Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1963, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.09.1963, Blaðsíða 6
70 NORÐURLJÓSIÐ Molar frá borði Meistarans. (Greinir handa lœrisveinum Krists.) Gyðingur ritar um iögmálið. Síra Daníel Fuchs, ritstjórí að ,,The Chosen People," New York, ritaði í ,,Miðsumarbréf" sitt athyglisverða grein, sem Norðurljósið flytur allmikið stytta. Siðferðisáhrif lögmálsins. Það er erfitt að ofmeta áhrif boðorðanna tíu á Israels- menn. Þeir voru ættbálkar egypzkra þræla, sem flúðu út í eyðimörk, en komu þaðan aftur eftir fjörutíu ár, og höfðu þá meðferðis siðferðislög, sem eru stutt, en þó svo algjör, að grundvallarreglur þeirra gilda nú, eftir 3500 ár, sem kjarni í lögum siðmenntaðra landa. I augum heiðarlegs hugarfars getur ekki leikið vafi á því, „að Guð talaði öll þessi orð.“ (II. Mós. 20.1). En það er mikilvægt fyrir barn Guðs, að það haldi lög- málinu á réttum stað. Ég hika við að rita um lögmálið, af því að ég geri mér Ijóst, að ég get komið við auma bletti og að sumir, sem nú eru vinir mínir, verði það ekki lengur. Mig langar ekkert til að missa vini mína, en eilíf verðmæti hvíla á skilningi lögmálsins annars vegar og náð Guðs hins vegar. Sumir kenna, að boðorðin tíu, enda þótt þau væru fyrst og fremst gefin Israel, hafi verið ætluð öllum heiminum, og að kristnir menn séu sérstaklega ábyrgir að gera þau að lífsreglu og mælikvarða daglegs lífernis. Slíkri staðhæfing verðum vér að standa kröftuglega á móti, — hún er rangfærsla sannleikans. Vér ættum að gera oss ljóst, að lögmálið var aldrei gef- ið nokkurri annarri þjóð en ísraelsmönnum. Páll postuli segir í Róm. 2.14.: Þegar heiðingjar, sem ekki hafa lögmál, gera ósjálfrátt það, sem lögmálið býður, þá eru þeir, þótt ekki hafi þeir neitt lög- mál, sjálfum sér lögmál. Gáið að endurtekningu orðanna „ekki hafa“ og „ekki hafi“ lögmál í þessu versi. Postulinn segir: „heiðingjar, sem ekki hafa lögmál,“ og segir svo aftur um þessa sömu heiðingja, að þeir „hafi ekki neitt lögmál“, en séu sjálfum sér lögmál. (Setji sér lög sín sjálfir, ekki Guð. — Þýð.) Páll kenndi áreiðanlega, að heiðingjarnir væru ekki undir lögmálinu. Síðar í sama bréfi sýnir hann, að ísraels- menn höfðu lögmálið: „Israelsmenn, sem sonar-kosningin tilheyrir og dýrðin og sáttmálarnir og löggjöfin," (9.4). Pílatus, sem var rómverskur landsstjóri í Júedu og sem slíkur útskýrði og framkvæmdi rómversk lög hjá Gyðing- um, hann vissi betur en sumir lögmálsmenn. Jesús var leiddur fyrir hann sem illræðismaður. Pílatus sagði: „Tak- ið þér hann og dæmið hann eftir yðar lögum.“ (Jóh. 19.31). Með þessum orðum staðfestir hann, að lögmál Gyðinga var ekki lögmál Rómverja. Sjálfur löggjafinn Móse staðfestir það: ,.Hver er sú stórþjóð, er hafi svo réttlát lög og ákvæði eins og allt þetta lögmál, sem ég legg fyrir yður í dag?“ (V. Mós. 4. 