Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1963, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.09.1963, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ 69 enn ein syndsjúk sál fæddist inn í Guðs ríki. María var í höfninni dásamlegu hjá Ethel, unz barn hennar var fætt og hafði verið tekið sem kjörbarn. Þá fékk hún vist á mjög góðu kristnu heimili. Hún óx í náð dag frá degi og hætti aldrei að þakka Guði fyrir Ethel, sem hann hafði notað til að vinna hana sér til handa og umbreyta ævi hennar alger- lega. Löngunin til að stela og drekka, unz hún var orðin drukkin, var horfin að eilífu. Hið gamla var orðið að engu, og allt var orðið nýtt. 15. kajli. Fleiri óvæntir gestir. Hver dagur í þjónustu Drottins var Ethel eitt nýtt ævin- týri. Það var erfitt líf, en hrífandi og fullt óvæntra atburða. Hún vissi aldrei, hver kæmi næst að finna hana eða hvaða verk Drottinn hefði á dagskránni hvern dag. Þó varð hún sérlega undrandi hitadag nokkurn, er blá Cadillac bifreið nam staðar við dyr hennar. Ut úr henni stigu þrír rík- tnannlegir, stoltlegir menn í tandurhreinum, hvítum, suð- rænum baðstrandarklæðum. Hvaða erindi gátu þessir menn átt til lítils og fátæklegs heimilis hennar, hugsaði hún, er hún horfði á þá út um gluggann. „Er þetta frú Burkhardt?“ spurði einn mannanna, er hún lauk upp dyrunum. „Já, herra, hvað get ég gert fyrir yður?“ „Við viljum koma inn og tala við yður, ef við megum. Safnaðarhirðir okkar, herra Brown, sagði okkur, að vera mætti, að þér gætuð hjálpað okkur. Hann finnur, að þér eruð mikil bænakona og að þér fáið bænasvör frá Guði, þegar enginn annar fær þau.“ „Ég þekki sálnahirði ykkar vel, og ég er fús til að veita vinum hans hverja þá hjálp, sem ég get. Hvað viðvíkur því, að ég fái bænasvör, þegar enginn annar fær þau, herrar mínir, þá tekur Guð ekki einn fram yfir annan, og það, sem hann getur gert fyrir mig, getur hann gert fyrir hvern, sem er. Mergur málsins er sá, að vera alveg samstilltur honum og fullkomlega undirgefinn honum. Bænin lætur hlutina gerast, en vér megum ekki líta með velþóknun á fanglæti í hjörtum vorum, því að biblían segir, að Guð vilji ekki heyra oss, ef vér gerum það. Setjist niður, herr- ar mínir, meðan ég les þetta litla ljóð, sem ég fann látið í hiblíuna mína í morgun. Ethel tók blað úr bókinni ög las: „Aður en þú krýpur niður áttu að segja fyrr en þú biður: Er synd í hjarta mínu leynt? Er það innra tært og hreint? Er bæn mín um eigin ávinning, í anda mér hroka tilfinning? Hafi einhver gert mér rangt, er það, að fyrirgefa, strangt? Rannsókn hjartans þarf ég þá rétta veginn til að sjá, unz Guðs helgu augum í allt er hreint og rétt á ný.“ „Ef þér fullnægið þessum skilyrðum, herrar mínir, þá ^iun Drottinn ekki einungis hlusta á bænir ykkar, heldur ^un hann svara þeim. Nú, ég er smeyk um, að ég hafi ekki látið ykkur segja mikið. Hvert er vandamál ykkar?“ „Jæja“, sagði einn mannanna, mjög snortinn af ljóðinu, sem Ethel hafði lesið, „við erum kristnir menn, en við- skipti okkar reka okkur til að gera sumt, sem kristið fólk mundi ekki samþykkja eða taka þátt í, sumt, sem yrði fyrirlitið af söfnuðinum, sem við erum í. Það mundi verða of auðmýkjandi að útskýra starf okkar fyrir honum, eink- anlega vegna þess að við höfum góðan orðstír í umhverfi okkar og söfnuði. Okkur datt í hug, að þér gætuð hjálpað okkur og sagt okkur, hvað Guð vill láta okkur gera. Þrátt fyrir allt erum við Guðs börn“. „Fyrst af öllu segir biblían mín“, svaraði Ethel, „ef lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra“. Þið skiljið, að þið verð- ið að viðurkenna ranglæti ykkar í viðskiptum, og það er þó nokkuð auðmýkjandi, og síðan að snúa ykkur frá því, sem þið hafið verið að gera, þeim hlutum, sem ekki sóma kristnum mönnum; þá, en ekki fyrr, mun Guð heyra bænir ykkar“. „Þér þurfið ekki að segja meira“, sagði einn mann- anna og reis á fætur. „Guð hefir talað til mín í ljóðinu, sem þér lásuð, og í orði sínu. Ég fer heim til að kippa þessu í lag“. „Það má vel vera, að þér hafið ekki fengið mikla mennt- un, og vera má, að þér hafið ekki mikið af þessa heims gæðum, frú Burkhardt, en Guð hefir gefið yður mikla vizku“, sagði annar. „Við viljum skilja eitthvað eftir hjá yður handa starfi yðar“, sagði þriðji maðurinn, og þar með tæmdu þeir veski sín á borðið hjá Ethel. Er þeir höfðu átt bænastund varðandi vandamál sín, óskuðu þeir Ethel Guðs blessunar og óku af stað, umbreyttir menn eftir heimsókn til hinnar trúföstu þernu Guðs. Ethel keypti matborð, sem mikil þörf var á, og stóla fyrir peningana, sem gestir hennar skildu eftir. — (Framhald.) ---r—1---X-------- ÞANNIG FÓRU ÞEIR AÐ Ekki mjög fyrir löngu voru þurrkar miklir í Hong Kong. Búddatrúarmenn héldu þá sjö daga bæna-guðsþjónustu til að biðja um regn. Bænatímanum lauk með því, að þeir slepptu lausum sjö hundruðum spörva, dádýra, apa, fiska og skjaldbaka, sem þeir höfðu keypt í heimilisdýrabúð- Um og á torgum. Samkvæmt þeirra heimspeki var þurrk- urinn því að kenna, að Búdda var reiður yfir syndum mannanna og að friðþægja varð fyrir þær með því að þyrma lífi dýranna. Það er nú samt sem áður Drottinn Jesús, sem friðþægt hefir fyrir syndir vor mannanna. Friðþæginguna gerði hann með blöði sínu, úthelltu á krossinum á Golgata. „Hann er friðþæging fyrir vorar syndir, og ekki einung- is fyrir syndir vorar, heldur líka fyrir syndir alls heims- ins“. (I. Jóh. 2. 2.). Friðþægingin, hin eina, sem gildir fyrir Guði, hefir þeg- ar farið fram. Hún bíður eftir því, að menn veiti henni viðtöku, þiggi hana sem gjöf frá Guði. Hefir þá tekið á móti frelsara þínum, sem er Drottinn Jesús Kristur? (Að mestu eftir „The Sword of the Lord“.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.