Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1957, Síða 2

Norðurljósið - 01.01.1957, Síða 2
2 NORÐURLJÓSIÐ ákafri gráthviðu, en hélt svo áfram: „En það er nú hið sama — fyrst þú bannar mér það, þá skal ég vera heima, en það skaltu vita, að þá ber þú líka ábyrgð á velferð sálar rninnar." Svo hljóp hún grátandi inn í næstu stofu. Bertel hafði aldrei búizt við því, að samtalið end- aði svona. Ábyrgðin á sál Sínu — ábyrgðin! — Sú hugsun ýtt- ist sem hnífur inn í samvizku hans og stakk hann svo, að samvizkan vaknaði. Ábyrgðin á sál Sínu! — Þetta ómaði fyrir eyrum hans innra manns, röddin varð hærri og hærri, meir og meir ógnandi, unz hann að lokum varð hræddur. Ábyrgð — bera ábyrgð á sál Sínu, nú, það gat hann reyndar ekki. Og hvað leið hans eigin sál? Sú hugsun læddist á eftir hinni. Baráttu þessari lauk svo með því, að hann, í þriðja sinn á ævinni, varð að taka orð sín aftur. Heimsókn eins af nágrönnunum varð það sand- korn, er sligaði úlfaldann. „Við ættum helzt að fara og hlusta á þennan herj- ans Beck,“ sagði granninn. „Ég heyri sagt, að í kvöld ætli hann svona aðeins að lýsa leiðinni til Vítis.“ „Ætlar hann að lýsa leiðinni til Vítis, segir þú, það verður gaman að heyra," svaraði Bertel. Þar með var hann ákveðinn í að fara. Rétt á eftir kallaði hann fram í eldhúsið: „Sína, komdu inn fyrir, fljótt." Sína kom inn, niðurlút. „Sjáðu nú, Sína,“ hóf Bertel máls, „ég vil ekkert eiga við þessa ábyrgð, sem þú minntist á — þess vegna — þú mátt sækja samkomuna, og ég kem líka.“ Sína ætlaði að hlaupa upp um háls honum, en hann hindraði það. „Ekki þetta — ég segi aðeins, þú mátt sækja sam- komuna — og ég fer með. Þar með búið.“ Og Bertel kom á samkomu. Það varð merkasta atvik á ævi hans. Hann undr- aðist það í fyrstu, að presturinn ræddi ekkert um veginn til Vítis, heldur talaði hann um veginn til himinsins. Sá vegur lá um Golgata, og efnið í ræðunni, það var þetta: Hefir þú verið á Golgata? Presturinn lýsti krossinum — dóminum og frels- inu, sem fylgir honum — lýsti honum að sínum hætti í fögrum, myndauðugum orðum og í krafti Drottins. Bertel kom þetta mjög á óvart. Allar fyrri hug- myndir hans um „vítisprédikara", og einkum þenn- an hinn versta þeirra, féllu um koll. Það, sem þó gerði hann ruglaðan mest — allar hugmyndir hans um Guð, um sjálfan sig og sálu sína, fóru sömu leið. Eitt var hann þó viss um, hann hafði aldrei kom- ið á Golgata. Hann var þá á rangri leið — og hvar endaði hún? Bertel líktist óhöggnum steini. En hann var úr góðum marmara. Hann var sannur. Hann vildi sannleikann, hvar sem hann fann hann. Sannleiki Guðs snart hann sem hamarshögg. Hann var sundurkraminn, þegar hann gekk heim. Engum sagði hann það, Sínu ekki heldur. Hann reikaði um — einn — hugsandi og hugleiddi dag eft- ir dag. Seinast leið honum svo illa, að hann varð að stíga það auðmýktarspor, að leita hjálpar hjá einum hinna heilögu, einum af þeim, sem hann bar traust til. Þegar Bertel kom heim frá heimsókn þessari, var hann gjörbreyttur, og breyting sú var gjörbreyting. Allt líf hans síðan var sönnun þess. Ef Bertel sagði já, þá var það já. Þegar hann kom heim, kallaði hann á Sínu inn í stofuna. Hún varð nærri hrædd, þegar hún leit í augu honum, þau ljómuðu, glömpuðu sem væru þau full af eldi. „Sína,“ hóf hann máls — og óðara en hann nefndi nafn hennar hvarf óttinn. Svo þýð hafði rödd hans aldrei verið áður. „Sína, ég hefi verið á Golgata." „Það var þá blessun, að. . . .,“ „Nei, segðu ekki neitt,“ greip hann fram í, „láttu mig tala. Ég hefi verið á Golgata — og þar hefi ég lært eitthvað, sem ég þekkti ekki fyrr. Ég hefi lært að þekkja Guð, og ég hefi lært að þekkja sjálfan mig.“ „Ó, Bertel. . . .“ „Nei, láttu mig tala út, segi ég. Ég hefi lært að þekkja sjálfan mig — og ég vil segja þér það, Sína, ég hefi verið björn, slæmur maður, einkum gagn- vart þér.“ „Ó, Bertel. ..." „En Jesper, sem ég hitti, sagði: „Nú hefir þú verið á Golgata, og þar hefir þú fengið syndir þínar afmáðar." Já, allar, Sína, Guði sé lof.“ „En þar verður maður ný skepna," sagði Jesper við mig, „skilur þú það, Bertel?" „Það er ekki meira en svo,“ sagði ég. „Jú, ég á við, að þú hafir verið björn, Bertel.“ „Það á vel heima um mig,“ sagði ég. „En þegar maður hefir fengið fyrirgefningu synda sinna, þá getur maður ekki haldið áfram að vera björn.“ „Því er ég sammála,“ sagði ég. „En þá verður maður að vera lamb. Vilt þú gang- ast undir það, að vera lamb framvegis, Bertel?“ sagði Jesper við mig. Ég hugsaði mig um snöggvast, því að þetta er mikilsvert mál, Sína, svo að ég rétti honum hönd mína upp á það og sagði: „Já, ég samþykki þetta.“ Og þess vegna er það, Sína, að ég segi nú við þig: Getur þú fyrirgefið mér, að ég hefi verið björn, slæmur maður gagnvart þér?“ „Ó, Bertel, Bertel." Tárin streymdu sem úr upp-

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.