Norðurljósið


Norðurljósið - 01.04.1963, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.04.1963, Blaðsíða 8
32 NORÐURLJOSIÐ Ákyörðunarstund mín Eftir Billy Graham. Eg gleymi aldrei fyrsta árinu mínu í gagnfræðaskólan- um. Babe Ruth, konungur knattleiksmanna, kom til ætt- borgar minnar að leika þar. Við vorum allir í íremstu sætunum, hrópandi og æpandi eins og lungun leyfðu. Fað- ir minn, sem fór með okkur á knattleikinn, kom því íil vegar, að ég gat tekið í hendina á hinum mikla Babe. Eg gleymi aldrei þeirri hrifningu, sem fylgdi því að íaka í hendina á manninum, sem var goð okkar ungu hjartna. Ég þvoði mér ekki um hendumar í hér um bil þrjá daga. Daginn eftir öfunduðu mig allir vinir mínir í skólanum. Það var mesta áhugamál mitt, á síðustu skólaárum mín- um, að verða knattspyrnumaður að atvinnu. Iþróttasíður blaðanna gleypti ég í mig. Þegar ég var sextán ára gamall, var mér boðið í kirkju, er ég hafði lokið leik. Mér var sagt, að „baráttu prédikari“ ætti að prédika. Það vaknaði hjá mér áhugi, því að eitt- hvað um ryskingar og bardaga var allt, sem ég vildi. Ég yfirgaf námsbækurnar og fór í kirkju. Mér til furðu var þetta mikilfengleg, kristileg samkoma, og voru þar 5000 manns. Ég sat aftast og horfði með forvitni á allt þetta einkenni- lega, sem var að gerast. Ég vissi ekki, hvað kæmi fyrir næst. Ég hafði alltaf haldið, að trúrækni væri eitthvað „stelpulegt", og að maður, sem ætlaði að verða íþrótta- maður, hefði engan tíma til að sinna sliku. Hún var góð handa gömlum mönnum og telpum, en ekki handa reglu- legum karlmönnum með heitt blóð í æðum. Ég hafði ein- stöku sinnum farið í kirkju, og það var allt og sumt. Risavaxinn maður reis á fætur og hóf að prédika á þá lund, sem ég hafði aldrei áður heyrt mann tala. Er ræða hans var hálfnuð, benti hann beint í áttina til mín og sagði: „Ungi maður, þú ert syndari." Ég hélt hann væri að tala til mín, svo að ég beygði :nig niður á bak við þann, er sat fyrir framan mig, og fól þannig andlitið! Að kalla mig syndara! „Ég er eins góður og aðrir,“ sagði ég við sjálfan mig. „Ég lifi hreinu, heilbrigðu, siðferðisgóðu lífi. Ég er jafn- vel í söfnuði, þó ég fari sjaldan í kirkju." En þá fór hann að vitna í ritninguna. „Allir hafa syngað •og skortir Guðs dýrð.“ (1) „Enginn er réttlátur, ekki einn,“ (2) og fleiri staði. í fyrsta skipti á ævinni gerði ég mér ljóst, að ég var syndari, að sál mín væri á leið til helvítis og að ég þarfnaðist frelsara. En þegar hann bauð fólki að ganga innar og taka á móti Kristi, þaut ég út í náttmyrkrið og hélt heimleiðis. Ég gleymi aldrei baráttunni á eftir. Alla nóttina glímdi ég og barðist við sjálfan mig. Daginn eftir gat ég varla beðið kvöldsins, svo að ég kæmist á samkomu. Þá settist ég mjög innarlega. Er prédikarinn reis á fætur, virtist hann brosa til mín. Hann sagði með blíðasta rómi: „Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum vorum.“ (3) Ég hugsaði með mér: „Þetta er handa mér. Eg er synd- ari, Guð elskar mig.“ Þegar fólki var boðið að koma og veita Kristi viðtöku, kom ég með öðrum. Ég gaf prédikaranum hönd mína og Frelsaranum, hjarta mitt. Þegar í stað streymdi gleði, friður og fullvissa um sál mína. Syndir mínar, sem voru margar, vissi ég, að voru nú farnar. í fyrsta sinni hafði ég mætt Honum, sem orðið hefir hetjan mín um dagana. Ég hafði leitað hrifningarstunda! Ég fann þær í Kristi. Ég hafði leitað einhvers, sem veitt gæti ánægju og full- nægði dýpstu þrám hjarta míns! Ég fann það í Kristi! „Gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu.“ (4) Kristur er hetja og goð hjarta míns. Hann eggjar mig, hrífur mig, fullnægir mér. „Fyrir því getur hann og til fulls frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð, þar sem hann ávallt lifir til að biðja fyrir þeim.“ (5) (1) Rómverjabréfið 3. 23. (2) Róm. 3. 10. (3) Róm. 5. 8. (4) Sálmarnir 16. 11. (5) Hebreabr. 7. 25. -—-——-x----------- ÖRLAGASPURNINGIN Svo nefnist ný bók eftir rlr. Oswald J. Smith. Hún kemur út mjög bráðlega. Flytur hún tvær „spennandi“ smásögur, dæmisögu og þrjár ræður eftir hann. Ræðurnar flutti hann í Fríkirkjunni í Reykjavik sl. sumar. Aætlað verð er 35 kr. Hún ætti að verða til sölu eftir páskana í Reykjavík hjá frú Soffíu Sveinsdóttur, Miðtúni 26, og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. En væntanlega munu margir leggja hönd að verki að útbreiða þessa vekjandi bók. ---------X-------- Vinagjafir og áheit. Akureyri: A. B. 45.00, E. J. 70.00, E. J. 70.00, G. J. 20.00, J. W. 100.00 (áheit), S. J. 70.00, S. K. 100.00, T. J. 70.00, Þ. S. 20.00. A.-Skaft.: N. N. 150.00 (áheit), ung kona 40.00 (áheit). Árn.: K. B- 20.00. Eyf.: A. S. 40.00. H. J. 100.00. Hafn.: K.G. 40.00. ís.: 1. R. M. 50.00, S. F. 25.00. Kefl.: G. A. 20.00, S. J. 25.00, S. S. 70.00. Óf.: G. B. 50.00, S. Þ. 20.00. Rang.: S. G. 70.00. Rvík: D. S. 100.00, E. Á. 70.00, J. G. 20.00, J. J. 70.00, M. J. 170.00, P. J. 70.00, S. G. 70.00, S. S. 40.00. S.-Múí.: F. S. 20.00. V.-ísf.: K. J. 100.00. Vme.: A. J- 70.00. — Ollum þessum vinum og velunnurum blaðsins ásamt þeim, er sent hafa smærri gjafir, færir ritstj. innilegar þakkir og minnir þa á fyrirheit Drottins í Matt. 10. 42. ---------X-------- Lesendur, ef Guð lætur „Norðurljósið" færa ykkur einhverja blessun, ættuð þið að láta ritstjórann vita það og einnig, af hvaða grein eða sögu þið fenguð mesta blessun. ---------X-------- NorSurljósið, 12 blöð á ári, kostar 30 kr., vestanhafs 1 dollati í Færeyjum 7 kr. færeyskar. Ritstjóri og útgefandi: Sœmundur G. Jóhannesson, Akureyri. Prcntsmiðja Björns Jónssonar h.f.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.