Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1957, Side 4

Norðurljósið - 01.01.1957, Side 4
4 NORÐURLJÓSIÐ Læknir, lækna þú sjálían þig. (Framhald.) RUT RAYNER. Pósturinn var sjálfsagt kominn. Rut Rayner fór í káp- una sina og læddist hljóðlega út. Móðir hennar svaf. Hún gat því skroppið í pósthúsið til að vita, hvort ekki væri komið svar við bréfi, sem hún hafði ritað gömlu skólastýr- unni sinni. Svo gat viljað til, að hún mætti aðstoðarprestin- um, Adrian Francis. Þau höfðu mætzt daginn eftir, að þau fóru til Lundúna. A heimleiðinni þaðan höfðu þau ekkert talazt við, af því að þær ungfrú Moffatt höfðu komið seinna en aðrir í vagn- inn og sátu fjarri prestinum. Auk þess hafði hana ekkert langað til að ræða við hann eða nokkurn mann. Hún vildi sitja hljóð og hugleiða það, sem hún hafði lært vegna þess- arar samkomu. Þeirri hugmynd, að Guð hefði áætlun, sem hún ætti að fylgja, meðan hún lifði, hafði hún aldrei fyrri kynnzt. Ef hún hafði eitthvað hugsað um tilgang lífsins, þá leit hún þannig á, að lífið væri barátta og að hinir dugmestu yrðu ofan á. Nógu oft hafði hún sagt við sjálfa sig, að hún væri lítilmagni, en hún ætti að vera hugrökk og guggna ekki í stað þess að láta erfiðleikana sigra sig. Avallt fór þó svo, er hún hugsaði á þessa leið, að kjarkleysi mikið greip hana, og minnimáttarkenndin var stöðugt sterk hjá henni. Mun- aði minnstu, að hún liti svo á, að hún fengi engu komið í framkvæmd. Það var í fyrsta sinn, að hún fann einhvern styrk hjá sér, er hún var að leggja af stað á samkomuna í Lundúnum. Rétt þegar allir voru að setjast í vagninn, komu þau skila- boð frá móður hennar, að hún sé orðin fárveik. Allra snöggvast hikaði hún, en minntist þess þá, að fjórðungi stundar áður hafði verið sjáanlegt, að móðir hennar var að gera sér upp veikindi. Rut bað því sendimanninn að fara heim til læknisins og biðja frú Haggs að líta til móður hennar. Það var alls ekkert að frú Rayner. En samkomunni átti Rut það nú að þakka, að hún vissi, að takmark lífsins er ekki barátta, að komast betur áfram en aðrir. Takmark lifsins er að gera Guðs vilja. Þetta þýddi, að hún þurfti ekki framar að halda, að lífið geymdi henni engin gæði. Jafnvel þótt svo færi, að Adrian Francis vildi ekki eiga hana, þá þurfti henni ekki að finnast, að lífið væri án tilgangs. Hún hafði verið fullvissuð um, að til væri áætlun, sem henni væri ætlað að fylgja. Ur augum konunnar, er sagði henni þetta, skein hamingjuljós; og þegar hún ráðvillt spurði, hvernig hún gæti þetta, opnaði konan biblíuna og sýndi henni í Orðskviðunum grein, sem hún endurtók með sjálfri sér alla leiðina heim: „Mundu til hans á öllum þínum’vegum, þá mun hann gera stigu þína slétta.“ (Orðskv. 3. 