Norðurljósið


Norðurljósið - 01.04.1963, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.04.1963, Blaðsíða 7
NORÐURLJÓSIÐ 31 fram sjálfur, hljóta að vera beztu og sterkustu röksemdir, sem unnt er að fá, algerlega fullnægar sérhverjum einlæg- um manni. Röksemdir Guðs geta verið fleiri en hér verða taldar, en þessar eru augljósar: 1. Sköpunarverk Guðs, stjörnur himins og jörðin, sann- ar tilveru hans. (40. 12.—:28„ 45. 18.). Þessa sömu rök- semd lét heilagur Andi Pál postula nota. (Róm. 1. 18.— 20.) Guð hefir í verkum sínum birt sig, eilífan kraft sinn og guðdómleik. Menn, sem ekki vilja viðurkenna þetta, eru í augum Guðs sekir um óguðleik og rangsleitni. Þeir eiga í vændum reiði hans og refsingu. 2. Vald Guðs yfir konungum og höfðingjum jarðarinn- ar. (40. 23., 24.) Mannkynssagan, sem mest er skráð sem saga konunga og höfðingja, sýnir þetta ljóslega. Er þess skemmst að minnast, er Hitler stofnaði ríki sitt í Þýzka- landi. Það átti að standa í þúsund ár, en stóð í tíu ár eða svo. Meðal allra konunga og höfðingja nafngreinir Guð einn, „manninn í austrinu“, (41. 1,—4.; 44. 28.; 45. 1.—6.) Kýrus konung. Þennan mann, sem borinn skyldi út og deyddur nýfæddur, hóf Guð upp og gerði að ósigrandi konungi, unz hlutverki hans var lokið. En það var að leyfa ísraelsmönnum heimför úr útlegð og að endurreisa Jerú- salem. 3. Spádómar Guðs sanna tilveru lians. Hann einn getur sagt fyrirfram, hvað muni verða mörgum öldum og kyn- slóðum eftir þann tíma, þegar spádómar hans eru bornir fram. Hann skorar á skurðgoð þjóðanna: „Gerið kunnugt, hvað það er, sem þér áður hafið spáð, svo að vér getum hugleitt það og séð, hversu það hefir rætzt. Gerið kunnugt hvað hér eftir muni fram koma, svo að vér megum sjá, að þér eruð guðir.“ (41. 22., 23.) Flestir þeir, er lesa þessar línur, hafa lifað þann dag, er Guð lét einn af spá- dómum sínum rætast: Endurreisn Israelsríkis, 12. maí 1948. Menn segja, að 33 spádómar að minnsta kosti hafi rætzt daginn þann, er Kristur, frelsari vor, var dæmdur °g deyddur á Golgata. Allir höfðu þeir staðið öldum sam- an í heilögum ritningum ísraels. Spádómar þeir, sem Drottinn vitnar sérstaklega til, eru uni þjón hans og endurreisn Jerúsalem og Israels. Um þjón sinn talar hann í 42. 1.—7.; 49. 1.—10.; 50. 4.—8.; 52. 13,—15. og 53. kap. Menn hafa með öllum ráðum reynt að smjúga framhjá þeirri staðreynd, að þessir spá- dómar séu um Drottin Jesúm Krist. En það er engin srnuga finnanleg. Handritið af Jesaja, sem fannst við öauðahafið fy rir nokkrum árum, tók af allan vafa. Eng- !nn, nema Jesús frá Nazaret, fyllir mynd þjóns Guðs í sér- hverju atriði. Meðal annars, sem Guð segir um þjóð sína, Israel, er lleOa: „. . . . af því að ég elska þig, þá legg ég menn í sölurnar fyrir þig og þjóðir fyrir líf þitt.“ (43. 4.) Þetta hefir rætzt á vorum dögum. Heimsstyrjöldin fyrri endaði hjótt, þegar Palestína, hið forna Gyðingaland, hafði verið Ut|nin undan valdi Tyrkja og sú ákvörðun tekin, að hún yrði gerð að þjóðarheimili Gyðinga. Heimsstyrjöldin Slðari sannfærði Gyðinga um, að þeir yrðu með einhverj- Ulu ráðum að setjast að í landinu sínu forna og rak þá 1 raun og veru heim. Þannig voru þjóðir lagðar í sölurnar tyrir ísrael. 