu í hverju smáatriði, sem vjer gerum. Oss er
betra að ganga þögul með Guði og láta liann um
það að sýna öðrum, hvernig hann leiðir oss.
Þegar Guð hefir sýnt oss, livað hann ætlar að gera
með oss, þá skulum vjer gæta þess, að tiltaka ekki
tímann sjálf, þegar það verður framkvæmt, eða bú-
ast við, að það verði framkvæmt þegar í stað. Vjer
skulum minnast, að oss getur skjátlast í því, hvað
áform Guðs með oss er í raun og veru, þannig, að
vjer getum skilið það, sem er andlegt, á annan hátt
en andlegan.
Vjer skulum forðast samninga við Guð og að
kalla þá sáttmála við hann, að segja: „Ef þú gerir
fietta...þá skal jeg gera . . . .“ Sál vorri geta orð-
ið slíkir ,,sáttmálar“ fjötur um fót síðar ineir, svo að
vjer þekkjum ekki nýjar leiðbeiningar frá Guði.
Hann hefir heitið að leiða oss spor fyrir spor.
Ef oss skjátlast, eigum vjer aldrei að vera hrædd
við að kannast við það. Þar sem er heiðarleg hrein-
skilni, þar dvelur Andi Guðs. Vjer erum aðeins
„leirker", og það er svo auðvelt að híndra hand-
leiðslu Andans. Það er langt um betra að kannast
við, að oss getur skjátlast, en vanheiðra Guð með
því að eigna honum það, sem vjer gerum af mis-
skilningi.
Vjer getum ekki vænst „sjerstakrar" leiðbeining-
ar, Jiegar alt, sem vjer þurfum, er að þekkja hið rit-
aða orð Guðs........Vjer skulum rannsaka orðið
kappsamlega og hlýða öllu því, sem vjer sjáum þar.
Ef vjer viljum einungis gera vilja Guðs og ekkert
annað, þá getum vjer vænst þess stund eftir stund, að
hann verki stöðugt í oss að vilja sinn vilja, meðan
vjer sinnum skyldum vorum af öllu hjarta.
Vjer skulum reiða oss á það, að Guð heldur aftur
af oss, jafnt eins og hann leiðir oss áfram. „Andi
Jesú leyfði þeim það eigi.“ (Post. 16. 7.) „Hjer er
vegurinn, farið hann,“ er kallað á eftir þeim, sem
eru að víkja út af honum. ýjes. 30. 21.) Sjeum vjer
að ganga beina götu vilja Guðs, hvílir bros föðurins
yfir oss, og hjarta vort hefir frið.
Gerið ekkert í fljótræði. Það er tími til alls, sem
Guð vill, að vjer gerum.... Gangan með Guði virð-
ist vera mjög hæg, en hún er örugg, og enginn timi
fer til ónýtis.
Þeim sálum, sem algerlega lúta stjórn Guðs, gefur
Heilagur Andi djúpan frið í hverju atriði, sem er
eftir hans vilja. Öruggast er að taka aldrei nokkra
ákvörðun, nema fullkomin kyrð sje í huga og hjarta.
Leiðbeiningar á erfiðleikatímum.
1. Fel Guði ákveðið erfiðleika þína. „Fel Drotni
vegu þína og treyst.“ (Sálm. 37. 5.)
2. Ber ákveðið traust til trúfesti Guðs. Mundu, að
sem faðir getur liann ekki látið bregðast að leiða
barnið sitt. „Sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður
að trúa því, .... að hann lætur þeim umbunað'
ýlaunað), er hans leita.“ ýHebr. 11. 6.)
3. Sjáðu um, að eigin vilji þinn sje lagður undir
Guð og vertu fús til að láta Guð leiða þig á sinn
hátt. „Ráðvendni hreinskilinna leiðir þá.“ (Orðskv.
11. 3.)
4. Fylgdu því ljósi, sem þú hefir nú, yfir það, hvað
er vilji Guðs.
5. Treystu Heilögum Anda til að gefa þjer heil-
brigða skynsemi. Skoðáðu þína erfiðleika frá þrenns
konar sjónarmiði: Fyrst, Guðs ríkis; næst, skyldu
þinnar gagnvart öðrum; síðast, áhrifa þeirra, sem
ákvörðun hefir á þig. „Hann lætur hina voluðu
(auðmjúku) ganga eftir r jettlætinu og kennir hinum
voluðu ('auðmjúku) veg sinn.“ (Sálm. 25. 9.)
6. Láttu málið livíla í hendi Guðs með þeirri
rólegu fullvissu, að hann tekur það að sjer, en gerðu
á meðan það, sem næst liggur fyrir að gera.
„Jeg vil kenna þjer og fræða þig um veg þann,
sem þú átt að ganga; jeg vil kenna þjer ráð, hafa
augun á þjer.“ ('Sálm. 32. 8.)
„Trúið þið, að jeg geti gert þetta? .... Já, herra.“
.... „Verði ykkur að trú ykkar!“ ('Matt. 9. 28.-29.)