6.) Þetta var fyrirheit sagði konan, og Guð sveik aldrei fyrirheit sín. Nú var það markmið Rutar, að muna til Guðs, minnast hans, í öllum smámunum lífsins, til þess að hún gæti ör- uggt vænzt þess, að hann mundi, á sínum hentuga tíma, sýna henni, hver væri áætlun sú, er hann hefði ætlað henni að fylgja. Þetta var örvandi og hrífandi hugsjón: lífið samkvæmt áætlun Guðs. Fyrst af öllu varð henni ljóst, að henni var ekki ætlað að vera áfram heima og eyða dögum sínum til ónýtis. Hefði móðir hennar þarfnast hennar, gæti það hafa verið fyrirætlun Guðs, að hún væri kyrr; en móðir hennar þurfti hennar ekki við. Hún ætlaði því að útvega henni vinnu- konu; sjálf ætlaði hún að takast á hendur eitthvert starf. Rut hafði því skrifað gömlu skólastýrunni sinni og spurt, hvort ekki væri orðið of seint að hefja hjúkrunarnám. Hún var að vitja svarsins við þessari fyrirspurn. Hjarta hennar svall af sælu, þar sem hún gekk. Hve Guð hafði reynzt henni góður, einmitt þessa fáu daga, sem liðnir voru, síðan hún varð barnið hans. Hvað það var óvænt, þegar hún hitti aðstoðarprestinn. Þau mættust, og hann sagði henni frá samtali sínu við prestinn. Og hún — sér til furðu — varð þess vör, að hún var farin að segja honum, hvað komið hafði fyrir hana á samkomunni, alveg óþvingað og eðlilega. Þau gengu saman í áttina út úr þorpinu, og hann sagði, er hann hafði minnzt á afturhvarf sitt: „Þetta hefir auðvitað breytt áformum mínum. Hér verð ég að vera í sex mánuði enn, — rétt til að láta fólk sjá, hvað hefir gerzt. Síðan verð ég að fara eitthvað annað og starfa mikið. Þetta er ekki staður handa mér. Vera má ég lendi í fátækri sókn. Það getur verið hræðilegur staður sem heimkynni. Það geta liðið, ef til vill, mörg ár áður en tekjur mínar — ég á við það, að aðstoðarprestar eru af- skaplega illa launaðir, Rut. Ég, — ef til vill ætti ég ekki að biðja neina stúlku að vera förunautur minn í lífinu. — Þú ert auðvitað sú, sem ég á við.“ Hún var alveg ótrúlega sæl, er hún rifjaði upp fyrir sér orð hans. í pósthúsinu beið hennar bréf. Hún fór með það út á fáfarna götu, opnaði það og las: „Kæra Rut mín! Það var sannarleg ánægja að frétta frá þér eftir svo lang- an tíma. Það gleður mig að vita, að þú hefir ekki með öllu sleppt fyrirætlun þinni, að læra hjúkrun barna. Jú, leiðin er opin enn þá. Ég skal undirbúa allt fyrir þig hér. Mér þætti vænt um, að þú kæmir sem allra fyrst. Ef þú getur símað, þá er númerið. .. . “ (Framhald.) ----------------------------- FRÁ EMMAUS BIBLÍUSKÓLANUM. Skýrt var frá því í 9.—10. tbl. síðasta árgangs, að ís- lendingum væri gefinn kostur á að njóta eins af bréfa- námskeiðum þessa biblíuskóla. Nefnist það „Biblíu- kenningar“, er í 12 námsköflum og kostar þátttaka í því 50 kr. Námi er hagað þannig, að þátttakanda eru sendir námskaflar ásamt prófblöðum frá umboðsmanni skólans hér, sem er ritstj. „Nlj.“. Er nemendur hafa athugað námskaflann, leysa þeir af hendi verkefni sín og senda prófblöðin hingað. Eru þau þá leiðrétt, ef þörf krefur, og síðan endursend ásamt nýjum námsköflum. Enginn vafi leikur á því, að margir gætu haft stórmikið gagn af þessu námskeiði, og hefir reynslan sannað það víða um heim. Fólki, sem les ensku nokkuð vel, er bent á, að hægt er að útvega því námskeið í mörgum greinum, sem koma við kenningum heilagrar ritningar eða kristilegu starfi. Verða gefnar nánari upplýsingar, sé þess óskað. Utanáskrift er: Emmaus-biblíuskólinn, Hólf 148, Akureyri. Arthur Gook og konu hans leið sæmilega vel, er síðast fréttist.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.