Norðurljósið


Norðurljósið - 01.04.1963, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.04.1963, Blaðsíða 1
44. árg. Apríl 1963 4. tbl. EITTHVAÐ HANDA ÖLLUM Eftir ritstjórann. Þessi grein ó að flytja öllum sínum lesendum eitthvað, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir, ríkir eða fótækir, góðir eða vondir, sem kallað er. Lesið hana og sjóið, hvort hún nær ekki þessu marki sínu. GÓÐI MAÐURINN KORNELÍUS. Kornelíus hét maður. Hann var í hermannastétt og und- irforingi að tign. Honum er þannig lýst: „Hann var ráð- vandur maður og óttaðist Guð og allt hans heimili, og gaf hann lýðnum miklar ölmusur og var jafnan á bæn til Guðs.“ Ef þetta var ekki góður maður, hvar er þá slíkan mann að finna? Var það nokkuð, sem hann vantaði, þennan ráðvanda, guðrækna mann, sem var jafnan á bæn til Guðs? Dettur þér nokkuð í hug, sem hann hafi vantað? Finnst þér, sem reynir að breyta eins vel og þú getur, að þig vanti nokkuð? Guð sá, að Kornelíus vantaði eitthvað. Það var stórgjöf frá honum sjálfum, Guði. Gjöf, sem hann vill gefa sér- hverju mannsbarni á jörðu. Gjöf, er sérhver maður þarfn- ast, enda þótt hann breyti svo vel sem hann frekast getur. Guð sendi þjón sinn, Pétur postula, til Kornelíusar. Þegar Pétur kom til hans, hélt hann ræðu. Hún er svo mikilvæg, að hún er sett orðrétt hér. RÆÐA PÉTURS. „Sannlega skil ég nú, að Guð fer ekki í manngreinar- álit, heldur er honum þóknanlegur í hverri þjóð, er hann óttast og stundar réttlæti. Guð hefir sent Israelsmönnum boðskap sinn, er hann boðaði fagnaðarerindið um frið fyrir Jesúm Krist, sem er Drottinn allra. Þetta erindi þekkið þér, sem flutt var um alla Júdeu, en hófst í Galíleu eftir skírnina, sem Jóhannes prédikaði, -— söguna um Jesúm frá Nazaret, hversu Guð smurði hann heilögum Anda og krafti. hversu hann gekk um kring, gerði gott °g græddi alla, sem af djöflinum voru undirokaðir, því a® Guð var með honum. Og vér erum vottar alls þess, sem hann gerði, bæði í landi Gyðinga og í Jerúsalem. Hann deyddu þeir jafnvel með því að festa hann á tré. Þann hinn sama upp vakti Guð á þriðja degi og lét hann birtast, ekki öllum lýðnum, heldur vottunum, sem áður voru af Guði kjörnir, oss, sem átum og drukkum með hon- um, eftir að hann var risinn upp frá dauðum. Og hann bauð oss að prédika lýðnum og vitna, að hann er sá af Guði fyrirhugaði dómari lifenda og dauðra. Honum bera allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn synda-fyrirgefning.“ í ræðu sinni segir Pétur frá Jesú Kristi. Hann er gjöfin, sem Guð hefir gefið heiminum. „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á liann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ (Jóh. 3 16.) Kornelíus og vinir hans, sem með honum hlýddu á ræðu Péturs, höfðu heyrt um Jesúm Krist. Orð Péturs: „Þetta erindi þekkið þér,“ sýna það. En þeir vissu ekki, að Jesús var gjöf til þeirra, sem Guð ætlaði þeim að þiggja af sér, veita viðtöku. Kornelíus vissi ekki, að Guð vildi vegna nafns Drottins Jesú fyrirgefa honum syndir hans, ef hann tryði á Jesúm. Hann þekkti ekki gjöf Guðs, sem er synda- fyrirgefning handa öllum, sérhverjum þeim, sem trúir á Jesúm. Sumir munu spyrja: „Þurfti svo góður maður sem Kornelíus fyrirgefningu syndanna? Hafði hann ekki feng- ið hana vegna bæna sinna og gjafa til fátækra, mannkær- leika síns? Hafði hann nokkuð syndgað á móti Guði?“ Guð svarar þessu í orði sínu, Biblíunni, þannig: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ „Enginn réttlátur maður er til á jörðinni, sem gert hafi gott eitt og aldrei syndgað.“ (Róm. 3. 23.; Préd. 7. 20.) Guð þekkir alla menn. Hann er óskeikull. Þetta er dómur hans, jafnvel um hina beztu menn: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ Þess vegna gaf hann oss son sinn. Jesúm Krist, til þess að hver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn synda-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.