Norðurljósið


Norðurljósið - 01.04.1963, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.04.1963, Blaðsíða 6
30 NORÐURLJÓSIÐ Molar frá borði Meistarans. (Greinir fyrir lœrisveina Krists.) „Konungur þinn kemur tii þín" „Blessaður sé konungurinn, sem kemur í nafni Drottins.“ Þannig hrópaði allur flokkur lærisveina Jesú frá Nazaret þann dag, er hann hélt innreið sína í Jerúsalem forðum. Með hrópi sínu boðuðu þeir trú sína: að Jesús væri Krist- ur, hinn fyrirheitni konungur Israels. Jerúsalem komst í uppnám við hrópin og spurði: „Hver er þessi?“ En hún trúði því ekki, að Jesús væri Kristur. Svo afneitaði hún honum fáum dögum síðar. Þessi trú, að Jesús sé Kristur, konungurinn fyrirheitni, er sérkenni allra sannra lærisveina Jesú. Það er endurfæð- andi trú. „Sérhver, sein trúir, að Jesús sé Kristur, er af Guði fæddur.“ (I. Jóh. 5.1.) Hún er trú, sem hvílir á fyrir- heitum Guðs, festir rætur í orði hans. Við játum vafalaust öll, að við trúum á Jesúm Krist og þar með, að hann sé konungur okkar. Ættum við ekki að hugleiða snöggvast, hvað er falið í þessu. Gamla testamentið geymir ákvæðin um réttindi kon- ungsins. I. Sam. 8. Meðal þeirra var þetta: „Sonu yðar mun hann taka, .... dætur yðar mun hann taka.“ Synina mundi hann gera sér að þjónum og her- mönnum og láta dæturnar vinna fyrir sig. Hefir Guð gefið þér hörn, sonu eða dætur, sem þú elskar? Má Kristur taka þessi börn þín og hafa þau til sinna verka? Má Kristur kollvarpa öllum þeim áætlunum, sem þú kannt að hafa gert um framtíð barnanna þinna? Ef hann er konungur, hefir hann rétt til þess. „Beztu lendur yðar, víngarða og olíugarða mun hann taka og gefa þjónum sínum“. Finnst þér, að þú hafir al- geran umráðarétt yfir eignum þínum? Þú hefir hann ekki! Það er Drottinn Jesús Kristur, sem hefir hann. Ef hann er konungur, þá hefir hann fullan rétt til að taka eigur þínar og nota þær, eins og honum sýnist. Meira að segja, raun- verulega áttu ekki neitt. Þú ert aðeins ráðsmaður hans, sem verður krafinn reikningsskapar á sínum txma. „Sjálfir munuð þér verða þrælar hans.“ Ef þú trúir því, að Jesús sé Kristur, þá áttu ekki einu sinni svo mikið sem sjálfan þig. Drottinn Jesús Kristur, konungurinn, á þig. „Ekki eruð þér yðar eigin, því að þér eruð verði keyptir,“ (I. Kor. 6. 19., 20.) Jerúsalem þarfnaðist konungs, þegar Kristur bauð sig henni. Þjócjin stundi undir oki erlendra valdhafa. Hún varð að bera þungar byrðar og lítt bærar af erfikenning- um fræðara sinna. A hálsi hennar lá ok hennar eigin synda. Alls konar plágur, sjúkdómar og illir andar herjuðu á fólk- ið. Allt þetta megnaði Jesús að bæta. Honum var hafnað. Það er sorgleg staðreynd, að margir þeirra, sem játa trú á Drottin Jesúm Krist, virðast aldrei hafa gert hann að konungi sínum. Þeir njóta ekki þess frelsis, sem Kristur hefir frelsað oss til. í líferni sumra drottnar synd í ein- hverri mynd. Þessi synd skattleggur þá, rænir þá ef til vill miklu fé, sviptir þá góðri samvizku, sálarfriði og rósemi hjartans. Aðrir ganga hlaðnir