Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1963, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.09.1963, Blaðsíða 1
44. árg. September 1963 9. tbl. GETUM VÉR VITAÐ ÓORÐNA ATBURÐI? Margir þrá að vita eitthvað um framtíðina. Menn reyna að ráða í hana af draumum sínum eða fara til spámanna og spákvenna, sem iðka það að spá í spil, lesa í lófa eða bolla. Aðrir fara til miðla. Háttsettir, erlendir stjórnmála- menn hafa leitað þeirra til að spyrja, hvað ætti að gera í mikilsverðustu málum. Ovissa ríkir í hjörtum manna og óróleiki í sálum þeirra út af því, hvað framtíðin ber í skauti sér. Einnig er til fólk, sem les og leitar í gamalli bók. Það staðhæfir, að þar megi lesa um ókomna, óorðna hluti. Það bendir á atburði, sem hún sagði fyrir löngu að gerast mundu, og þeir hafa gerzt. Má nefna sem dæmi þessa, að hún sagði um Israelsmenn, að þeir mundu um langan aldur búa dreifðir meðal þjóðanna og engan höfðingja eiga. Eftir það mundu þeir aftur safnast inn í land sitt. Þetta hefir rætzt á vorum dögum. Ísraelsríki var stöfn- að á nýjan Ieik árið 1948. í bókinni gömlu lesum við, að stórborgin forna, Týrus, skyldi verða lögð í eyði og aldrei verða endurreist, en verða að þerrireit fyrir fiskinet. Týrus liggur í eyði enn, og nútíma Ijósmyndir sýna fiskinet breidd til þerris á þeim stað, þar sem hún forðum stóð. Margt fleira mætti nefna, en þetta verður að nægja. „Hvað kemur mér þetta við?“ spyr einhver. Þetta á að sannfæra þig um það, að það muni einnig gerast, sem gamla bókin segir um framtíðina og einnig framtíð þína. Bókin gamla boðar svo miklar styrjaldir og þrengingar fyrir mannkynið, að enginn maður mundi komast af, ef ekki yrði tekið í taumana og þessir tímar styttir. Þetta getur rætzt fyrr en varir. Stórveldin standa tilbúin með eiturgas, drepsóttarsýkla og kjarnorkusprengjur, sem íor- tímt gætu mestöllu mannkyni, ef þeim yrði beitt. Stór- styrjöld mun snerta hvern mann í öllum heimi, þig líka. Mannkynið mun ekki tortímast. Guð grípur fram í. Hann gerir það með þeim hætti, að Jesús Kristur kemur aftur til þessarar jarðar. „Hann mun stöðva styrjaldir til endi- tnarka jarðarinnar,“ segir hin gamla bók. Hún boðaði fyrirfram komu hans forðum. Hann kom á tilteknum tíma. Hún boðar einnig síðari komu hans, og hann kemur á sín- um tíma. Koma hans verður augljós öllum. „Sjá, hann kemur í skýjunum, og hvert auga mun sjá hann.“ Enginn maður á jörðu, sem lifandi verður, þegar hann kemur aftur, getur komizt hjá því að sjá hann. Þegar hann kemur, mun hvert kné beygja sig fyrir hon- um. (Fil. 2.10.) Hve ófúsir, sem menn gera það, þá verða þeir að gera það. Sérhvert kné mun verða að beygja sig fyrir nafni Jesú. Ovinir hans, sem komu til að taka hann höndum í grasgarðinum forðum, urðu fyrst að falla til jarðar fyrir honum, áður en hann leyfði þeim að taka sig höndum. (Jóh. 18. 4.—6.) „Sérhver tunga skal viðurkenna, að Jesús Kristur sé Drottinn,“ segir hin sama gamla bók. Engu máli skiptir, hvaða trú eða skoðanir menn hafa á Jesú Kristi. Hvort sem þeir líta nú á hann sem þjóðsögu, svikara, góðan mann eða Guðs son, þá kemur sú stund, að þeir verða, nauðugir eða viljugir, að viðurkenna með tungu sinni guðdóm hans, að Hann er Drottinn. „Hann mun drottna bœði yfir dauðum og lifandi.“ „Mér er gefið allt vald á himni og jörðu,“ sagði hann. Hvort sem menn eru lífs eða liðnir, verða þeir að lúta valdi hans. Guð hefir sagt það, og svo skal það verða. (Róm. 14.9.) Hvort sem þú vilt eða vilt það ekki, lífs eða liðinn verður þú að lúta stjórn Jesú Krists. „Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm, er haldinn verður yfir öllu því, sem hulið er, hvort sem það er gott eða illt.“ (Préd. 12. 14.) Enginn glæpur er drýgður með svo mikilli leynd, engin synd er svo vandlega hulin, að Guð leiði þetta ekki allt í Ijós á sínum tíma. Menn segja, að Guð sé ekki til, að því að hann skipti sér ekkert af ranglætinu og hinu illa í heiminum. Hver á að ráða, hvenær mál er tekið í dóm, afbrotamaðurinn eða dómarinn? Dómarinn auðvit- að. Guð hefir sagt: „Þegar mér þykir tími til kominn, dæmi ég réttvíslega.“ (Sálm. 75.2.) Dómurinn verður framkvæmdur af Jesú Kristi. „Hann bauð oss að prédika lýðnum og vitna, að hann er sá af Guði fyrirhugaði dómari lifenda og dauðra,“ sagði Pétur postuli. (Post. 10.42.) Sérhver maður, ábyrgur gerða sinna, verð- ur að koma fyrir dóm Jesú Krists. Athafnir verða dæmdar og orðin líka, því að hann sagði: „Eg segi yður: sérhvert

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.