Norðurljósið


Norðurljósið - 01.04.1963, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.04.1963, Blaðsíða 3
NORÐURLJÓSIÐ 27 „Þér létuð þvost“. Er fólk í Korintu festi traust sitt á Jesú Kristi, á dauða hans í staðinn fyrir það, þá fyrirgaf Guð syndir þess, hreinsaði það, eins og þvoði það af synd- um þess. „Blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd“, ritaði Jóhannes postuli. Hvílíkur boðskapur! Fyrir- gefning synda fyrir nafn Drottins Jesú, alger hreinsun þeirra fyrir hans blóð, fyrir dauða hans. Sektartilfinningin þurrkuð á brott úr vitund mannsins, af því að allt er fyrir- gefið! Hvílíkur boðskapur, og hvílíkur dásamlegur frels- ari! Eftir þeim fregnum, sem blöðin hafa flutt á undanförn- um árum, og flytja enn, þá er enginn vafi á því, að sömu syndir eru framdar nú hér á landi, sem drýgðar voru í Korintu forðum. Þess vegna á Drottinn Jesús erindi við alla þá, einn og sérhvern, sem hafa framið þær eða lifa í þeim. Hann vill frelsa hvern mann, þvo hann og helga, gefa honum nýtt líf og nýjan kraft. Enginn má segja, hversu illa, sem syndin hefir leikið hann: „Það er alveg vonlaust um mig. Mér verður ekki bjargað.“ „ÞAÐ ER VON HANDA ÞÉR“. Það var í byrjun vetrar 1923. Ég var kominn sem sjúkl- ingur að Vífilsstöðum, niðurbrotinn maður að ýmsu leyti. Þar var mér gefið blað á ensku. Ég skildi fátt. En orð, sem prentuð voru með eins konar ljósletri, drógu mig að sér. Þau voru: „There is a hope for you“. Það er von handa þér. Ég sá, að þau stóðu í sambandi við nafnið ]esú, þetta blessaða og dýrðlega nafn frelsara míns. En ég hafði þjónað syndinni meir en honum. Fáum vikum áður hafði ég reynt eitthvað af örvæntingu eins og Júdas forðum. Mér fannst ég hafa svikið Krist eins og hann. „Það er von handa þér“. Guði sé lof, það var ekki úti öll von. Það var til von handa mér. Ég helgaði Kristi líf mitt. Hann tók á móti því, sem lagt var í hönd hans. Reynsla mín í nálega 40 ár hefir sannað það. Kristur er máttugur frelsari. Hann yfirgefur þá ekki, sem leita hans í einlægni. Leitaðu á fund Krists. Hann hefir sagt: „Þann, sem íil mín kemur, mun ég alls ekki burtu reka“. Þreyta þig þján- ingar? Ertu í miklum erfiðleikum: Er syndin orðin þér kvalræði og byrði? Kom þú til Drottins Jesú: Hann segir: „Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld“. Ógnar þér fram- tíðin? Sýnist þér eintómt myrkur framundan? Er sál þín skelfd? Kom þú til Drottins Jesú. Festu traust þitt á hon- um. Hann segir: „Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. 'I’rúið á Guð og trúið á mig.“ Misskilur fólkið þig? Hæðir heimurinn þig? Dæma mennirnir þig? Kvelur þig vond samvizka? Kom þú til Jesú. „Blóð Jesú, sonar Guðs, hreinsar þig af allri synd.“ Guð lagði allar syndir þínar, I>rasanir og yfirsjónir á Drottin Jesúm. Hann dó fyrir þig. Skuld þín er greidd. Þú ert frjáls. Þú ert frjáls til að lifa Kristi, því að „hann er dáinn fyrir alla, til þess að þeir, sem lifa, lifi ekki framar sjálfum sér, heldur honum, sem fyrir þá er dáinn og upprisinn.“ Festu traust þitt á hinum Hfandi Kristi. Veittu honum viðtöku. Gefðu honum líf þitt. Einsettu þér að lifa honum, sem dó fyrir þig. ÁKVÖRÐUN MÍN. Ég vil taka ákvörðun nú. Ég kem til þín, Drott- inn Jesús. Ég hefi syndgað. Ég vil, að þú sért frelsari minn, og ég veiti þér viðtöku sem frelsara mínum og Drottni mínum. Ég treysti því, að þú hafir tekið á móti mér, því að þú hefir sagt: „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burtu reka“. Þökk fyrir það að taka á móti mér. Fyrir þíns nafns sakir. Amen. ------x———-—- BARNAÞÁTTUR: Sögur Gísla smala. Jósef ræður drauma konungsins. Konungurinn í Egyptalandi var kallaður Faraó. Hann dreymdi eina nótt, að hann stóð við ána Níl, sem rennur um landið og gerir það frjósamt. Þá sér hann, hvar upp úr ánni komu sjö kýr, feitar og fallegar. A eftir þeim komu sjö aðrar kýr, magrar og ljótar. Þær átu allar feitu kýrnar og voru samt eins horaðar á eftir. Síðan dreymdi Faraó aftur, að hann sæi sjö falleg kornöx á einni stöng. Þá spruttu upp sjö skrælnuð öx, sem svelgdu í sig fallegu öxin. Um morguninn sagði Faraó vitrustu mönnum landsins drauma sína, en enginn þeirra gat sagt Faraó, hvað draumarnir þýddu. Þá mundi einn af þjónum hans eftir því, að Jósef hafði ráðið draum fyrir hann og annan mann, sem verið höfðu í fangelsinu með honum. Faraó sendi samstundis eftir Jósef og sagði hon- um að hann hefði frétt, að hann gæti ráðið alla drauma. Þá sagði Jósef: „Eigi er það á mínu valdi; Guð mun hirta Faraó það, er honum má til heilla verða“. Síðan sagði Faraó honum draumana. — Jósef var ekki lengi að ráða þá. „Það, sem Guð ætlar að gera, hefir hann sýnt Faraó“, sagði Jósef. Hann réði svo draumana þannig, að fyrst mundu koma sjö mjög góð ár, en á eftir þeim sjö ár, þegar ekkert mundi spretta, og yrði þá hallæri og hungur í landinu. Jósef var orðinn því vanur að segja öðrum, hvað þeir ættu að gera, svo að hann fór undir eins að segja konunginum, hvað hann skyldi taka til bragðs. Faraó skyldi skipa umsjónarmann yfir landið og láta hann safna miklum birgðum af korni á góðu árunum, svo að matur yrði til, þegar hallærið kæmi. Þetta ráð líkaði Faraó og þjónum hans vel, og hann sagði við Jósef: „Með því að Guð hefir birt þér allt þetta, þá er enginn svo hygginn og vitur sem

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.