Norðurljósið - 01.02.1963, Blaðsíða 6
14
NORÐURLJÓSIÐ
Molar frá borði Meistarans.
(Greinir fyrir lœrisveina Krists.)
Vakið.
Yfir lækinn Kedron, upp í lága hlíð Olíufjallsins, stefnir
lítill hópur manna. Það er nótt. Þegar komið er að garð-
vegg, skilur foringinn eftir átta menn. Með þremur öðrum
gengur hann inn í garðinn. Þá segir hann við þá: „Sál
mín er sárhrygg allt til dauða; bíðið hér og vakiff með
mér.“
Hann gengur svo sem steinsnar frá þeim, fellur fram á
ásjónu sína og tók að biðjast fyrir. Mennirnir þrír sitja
eftir. Þreytan eftir langan dag fer að segja til sín, augun
lokast, þeir falla í fastan svefn.
Meistari þeirra kemur til þeirra, ávarpar þá og segir
við Pétur: „Þér gátuð þá eigi vakað með mér eina stund?
Vakið og biffjið, til þess að þér fallið eigi í freistni."
Pétur vissi eigi, að freistingin var á næstu grösum,
reynslustundin ógurlega. Hann hlýddi eigi boði Drottins,
svaf áfram og féll.
Hvernig hefðu þessir þrír menn getað haldið sér vak-
andi?
f^yrst af öllu með því að tala við Guð, leita hj álpar hans
til að vaka og biðja eins og þeim hafði verið sagt. Guð er
fús að hjálpa þeim, sem halda vilja fyrirmæli sonar hans
og gera eins og hann segir.
I öðru lagi hefðu þeir getað talað saman. Þeir hefðu
getað farið að tala saman um stórmerki Guðs, hvernig
hann frelsaði ísrael úr ánauð Egipta. Páskamáltíðin var
nýlega afstaðin, og páskaundrið í Egiptalandi ferskt í
minni. Þeir hefðu getað rætt um kraftaverkin og dásemdar-
verkin, sem Drottinn hafði gert í augsýn þeirra. Þeir hefðu
jafnvel getað rifjað upp allt það, sem hann hafði látið þá
framkvæma, þegar hann sendi þá út til að prédika, lækna
sjúka og reka út illa anda. Þeir hefðu getað rætt um kom-
andi ríki Krists, hvort hann mundi láta dragast lengi að
stofna það.
í þriðja lagi hefðu þeir getað ýtt hver við öðrum, áminnt
hver annan, þegar þeir fóru að dotta og draga ýsur.
Stafaði ekki svefn þeirra, undanlátssemi þeirra við hann,
mest af því, að þeir höfðu ekki tekið orð Meistara síns,
skipun hans, eins alvarlega og þeim bar að gera? Hefði
það verið hjartans ásetningur þeirra, að þeir skyldu gera
alveg eins og þeim var boðið, hvað sem það kostaði, mundu
þeir þá ekki hafa staðið sig betur?
Oss hefir Drottinn einnig boðið að vaka. Hann er farinn
úr þessum heimi, er eins og steinsnar í burtu. En hann
kemur aftur. Hann talaði aftur og aftur um endurkomu
sína. Það er talað meira í nýja testamentinu um endur-
komu hans en nokkurt annað efni.
Kristur hefir með mörgu móti reynt að hamra það inn
í huga vorn og hjörtu, að vér eigum að vera vakandi, þegar
hann kemur.
Vér eigum að vaka eins og húsráðandi mundi gera, sem
ætti von á innbrotsþjófi á vissri stundu. (Matt. 24. 43.)
Vér eigum að vaka eins og dyravörður, sem fær skipun
frá húsbónda sínum, sem er að leggja af stað í ferðalag,
að vera vakandi, þegar hann kemur. Húsbóndinn hefir
falið þjónum sínum hverjum sitt verk, sem þeir eiga að
stunda í fjarveru hans. Dyraverðinum gefur hann aðeins
eina skipun: „Vertu vakandi og ljúktu upp fyrir mér,
þegar ég kem.“ Öðru verki þarf hann ekki að sinna. Þannig
eigum vér að vaka, sem trúum á Drottin Jesúm.