4. Tilvera mannkynsins er ein af sönnunum Guðs fyrir tilveru sinni. (41. 4.; 42. 5.; 45. 12) Líf vor manna, til- vera vor, er gersamlega óleysandi ráðgáta hugsandi mönn- um„ nema með því móti, að Guð sé til. Ef maðurinn er ekkert nema rafeindir, hvað kom þeim til að sameinast og mynda hann? 5. Tilvera Israels. „Þér eruð vottar mínir, segir Drott- inn; ég er Guð.“ (43. 10., 12.) Á þeim tíma, sem liðinn er, síðan Israelsþjóðin varð til, hafa stórveldi fæðzt og gengið til grafar í mannkynssögunni, svo að þeirra sér engan stað. En Israelsþjóðin lifir, dreifð þó væri og tvístruð, ofsótt og hrjáð öldum saman. Skapandi lífs- þróttur hennar, þegar hún tekur nú að safnast aftur í land sitt, á hvergi sinn líka. Hún lifir, af því að Guð sagði, að hún skyldi lifa. „Svo segir Drottinn, konungur Israels og frelsari, Drottinn hersveitanna: Eg er hinn fyrsti, og ég er hinn síðasti, og enginn Guð er til nema ég.“ (44. 6.) „Þú, ísrael, þú ert þjónn minn; ég hefi skapað þig til að vera þjón minn.“ (44. 21.) ísraelsþjóðin hefir gefið heiminum heilaga ritningu alla að undanskildu guð- spjalli Lúkasar og Postulasögunni. Hún hefir með írú sinni á Guð verið sá þjónn og vottur, sem vitnað hefir um Guð mitt í myrkri heiðni og skurðgoðadýrkunar. 6. Guð frelsar menn. „Snúið yður til mín og látið frels- ast, þér gervöll endimörk jarðarinnar, því að ég er Guð og enginn annar.“ (45. 22.) Sú staðreynd, að Guð frelsar menn, er snúa sér til hans, sannar til fullnustu tilveru hans. Guð hefir frelsað menn og frelsar menn frá vantrú og efasemdum, sjúkdómum og ástríðum, syndum og glæpum, ofdrykkju og eiturnautn. Hann hefir frelsað menn frá bráðum bana í lofti, á landi og sjó. Hann stendur við orð sín og frelsar menn. 7. Leiðbeining Guðs. — „Svo segir Drottinn, frelsari þinn: „Ég Drottinn, Guð þinn, er sá, sem kenni þér að gera það, sem þér er gagnlegt, sem visa þér þann veg, sem þú skalt ganga.“ Maðurinn stendur oft á vegamótum um dagana og veit ekki, hvaða leið hann á að halda. En það er staðreynd, að leiti menn þá Drottins með auðmýkt og undirgefni við vilja hans, gefur hann þeim leiðbeiningu. Sir Winston Churchill segir frá því, þegar hann strauk úr varðhaldi Búa á tímum Búastríðsins, þá þurfti hann hjálp og húsaskjól. Hann sá nokkur hús álengdar. Til hvers þeirra átti hann að ganga? Hann settist niður og bað Guð, heitt og innilega, um leiðbeiningu. Hann gekk svo að því húsi, sem honum fannst sér vísað á. Það var eina húsið á stóru svæði, þar sem hann var óhlutur. Alls staðar annars staðar hefði hann verið seldur Búum í hendur, var honum sagt þar. Hefði þá saga hans naumast orðið lengri. Síðan hefir verið alveg gagnlaust að segja Chur- chill, að Guð sé ekki til og að hann svari ekki bæn. 8. Osigur óvina lsraels er síðasta röksemd Guðs. Hann segir: Eg mun láta kúgara þína eta sitt eigið hold, og þeir skulu verða drukknir af sínu eigin blóði, eins og af vín- berjalegi, og allt hold mun þá komast að raun um, að ég, Drottinn, er frelsari þinn. Þessi mikli ósigur óvina Israels er enn í framtíðinni. Hann kemur á sínum tírna. Þá verður öllum mönnum á jörðu loksins ljóst, að lifandi, sannur Guð er til. — (Framhald.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.