8.) Móse fyrir daga Drottins hér á jörðu, Pílatus á hans dögum og Páll eftir himnaför hans staðfesta það, að heið- ingjarnir hafi aldrei verið undir lögmálinu. Þjóðir heimsins munu ekki verða dæmdar eftir því, hvernig þær hafa haldið lögmálið, heldur eftir því, hvernig þær hafa farið með Gyðinga. Einstaklingarnir meðal Gyð- inga og heiðingja verða ekki dæmdir eftir því, hvernig þeir hafa haldið lögmálið, heldur eftir afstöðu sinni gagn- vart Drottni Jesú Kristi. Nú á þessum dögum eru hvorki Gyðingar né heiðingjar undir lögmálinu, heldur „undir synd“. (Róm. 3.9.) Þegar Gyðingur eða heiðingi veitir Drottni Jesú Kristi viðtöku sem Drottni sínum og frelsara, er hann „undir náð.“ Aðferð Guðs að frelsa menn hefir aldrei breytzt. Hjálp- ræðisvegurinn er ávallt hinn sami, „af náð fyrir trú.“ Fjögur hundruð og þrjátíu árum á undan lögmálinu talaði Guð við Abraham og gerði við hann skilyrðislausan náðarsáttmála. Abraham, ísak, Jakob og Jósef, þessir þrír miklu forfeður Gyðinga, frelsuðust allir. En þeir hefðu ekki getað frelsazt fyrir lögmálsverk. Lögmálið var ekki gefið fyrr en seint á ævi Móse. Þegar það kom, kom það ekki í staðinn fyrir eða gerði að engu Guðs náðarríka fyrirheit til Abrahams. (Gal. 3.15.—18.) Hjálpræðisvegur Guðs er ávallt hinn sami. Undir lög- málinu hefir aldrei nokkur Gyðingur frelsazt fyrir verk lögmálsins. Hann hefir frelsazt fyrir trú á hinn komandi Messías. Vér frelsumst einnig fyrir trú, tr,ú á Drottin Jesúm Krist, sem kominn er. (Róm. 4.9.—11. Gal. 3.13., 14.) Sú augljósa staðreynd, að aldrei hefir nokkur réttlætzt af lögmálsverkum, kemur í ljós vegna hegðunar Israels- manna, sem brutu lögmálið, jafnvel áður en þeir höfðu fengið það ritað frá Guði. (II. Mós. 32.1.—13.) Þá pré- dikaði Móse þeim ekki lögmálið, hann bað fyrir þeim á grundvelli sáttmála Guðs við Abraham. „Minnst þú þjóna þinna, Abrahams, ísaks og Israels.“ Eftir hina miklu synd þjóðarinnar var sáttmálinn við Abraham enn í gildi. Þegar Israelsmenn syndguðu prédikaði Móse ekki lög- málið yfir þeim. Hann fór upp á fjallið til að bera fram friðþæging fyrir þá. „Má vera, að ég fái friðþægt fyrir synd yðar.“ (II. Mós. 20.30.) Þetta leiðir oss að athugun lögmálsins frá öðru sjónarmiði. Helgisiðalögmálið var gef- ið ísraelsmönnum til að þrýsta inn í þá þeirri staðreynd, að þeir höfðu brotið boðorðin tíu, að þeir þyrftu með friðþægingar fyrir synd, og í þessu var fólginn sá spá- dómur, að Guð mundi senda Messías til að endurleysa þá með eigin blóði undan bölvun lögmálsins, sem þeir höfðu brotið, og að leiða þá aftur inn í fulla blessun sátt- mála náðarinnar. Móse var fús til þess, að láta afmá nafn sitt úr lífsbók Guðs, ef hann vildi fyrirgefa fólkinu. En hann gat ekki friðþægt fyrir lýðinn, aðeins Drottinn Jesús Kristur gat það. „Því að það, sem lögmálinu var ómögulegt að því leyti sem það mátti sín einskis fyrir holdinu, það gerði Guð, er hann, með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs holds og vegna syndarinnar, fyrirdæmdi syndina 1 holdinu, til þess að réttlætiskröfu lögmálsins yrði fullnægt hjá oss, sem ekki göngum eftir holdi, heldur eftir Anda.“ (Róm. 8.3., 4.) Það, sem lögmálið gat ekki gert, það framkvæmir fagn- aðarerindið. Hvers vegna ætti barn Guðs að stjórnast af

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.