Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1963, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.09.1963, Blaðsíða 7
JNORÐURLJÓSIÐ 71 því, sem ekki getur gert neitt fullkomið? (Hebr. 7.19. Þýð.) Það eru margir einlægir, alvarlega hugsandi lögmáls- menn, sem andmæla þessu og segja, að sé kristinn maður ekki undir lögmálinu, þá megi þetta Guðs barn gera það, sem því þóknast. En barn Guðs gerir ekki það, sem því þóknast, • heldur það, sem Guði þóknast. Þegar ég var barn, leit ég til beggja handa, áður en ég fór yfir götu. Eg var laminn, ef ég gerði það ekki. Núna skyggnist ég um, af því að það er skynsamlegt að gera það. Eg var van- ur að hlýða móður minni, af því að ég varð að gera það. Seinna vildi ég gera, hvað lítið sem það var, til að þóknast henni. Abraham trúði Guði, og það gerði hann hólpinn. En trú hans leiddi hann ekki út í syndalifnað. Hún leiddi hann til heilags lífernis. (Róm. 4., 19.—25.) --------x--------- Er tími kraftaverkanna liðinn? Niðurlagskafli úr grein eftir dr. John R. Rice. Til eru menn, sem fávíslega segja, að tímar kraftaverk- anna séu liðnir. Svo fávísleg staðhæfing sprettur aðeins af vantrú og vanþekkingu á biblíunni. Ekkert er ljósara en það, að þ ví er heitið, að kraftaverk skulu gerast um aldaraðir. Til dæmis, frelsunin er kraftaverk. Hjarta rnanns, sem hefir frelsazt, hefir verið breytt með krafta- Verki. Það er yfirnáttúrleg breyting, ekki mannleg, heldur guðleg; ekki venjuleg, heldur óvenjuleg; ekki náttúrleg, heldur yfirnáttúrleg. Endurfæðing er að gefa dauðum líf. Hve heimskulegt er þá að segja, að Guð geri ekki krafta- Verk framar á þessum tímum. En einhver segir, að líkamleg kraftaverk gerist ekki framar, andleg kraftaverk geti átt sér stað, en Guð geri alls ekki framar líkamlegt kraftaverk. Þessu svara ég þann- 'g- að sérhvert andlegt kraftaverk, þegar sál endurfæðist, er trygging líkamlegs kraftaverks, sem gerist síðar, því að sérhver endurfæddur sannkristinn maður mun hljóta líkamlega upprisu líkama síns við brotthrifninguna, og það er dásamlegt kraftaverk. Sérhver frelsaður maður mun umbreytast á augabragði við endurkomu Krists með lík- amlegu kraftaverki og mun verða gefinn dýrlegur líkami, sem er líkur dýrðarlíkama Jesú Krists. Trúir þú því, að Kristur komi aftur í skýjum himins? Það er kraftaverk. Trúir þú því, að þegar fætur hans snerta Olíufjallið, þá Uiuni það klofna í tvennt, til austurs og vesturs, eins og heitið er í Sakaría 14. 4.? Trúir þú því, að englar munu safna saman hans útvöldu, ísrael, alls staðar að um jörð- uia og flytja þá til Israelslands? Þá trúir þú á líkamleg hraftaverk í framtíðinni. Trúir þú, að plágurnar komi, sem spáð er að komi á tímum hinnar miklu þrengingar? Tú getur þá ekki sagt, að líkamleg kraftaverk séu liðin hjá. Þúsundir manna eru vottar þess, að þeir hafa séð eða reynt bókstafleg, líkamleg kraftaverk. Meðal þeirra nefni eg dr. R. A. Torrey. Dr. S. D. Gordon segir frá dásamlegu utviki, þegar Guð bókstaflega bætti við peninga sem svar yið bæn með líkamlegu kraftaverki, unz nóg var til að greiða skuld, sem hvíldi á kapellu. Hann rannsakaði sjálf- Ur vandlega þetta atvik. Eg veit um mörg dæmi