byrðum, sem Drottinn hefir þeim aldrei á herðar lagt. Þeir rogast með alls konar erfi- kenningar manna, sem engan stað eiga í heilagri ritningu. Sumir eru andlega sjúkir með ýmsu móti. Stundum á and- leg vanlíðan þeirra beinar rætur að rekja til árása Satans og illra anda á þá, — anda þeirra, sál eða líkama. Þeir vita þetta ekki og kunna heldur ekki að standa gegn djöfl- inum og að sigra hann í krafti Krists. Hefir ÞU veitt Jesú viðtöku sem konungi þínum? Ef ekki, hvers vegna ekki? „Þá verð ég að gera margt, sem ég vil ekki,“ segir þú. ,,Eg verð að láta hann ráða alveg yfir mér og fyrir mig. Hvers konar líf og tilvera er það, að vera þannig eins og ánauðugur þræll.“ Þetta er samt hið sanna líf kristins manns! Allt annað er hégóminn einber. Aðeins sá maður, sem er í sannleika þræll Krists, er í rauninni frjáls! „Ef því Sonurinn gerir yður frjálsa, munuð þér verða sannarlega frjálsir,“ sagði hann. Þú ert þræll þíns eigin vilja, unz þú hefir valið að leggja hann undir vald Krists. Þú ert þræll ástríðna þinna, girnda, metorðafíknar, gróðafíknar, ágirndar og hvers annars, sem tilheyrir föllnu manneðli, unz Kristur hefir frelsað þig frá valdi þess yfir þér. Þú ert frjáls, ef Kristur hefir gert þig frjálsan. Þegar Israel hélt inn í sitt fyrirheitna land, voru þar fyrir voldugir óvinir, sem átti að reka á brott. Þjóðin gerði það ekki. Þess vegna átti hún öldum saman í ófriði öðru hvoru við þessar þjóðir, sem eftir urðu, beið ósigra, þjón- aði þeim. Loks kom Davíð til sögunnar. Undir forystu hans vann þjóðin sigur, yfirhugaði og kúgaði kúgara sína. Kæra Guðs barn. Ef trúarlíf þitt er auðugt af mistökum og hrösunum, syndum og yfirsjónum, athugaðu þá, hvort orsökin geti ekki verið sú, að þú hafir aldrei, í raun og veru, krýnt Drottin Jesúm sem Krist, konung þinn, sem þú lýtur og lætur stjórna þér. „Sjá, konungur þinn kemur til þín.“ Ef til vill nú, meðan þú lest þessi orð, er sem Drottinn Jesús nálgist þig. Hann á erindi við þig. Hann vill vera konungur þinn, stjórna þér og stýra þér, ef þú vilt leggja vilja þinn og líf þitt niður við fætur hans. Það eru gegnumstungnir fætur, áðui negldir við krossinn á Golgata, af því að hann elskaði þig svo mikið. „Réttlátur er hann og sigursœll.“ Honum verð- ur ekki skotaskuld úr því, að láta þig vinna meira en sigur, þegar hann er orðinn konungur ævi þinnar, konungur þinn. „Sjá, konungur þinn kemur til þín.“ Hvaða afstöðu hefir þú tekið gagnvart honum? S. G. J. --------x--------- Biblíuskýringar. Jesaja. (Framhald.) 40.—49. kap. Röksemdir fyrir tilveru Guðs. I upphafi þessara skýringa voru flutt þau rök, sem spekingar allra alda og vísindamenn Iiafa fundið, að sönnuðu tilveru Guðs. En hér í þessum 10 kapítulum koma fram röksemdir Drottins sjálfs fyrir tilveru sinni. Skulum vér nú athuga þær. I þessum köflum er Drottinn að hugga þjóð sína, hrakta og þjáða, sannfæra hana, að hann er til og að enginn sann- ur Guð er til nema hann. Þær röksemdir, sem Guð ber

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.