Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1957, Qupperneq 3

Norðurljósið - 01.01.1957, Qupperneq 3
NORÐURLJÓSIÐ 3 sprettulind af augum Sínu. Það gagntók hana svo, að Bertel bað hana fyrirgefningar. „En ég lærði nú líka dálítið annað í ferðinni — ég hefi þótzt vita það áður, en nú veit ég það ákveðið. Ég hefi snúið mér, en þú verður líka að snúa þér til Krists — það er engin önnur leið.“ „Snúa mér — ég... .“ „Já, einmitt, því að þú hefir aldrei snúið þér. Þú segir það að vísu, en ég hefi aldrei séð það. Þú hefir að vísu orðið fyrir einhverjum áhrifum áður, en ég sé ekki, að annað hafi af þeim leitt en það, að þú sækir samkomur, biður langar bænir — og þvaðrar, og það á alls ekki við.“ „Ó, Bertel. .. .“ „Já, Sína, ég þekki ekki margt í þessum efnum, en það veit ég, að þetta á ekki við. Það á við, að maður sé ekki björn, eftir að maður þefir snúið sér — það skil ég — gamli Bertel verður að vera nýr Bertel. En maður getur þá heldur ekki verið þvað- urskjóða, sem vanrækir heimili sitt. Hin gamla Sína verður að vera ný Sína. Skilur þú það?“ „Já, já, Bertel, ég skil það vel.“ „Það þýðir ekkert að tala um það, að við séum heilög, heimurinn verður að fá að sjá það, sagði Jesper við mig, og ég hefi ekki séð heilagleika hjá þér, Sína. Fyrir því verðum við að koma út á Gol- gata, þar fáum við allt. Viltu koma þangað, Sína?“ „Já, Bertel, já, ég vil það.“ „Látum okkur þá biðja," mælti Bertel. Þau féllu þá bæði á kné, og Sína bað Guð um miskunn og frelsun. (Þýtt úr dönsku.l ------» Móse vissi meira en „P.". Meðan ég var í Reykjavík, var mér fengið eintak af „Mánudagsblaðinu" frá 12. nóv. s.l. í því var grein, er nefnd var „Manneldi og Móselög". Þótti ekki úr vegi, að hún væri eitthvað athuguð. Greinin er árás á biblíuna og Náttúrulækningafélagið. Get- ur það svarað fyrir sig, ef það virðir greinarhöfund svars. Ég skal bera vitni um sannleikann í biblíunni. P. ritar: „Hann (Móse) nam alla speki Egipta- ^ands. Sú speki virðist þó hafa verið af skornum skammti, því að mikillar fáfræði kennir víða í sköp- unarsögunni.“ Sköpunarsaga Egipta, sem Móse nam í æsku, er úll önnur en sköpunarsaga biblíunnar. T. d. kenndu þeir, að jörðin stæði á fimm stólpum, var S1nn undir hverju horni hennar og einn í miðj- unni. Hvorki þessa né aðrar egipzkar bábiljur setti ^óse í sköpunarsöguna. Hún á sér líka æðri upp- runa en mannlega vizku Móse eða annarra manna. P- ritar: „Móse segir, að skaparinn hafi aðskilið vatnið frá þurrlendinu, undir og yfir festingunni, himninum. Eftir þessu geymdi skaparinn vötn yfir himninum, opnaði þar flóðgáttir og lét rigna þaðan yfir jörð vora eins og t. d. í syndaflóðinu. Þetta sýn- ir, að Móse hefir ekki verið sérlega vel að sér í nátt- úrufræðinni. Hann þekkti ekki lögmál fyrir rign- ingunni." iÞetta sýnir fáfræði hr. P., ekki fáfræði Móse. Móse notaði orðið raqiyah, þegar hann skrifaði sköpunarsöguna. Það þýðir ekki „festing", eitthvað fast, heldur ,,þensla“, eitthvað sem þanið er út. Grikkir héldu, að fastur himinn væri yfir jörðinni, og gríska spekin, ekki hin hebreska, olli því, að orð- ið „festing" komst inn í biblíuna, þegar hún var þýdd. „Þenslan", gufuhvolfið, geymir firn af vatni enn í dag. Enginn maður veit, hve mikið það er. Menn hafa reynt að reikna út, hve mikið vatnsmagn falli á jörðina á hverri sekúndu, og eru það 16 milljónir smálesta, sem þeir hafa gizkað á. En vatnið í sjónum og vatnið í loftinu er hvað öðru frágreint, alveg eins og biblían segir. Ef sjórinn færi að sjóða, yrði lítil greining lagar og lofts. Ástæða er til að ætla, að loftslag hafi verið hlýrra hér á jörð, þegar maðurinn var skapaður, heldur en nú er orðið. Mun sú breyting hafa orðið við Flóðið mikla. Var því miklu meira vatnsmagn í gufuhvolf- inu fyrir flóðið en eftir það. Þá spyr P., hvernig skaparinn hafi skilið myrkrið frá ljósinu. Þessu er auðsvarað, ef þess er gætt, að biblían bætir við: „Guð kallaði ljósið: ,Dag’, en myrkrið kallaði hann: ,Nótt.’ Jörðin snýst um sjálfa sig, þess vegna skiptast á dagur og nótt. Er því Guð greindi sundur dag og nótt, kom hann jörðinni af stað og lét hana fara að snúast. Þá segir P., að Adam og Eva hafi talað hebresku, sömuleiðis höggormurinn. Hvar eru heimildir P. fyrir þessari staðhæfing? iÞær finnast ekki í biblí- unni, heldur ekki við uppgröft á ritum manna, sem lifðu á undan flóðinu mikla. Eber, forfaðir Hebrea, fæddist ekki fyrri en nokkuð löngu eftir flóðið, og hebreska er ekki frumtunga mannkynsins. Er P. hugleiðir syndafallið, segir hann, að skapar- inn „setti kerúba sína, brynjaða og með reidd sverð, til þess að gæta trés vizkunnar, svo börnin hans stælu ekki framar af ávöxtum þess og yrðu vitur.“ Biblían segir, að hann „setti kerúbana fyrir austan Eden-garð og loga hins svipanda sverðs, til að geyma vegarins að LÍFSINS tré.“ Hann er líklega gamall maður og glámskyggn orðinn, hann P., svo að virða má honum til vorkunnar, þó að hann lesi þannig, að kerúbarnir hafi verið í brynjum, og honum sýn- ist sverðið tvö eða fleiri og lífsins tré vera skilnings- tréð. Þeir, sem gagnrýna biblíuna, ættu að fara rétt með orð hennar. Minna verður ekki af þeim krafizt. S. G. J.

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.