„Vakið og biðjið.“ Þetta sagði Drottinn við postulana
þrjá. Hann hefir einnig boðið oss: „Verið ávallt vakandi
og biðjandi.“
Hvers vegna eigum vér að vaka og biðja?
Fyrst og fremst til þess, að vér megnum að umflýja allt
það, sem fram mun koma.“ (Lúk. 21. 36.)
Ógurlegir atburðir boða endurkomu Krists til jarðar.
Astand heimsins verður svo skelfilegt, áður en hann birtist
að vér hvorki skiljum það né getum heldur lýst því. Frá
hrylliiegustu hörmungum allrar sögu mannkynsins vill
Drottinn frelsa oss. „Vakið, biðjið,“ segir hann.
í öðru lagi eigum vér að vaka og biðja, til þess að vér
fáum staðizt frammi fyrir Drottni, þegar hann kemur.
Endurkoma hans er tíminn, þegar hann gerir upp reikninga
sína við þjóna sína. En þjónar hans eru allir þeir, sem trúa
á hann sér til hjálpræðis. „Sælir eru þeir þjónar, sem hús-
bóndinn finnur vakandi, þegar hann kemur.“ (Lúk. 21. 36.,
12. 37.)
Drottinn lítur á fólk sitt hér á jörðu. Það er í alls konar
andlegu ástandi. Hjá sumum er kærleikurinn til hans farinn
að kólna. Aðrir eru hálfvolgir, ánægðir með sjálfa sig,
og sjá ekki hættuna, sem yfir þeim vofir. Og sumir eru
sofandi eins og söfnuðurinn í Sardes. (Opinb. 3.) Drott-
inn segir við slíkan mann eða söfnuð: „Vakna þú!“ „Ef
þú nú vakir ekki, mun ég koma yfir þig eins og þjófur, og
þú munt alls ekki vita, á hverri stundu ég kem yfir þig.“
Sofandi fólk er óviðbúið fólk. Það tekur ekki fagnandi
á móti Drottni sínum, þegar hann kemur aftur. Það notar
ekki tækifærin, sem það hefir til að þjóna honum, meðan
nóttin kemur ekki, nóttin, þegar enginn maður getur unnið.
Bróðir og systir! Ertu vakandi, ertu biðjandi? Ertu
bíðandi hinnar sælu vonar og dýrðar-opinberunar hins
mikla Guðs og frelsara vors Jesú Krists? (Tít. 2. 13.) Ertu
að nota tækifærin nú, sem Guð gefur þér til að vitna um
frelsara þinn, útbreiða þekking á hjálpræði hans? Sé þetta
ekki svo, þá ertu sofandi. Sofðu ekki lengur. Vaknaðu,
meðan enn heitir: í dag.
Og viltu biðja Drottin að gefa mér það, að ég verði
vakandi, biðjandi og starfandi, þegar hann kemur?
„Kom þú, Drottinn Jesús.“ Það verði bæn vor.
„Vakið, standið stöðugir í trúnni. Verið karlmannlegir.
Verið styrkir.“ (I. Kor. 16. 13.) Trúin á Drottin Jesúm
er dýrmætt hnoss. Vér eigum óvini, sem vilja ræna oss
þessu hnossi, með því að beina sjónum vorum frá Kristi,
en ekki að honum eða til hans. Vér eigum að sýna af oss
karlmennsku, styrkleik, ekki svefn og óstöðuglyndi.
„Verið algáðir, vakið; óvinur yðar djöfullinn gengur
um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti
gleypt; standið gegn honum stöðugir í trúnni.“ (I. Pét.
5. 8., 9.)
Hér er ennþá ein áminning til vor að vaka: Vér eigum