Norðurljósið


Norðurljósið - 01.02.1963, Síða 5

Norðurljósið - 01.02.1963, Síða 5
NORÐURLJÓSIÐ 13 nokkru móti lifað lengur en eitt ár í þessu ástandi. Ethel fannst, að heimurinn hennar hefði alveg hrunið saman, þegar Klara var orðin svo sjúk og ekki gefin lengri lífs- von. Hugsunin, að missa Klöru, virtist afmá síðustu stjörn- una á sjóndeildarhring hennar. Þetta var meira en hún gat borið. Ævi hennar virtist fyllast fleiri og fleiri ósvarandi spurningum. (Framhald.) ---------x--------- Borgarstjóri leitar sannleika og réttvísi Eftir Alfred R. Pierce. Meiri hluta ævi minnar var ég einn þeirra manna, sem alitaf leita einhvers. Loksins var það niðurstaða mín, að virkilega væri ég að leita að sannleika og réttvísi. Sem drengur sótti ég öðru hvoru sunnudagaskóla, og einhvern veginn var þar gróðursett hjá mér sú hugsun, að svipast um eftir sannleikanum. Fjögur ár í herþjónustu erlendis hjálpuðu til, að þetta festi dýpri rætur hjá mér. Ef til vill gæti ég fundið sannleikann, ef ég yrði mál- færslumaður. I lagaskóla fór ég, er styrjöldinni lauk. Leit mín að sannleika og réttvísi var hafin fyrir alvöru. Því fastar, sem ég sótti námið og því meir, sem ég leitaði, því minna fann ég. Þá bar svo til, að ég hugleiddi herþjónustuár mín og þau skipti, er ég hélt, að allra síðustu mínútur eða andartök mín væru komin. Þá hafði ég, eins og langflestir menn í svipuðum kröggum, ákallað Guð um hjálp. Er hann hafði veitt þá hjálp, hafði ég lifað lífinu áfram eins og ekkert hefði gerzt. Nú, þar sem þetta var mér samvizkubyrði, skildi ég snögglega þetta. Hér er ég í lagaskóla að leita sannleika og réttvísi, — en þau eru ekki hér! Maðurinn getur ekki veitt sannleika og réttvísi. Með þetta allt í huga hóf ég að lesa biblíuna með meiri nákvæmni en ég hafði nokkru sinni áður gert. Ég las hana með einlægri þrá að leita sannleikans. Er ég koin í Jesaja 53. kap. og spádóm hans um komandi frelsara, fóru hugsanir mínar að skýrast um efnið sannleikur og réttvísi. Hvernig gætu nokkrir dómendur sagt, ef þeir ættu að kveða upp úrskurð um þennan kafla, að hann lyti ekki að Jesú Kristi? Handritin, sem fundizt hafa hjá Dauðahafinu, hafa staðfest, að þetta var skráð fyrir daga Krists: „Hver írúði því, sem boðað var af oss?“ Hver vill trúa því, að Guð hafi sent son sinn í heiminn til að deyja, til að krossfestast, til að taka á sig syndir heimsins? Hver mundi trúa þessu? Er ég með bæn hugleiddi þennan stórmikla ritningar- stað, varð ég að spyrja sjálfan mig einnar spurningar: „Hvernig get ég sem maður, er leitar sannleika og rétt- lætis, neitað orði Guðs?“ Þá vissi ég, að ég átti frelsara, og hann var Jesús Kristur. Ég vissi, að hann var til og að hann dó fyrir mig. Trú mín beindist að honum, og ég veitti honum viðtöku sem frelsara mínum. Þetta var árið 1946, rétt eftir stríðið. Þá mætti mér spurningin, sem aldrei verður umflúin: Hvað vill Guð láta mig gera? Hugsanir sannkristins manns beinast að því, fyrst af öllu, að ganga í þjónustu Krists. Ég bað mikið um þetta mál. Allt í einu komst ég að undrunar- verðri niðurstöðu. Þegar Jesús kom, fór hann ekki til prestanna eða levítanna. Hann kom til óbreyttra manna, fiskimanna, sem stunduðu fasta atvinnu. „Þér skuluð vera vottar mínir.“ Sérhver okkar á að vera vottur. Við eigum að nota þá hæfileika, þær talentur, sem Guð hefir gefið okkur, og „verzla með þetta, þangað til hann kemur.“ Sem starfandi málfærslumanni varð mér mjög þung byrði það ástand, sem ríkti í borginni okkar. Þar sem ég hafði barizt í stríði, hafði ég talsverðar áhyggjur af því, hvernig ástandið væri í landi voru: Siðspilling í borgunum, kommúnismi að læðast inn í landið. Eitthvað verður að gera! Vor kynslóð og undangengnar kynslóðir hafa leitt inn í stjórn Bandaríkjanna saur og spillingu. Vandamál vort er ekki spilling æskunnar; það er spilling fullorðna fólksins, sem veldur oss erfiðleikum. Sorglegur skortur á leiðtogum hrjáir oss. Jafnvel margir trúaðir menn harma þá hugmynd, að sannkristnir menn skipti sér af stjórnmálum. Þeir gleyma tvennu mikilvægu: Annað er boðorð Drottins: „Farið út um allan heiminn.“ Hitt er sú staðreynd, að ljósið skín hjartast í myrkrinu — og að þar er þörf á þínu ljósi og mínu. Guð notar fólk! Idann notar það í stjórninni, í stjórn- málum. Satt er það, menn geta hiotið meiðsli í stjórnmál- um. En það er kominn tími til, að kristnir menn leggi nokk- uð í hættu, — að þeir leggi niður að láta guðlaust fólk taka allar mikilvægar ákvarðanir, sem velferð vorri koma við. Það er af þessu, sem ég er í stjórnmálum og auðvitað af þeirri ástæðu, að ég trúi, að Guð vilji hafa mig þar. Hvílík gleði er það, að fólk kemur til mín á götunum, oft og tíðum, og segir mér að það sé að biðja fyrir mér! Og að vita, að Guð heyrir og svarar bæn. „Sá er meiri, sem í yður er, en sá, sem er í heiminum.“ Vér þurfum ekki að óttast óvininn. Það er kristileg ábyrgð mín í stjórninni að þjóna. Megi Drottinn stöðugt minna mig á þá staðreynd. (Þýtt úr „Contactmálgagni kristinna kaupsýslumanna,. 127 South Wacker Drive, Chicago 6, Illinois.) ATHUGASEMD RITSTJ. — Sjónarmið háttvirts höf„. að kristnir menn eigi að taka þátt í stjórnmálum, er íals- vert umdeilt. Menn benda á, að hvorki Drottinn Jesús né postular hans skiptu sér vitund af stjórnmálum, svo að kunnugt sé. Ennfremur, oss er bent á að breyta eins og Kristur breytti, einnig að feta í fótspor Páls. Lausnin á málinu liggur líklega í þessum orðum Páls postula: „Bræður, sérhver verði hjá Guði kyrr í þeirri stétt, sem hann var kallaður í.“ (I. Kor. 7. 24.) Þetta merkir, að maður, sem sinnir stjórnmálum áður en hann snýr sér til Krists, þarf ekki og á ekki að hætta við þau þess vegna. Slíkir sannkristnir menn hafa oft unnið mikið verk fyrir Guð. En hins vegar eru dæmi um menn, sem farið hafa út á stjórnmálabraut eftir afturhvarf sitt og; beðið af því mikið andlegt tjón. x-

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.