þess, að iólk hefir læknazt, sumt þegar í stað, annað á lengri tíma, er læknar höfðu sagt, að það væri vonlaust um það. Marg- ir kristniboðar segja frá, að illir andar hafi verið reknir út, að sjúkir hafi læknazt samstundis, að englar hafi verndað á hættutímum, o. s. frv. Dr. Blanchard, eitt sinn skólastjóri Wheaton menntaskólans, segir frá manni í bók sinni, Getting Things from God (Hlutir fengnir frá Guði), sem reistur var upp frá dauðum sem svar við bænum konu sinnar eftir nokkrar klukkustundir. Dr. A. J. Gordon, starfsfélagi D. L. Moody, safnaðarhirðir í Boston, nefnir í bók sinni, The Ministry of Healing (Lækningaþjónust- an) bókstaflega marga tugi vel vottfestra atvika af krafta- verkum Guðs, sem gerð voru á mönnum nú á þessum tím- um. Ef þú hefir ekki lesið þá bók, lestu hana þá áður en þú segir, að Guð framkvæmi ekki bókstafleg, líkamleg kraftaverk nú á dögum. Guð hefir heitið því, að „trúuðum er allt mögulegt“. Hann hefir aldrei afturkallað það fyrirheit. Enginn maður getur framkvæmt kraftaverk að eigin vild, á sjálfs síns tíma og eftir eigin fyrirætlunum. Guð ætlar ekki krafta- verki af nokkru tagi að verða manninum til dýrðar, til að fullnægja forvitni eða til að upphefja einhvern prédikara. En hann opinberar sig þeim, sem treysta honum, og á þeim tíma, sem þörfin krefur, þegar hann gefur trú, veitir hann dásamleg bænasvör, jafn dásamleg sem nokkurt fyrirheit í Mark. 16. 17., 18. Fyrirheit Guðs um trú er satt enn, því að „Hvers sem þér biðjið og beiðizt“, er enn í gildi samkvæmt Mark. 11. 24. Ef vér, eins og postularnir, rekum ekki út illan anda úr drengnum, sem niðurbrotinn faðir færir til vor, þá er það enn sakir vantrúar vorrar. (Matt. 17. 14.—21.). Það er enn í gildi, að vér höfum ekki, af því að vér biðjum ekki, og að án trúar er ómögulegt að þóknast Guði. En hafir þú aldrei séð það gert, er það samt satt. Hafir þú ekki reynt það, kenndu þá ekki Guði um. Kenndu sjálfum þér um. Hafir þú ekki séð það gerast, táknar það ekki, að það geti ekki gerzt. Lokaðu ekki dyrunum með vantrú, en veittu viðtöku fyrirheiti biblíunnar sem sannindum, og þegar þú þarfnast þess, þá skaltu láta það ganga undir próf. (Þýtt úr The Sword of the Lord). ---------x-------- STUMDUM TEKUR ÞAÐ TÍMA Fyrir nálega 30 árum, 7. nóvember 1933, struku tveir ungir menn úr fangelsi í Bandaríkjunum. Þeir náðust ekki. Þeir tóku sér ný nöfn, fengu sér atvinnu, og lífið lék í lyndi fyrir þeim. Annar þeirra komst að vísu tvisvar í kast við lögregluna eftir þetta, án þess þó að hann þekktist. Hinn kvæntist, og kona hans hafði enga hugmynd um fyrra líferni hans. Eftir 29 ár voru þeir báðir teknir höndum og sendir aftur í fangelsið, sem þeir struku úr. Leynilögreglumenn grófu það upp, hvar þeir voru niðurkonmir. Dómi Guðs yfir verkum illskunnar er ekki ævinlega fullnægt þegar í stað. „Þér munuð fá að kenna á synd yðar, sem yður mun í koll koma,“ segir orð Guðs. Guði sé lof, það er þó hægt að umflýja hegningu vegna synda sinna, með því að gefa sig á vald Drottins Jesú Krists og játa þær fyrir honum. Þá fyrirgefur Guð þær, og minnist þeirra alls ekki framar.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.