Norðurljósið


Norðurljósið - 01.02.1963, Side 8

Norðurljósið - 01.02.1963, Side 8
16 N ORÐURLJ ÓSIÐ Hvað virðist yður? Um jörðina alla hafa menn minnst þess nýlega, að Jesús Kristur kom í heiminn. Þá vaknar spurningin áleitna, sem heimtar svar: „Hvað virðist yður um Krist, hvers sonur er hann?“ Hann bar sjálfur þessa spurningu fram. Aheyr- endur hans svöruðu: „Davíðs“, en ekki var hann ánægður með það svar. „Hvað virðist yður um Krist?“ Milljónir manna á milljónir ofan svara þessu til, ef spurðir væru: „Yér höfum aldrei heyrt hans getið.“ Múhameðsmenn svara: „Hann var spámaður, en ekki eins mikill og Múhameð.“ Kommúnistar munu segja: „Hann var kommúnisti eins og Marx og Lenin.“ Þetta svar var manni gefið í Rússlandi. Efamaðurinn hrukkar ennið og segir: „Eg veit ekki með vissu, hvort hann var til. Vantrúin hleypir yglibrúnum og svarar: „Það eru eng- ar sagnfræðilegar heimildir fyrir því, að maðurinn Jesús Kristur hafi verið til.“ (Alþýðubók Laxness, 1. útg.) Margir úr hópi guðfræðinga allra landa svara og segja: „Hann var sonur Jósefs frá Nazaret; góður maður, fyrir- mynd okkar í fögrum dyggðum, fórnarlund og kærleika.“ Meginþorri manna, að minnsta kosti hérlendis, berg- málar þetta og segir: „Hann var maður eins og þú og ég, góður maður, sem vildi vel.“ Háttvirtu samtíðarmenn Jesús Krists, hvað virtist ykkur um hann? Jóhannes skírari: „Sá er mér máttkari, sem kemur á eftir mér, og ég er ekki verður að bera skó hans.“ (Matt. 3. 11.) Eg hefi vitnað, að þessi er Guðs-sonurinn.“ (Jóh. 1.34.) Pétur postuli: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ (Matt. 16.16.) Lærisveinar hans, sem voru í bát með honum, er hann kyrrði vind og vatn: „Sannarlega ert þú sonur Guðs.“ Matt. 14.33.) Tómas postuli, þú varst nokkuð trúlítill. Hvað virtist þér um Krist? „Drottinn minn og Guð minn,“ sagðir þú, er þú sannfærðist við upprisu hans. Páll postuli, þú, sem fyrir afturhvarf þitt varst ofsókn- ari, lastmælandi og smánari Jesú frá Nazaret og þeirra, sem trúðu á hann, hvað sagðir þú? „Ég lifi í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.“ (Gal. 2.20.) Þú hinn mikli og æðsti, sem ert ofar oss öllum, Guð, Faðirinn, sem kristnir menn játa trú sína á, hvað sagðir þú um Jesúm Krist? „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hefi velþóknun á; hlýðið á hann.“ (Matt. 17.5.) Þú, sem varst og ert nefndur Meistari, Jesús frá Nazaret, hvað sagðir þú um sjálfan þig? „Segið þér þá við þann, sem Faðirinn helgaði og sendi í heiminn: „Þú guðlastar af því að ég sagði: ,Ég er sonur Guðs‘?“ (Jóh. 10.30.) Þið æðstu prestar, öldungar og fræðimenn, þið óvinir Jesú frá Nazaret, sagði hann þetta? „Hann treysti Guði. Hann frelsi hann nú, því að hann sagði: ,Ég ef Guðs sonur‘.“ Matt. 27.43.) Þér kristnu trúmenn allra alda og píslarvottar, sem staðfest hafið trú ykkar með blóði ykkar, hvað virðist yður um Krist? Vér svörum allir einum rómi með orðum postulans Páls: „Sonur Guðs elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.“ Hvað virðist þér um Krist? Til hvers kom hann í heim- inn? Ef svarið vefst fyrir þér, þá er það þetta: „Það orð er satt, og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn.“ (I. Tím. 1.15.) Hefir hann frelsað þig frá syndum þínum? Ef ekki, hvers vegna ekki ? — (Þessi grein átti aS koma í janúarbl.) VIÐ KOLBEINSHAUS Brýtur á Kolbeinskolli kvikan svo þung og há, hræra þó hvergi klettinn hamrama báran má. Fuglinn um fjörur löngum í friði þar ugglaus sat. Ognþrunginn ægis kraftur unnið ei bjargið gat. Brimöldur tímans brotna Bjarginu alda hjá, hreyfa það ei um hársbreidd né hrinda í gleymsku lá. Kletturinn sá er Kristur, kletti þeim byggi ég á. Hann stendur, þó stormar geisi og stórsjór um ævisjá. Þ. M. ]. Vinagjafir og áheit Akureyri: Á. J. 70.00, G. Þ. 20.00, H. Ó. 70.00, M. Þ. 70.00, Ó. G. 100.00 (áheit), P. D. 100.00, R. G. 70.00, S. J. 20.00, S. O. B. 20.00, S. S. 30.00, T. J. 40.00, Þ. Þ. 40.00. A.-Barð.: T. Þ. 170.00. A.-Skajt.: B. B. 70.00, S. G. 20.00, Þ. Á. 20.00, Þ. .1. 50.00 (áheit). Eyj.: E. G. 500.00, H. H. 20.00, S. K. 27.00, Þ. L. 100.00 (áheit). Hajn.: V. L. 970.00. ísaf.: A. Ó. 20.00, E. K. 20.00. Kópav.: E. T. 100.00. N.-Þing.: S. Þ. 70.00. R.vík: E. G. 40.00, G. G. J. 20.00, G. S. 25.00, H. J. 270.00, J. G. 135.00, J. S. H. 80.00, R. E. 20.00, R. G. 100.00. Rang.: D. J. 20.00. Sigl.: L. W. 100.00. S.-Þing.: F. S. 70.00, J. H. Þ. 70.00. V.-Hún.: Kona 50.00 (áheit). V.-Skajt.: H. .1. 500.00 (áheit), K. G. 60.00. Fœreyjar: E. S. 85.05, J. S. 85.00. Svíþjóð: A. B. 60.00. Danm.: E. L. 53.00, T. H. 22.00, V. L. M. 22.00. Auk þessara gjafa eru margar smærri, aðrar geta verið ótaldar hér. Guð gleymir engri þeirra. Innilegar þakkir meS Matt. 10. 42. Ritstj. Ritstjóri og útgefandi: Sœmundur G. Jóhannesson, Akureyri. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.